Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, var sá hagsmunavörður sem fékk hæstu launagreiðslurnar í fyrra. Alls voru mánaðarlaun hans rúmlega 4,1 milljón króna að meðaltali, Þó verður að taka með í dæmið að Sigurður er einnig stjórnarformaður Kviku banka og þiggur fyrir það tæplega 1,7 milljón krónur á mánuði meðfram dagvinnunni. Hann fær því hæstu launin hjá þeim hagsmunagæslusamtökum sem deila Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Þar er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, efst á blaði. Laun hennar á mánuði voru að meðaltali tæplega 4,1 milljón króna. Það skilaði henni tæplega 49 milljónum króna í launatekjur á árinu 2022, sem er 6,6 milljónum krónum meira en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á síðasta ári, tók með heim þegar árið var gert upp. Hann þáði rúmlega 3,5 milljónir króna á mánuði fyrir störf sín. Halldór Benjamín hætti fyrr á þessu ári til að taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins. …
mannsæmandi laun.