Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

F-16 þotur til Úkraínu: Af hverju vill Zelensky hálfrar aldar gamlar þotur?

F-16 þotur til Úkraínu: Af hverju vill Zelensky hálfrar aldar gamlar þotur?
F-16 á æfingaflugi.

Bandaríkjaþing samþykkti í gær (fimmtudaginn 17. ágúst) að Dönum og Hollendingum væri heimilt að láta Úkraínumönnum í té herþotur af gerðinni F-16 en þær eru framleiddar í Bandaríkjunum. Því er fagnað í Úkraínu þótt þar hefðu margir kosið að þessi ákvörðun hefði verið tekin mun fyrr.

Í marga mánuði hafa Úkraínumenn beðið vestræna bandamenn sína um þessar F-16 þotur. Rússar hafa í rauninni algjöra yfirburði í lofti yfir Úkraínu þótt þeir yfirburðir hafi kannski ekki nýst þeim jafn vel og búast hefði mátt við vegna öflugra loftvarna Úkraínu. En nú vilja Úkraínumenn snúa blaðinu við og líta svo á að F-16 sé rétta þotan til þess.

Það merkilega er að F-16 þoturnar eru í grunninn hálfrar aldar gamlar. Að sjálfsögðu hafa þoturnar verið uppfærðar reglulega eftir því sem tölvum og tækni hefur fleygt fram og nýjustu gerðirnar eru troðfullar af hátæknigræjum sem ekki voru til fyrir hálfri öld.

En hönnun þotunnar er samt fimm áratuga gömul. Og hverjar eru þá þessar „gömlu“ þotur sem Zelensky og flugmenn hans óska svo heitt eftir?

Hinar auðþekkjanlegu Phantom-þoturhöfðu m.a. aðsetur á Keflavíkurflugvelli í fjölda ára.

Í Víetnam-stríðinu hafði sú fræga orrustuþota F-4 Phantom yfirleitt tryggt Bandaríkjunum yfirburði í lofti, þótt sú sovéska MiG-21 sem Norður-Víetnamar notuðu, veitti bandarísku draugunum oft þunga skráveifu. Um 1970 voru Bandaríkjamenn hins vegar farnir að huga að endurnýjun á orrustuþotuflotanum, og þá hófst þróun á nokkrum þotum sem gætu tekið við af Phantom.

F-14

Ein þeirra var F-14 Tomcat framleidd af Grumman. Fressinn flaug í fyrsta sinn 1970 og var tekinn í notkun 1974. Þessi þota var fyrst og fremst ætluð til notkunar á hinum risastóru flugvélamóðurskipum bandaríska flotans og þurfti því að uppfylla nokkur ólík hlutverk.

F-14 þoturnarþekktust af því að þær gátu fært vængina fram og til baka.

F-14 þótti reynast afar vel og framleiddar voru 712 þotur fram til ársins 1991. Flugher Írans hafði fengið 79 F-14 þotur til afnota áður en íslamska byltingin var gerð 1979 og í stríði Írans og Íraks 1980-1988 voru þessar bandarísku þotur helsta vopn klerkastjórnarinnar.

Í hinni frægu kvikmynd Top Gun frá 1986 fljúga Tom Cruise og vinir hans F-14 þotum.

Þessar þotur voru teknar úr notkun í bandaríska flotanum árið 2006 þegar F-18 Super Hornet var komin í stað þeirra. Í íranska flughernum er enn notast við F-14 þótt þær þotur séu orðnar mjög fáar vegna skorts á varahlutum.

F-15

Um svipað leyti og bandaríski flotinn þróaði Grumman F-14 afréð flugherinn að halla sér heldur að nýrri þotu McDonnell Douglas, F-15, sem hafði hlotið nafnið Eagle eða Örninn. Hún flaug í fyrsta sinn 1972 og var tekin í notkun 1976. Þessari þotu var ætlað afmarkaðra hlutverk en F-14 sem nota mátti bæði til árása á skotmörk á landi og sjó. F-15 var sem sé fyrst og fremst ætlað að sigra og skjóta niður herþotur andstæðinganna og ná þannig yfirráðum í lofti yfir átakasvæðum.

Skemmst er frá því að segja að F-15 þótti og þykir enn afar vel heppnuð tæknilega. Hún er langdræg, mjög hraðskreið og vel vopnum búin. Þótt þotan sé orðin hálfrar aldar gömul munu fáar ef nokkrar af nýrri þotum standast henni snúning á sínu sviði.

F-15,þessi er reyndar af undirtýpunni Strike Eagle.

Alls hafa verið framleiddar 1.800 þotur af þessari gerð og einni undirsort, sem er fremur ætluð til árása á skotmörk á landi. Þær eru í notkun í flugherjum Ísraels, Japans, Suður-Kóreu, Katar, Sádi Arabíu og Síngapúr, auk Bandaríkjanna. Nú er á leiðinni „uppfærsla“ á F-15 sem fengið hefur nafnið Eagle II og verður meðal annars seld til Indónesíu.

F-16

Þótt bandarísku herskúfarnir væru í upphafi áttunda áratugar hæstánægðir með frammistöðu bæði F-14 og F-15 fannst þeim þó að eitthvað vantaði. Báðar þoturnar voru stórar og þungar og ekki síst rándýrar. Þær eru báðar 20 metrar að lengd og vega meira en 30 tonn fullhlaðnar eldsneyti og skotfærum alls konar.

Því var ákveðið að hefja líka framleiðslu á smærri og ódýrari þotu og þá kom F-16 þotan til sögunnar. Fyrirtækið General Dynamics var valið til að þróa hana og framleiða og þotan, sem kölluð er Fighting Falcon, flaug í fyrsta sinn 1974. Vélin var svo tekin í notkun 1978 og þótti einkar vel heppnuð til síns brúks. Hún er sýnu styttri og léttari en F-15 — 15 metrar löng og nær ekki 20 tonnum fullhlaðin.

F-16þoturnar þykja snarari í snúningum sem hinar stóru F-15 þotur.

Hún er og liprari og meðfærilegri en þungu þoturnar og notadrýgri á fleiri sviðum. Til dæmis kemur Orrustufálkinn að mun betri notum en Örninn við árásir á skotmörk á jörðu niðri.

Fyrir Úkraínumenn hefur svo sérstakt gildi að þeir sjá fyrir sér að vélina mætti nota til að skjóta niður stórar eldflaugar sem stefna á skotmörk í landi þeirra.

F-16 nær 1.480 kílómetra hraða á klukkustund við sjávarmál en getur þanið sig á 2.180 kílómetra hraða í háloftunum þar sem loftmótstaða er minni. Til samanburðar flýgur F-15 á sama hraða við sjávarmál en nær hvorki meira né minna en 2.655 kílómetra hraða hátt á himnum.

F-35,nýjasta græja bandaríska flughersins. Hún var tekin í notkun 2006 og þegar hafa verið framleiddar tæplega 1.000. Úkraínumenn láta sig ekki dreyma um að fá slíkar þotur á næstunni.

Eigi að síður ætti þota af þessari gerð að standast snúning öllum Sukhoi-orrustuþotum Rússa í loftbardögum, nema hugsanlega þeirri allra nýjustu, Su-57, sem Rússar tóku í notkun 2020.

Þær nýju þotur Rússa eru enn afar fáar og rússneski flugherinn gætir þeirra eins og sjáaldurs augna sinna.

Þegar síðast fréttist höfðu aðeins verið framleiddar um 20 Su-57 þotur en fleiri eru á leiðinni.

Su-57er stolt Rússa um þessar mundir.

Þoturnar eru væntanlega ansi skelfileg stríðstól en þó vakti athygli fyrir nokkrum árum að Indverjar drógu sig út úr samstarfi við Rússa um framleiðslu á Su-57, hreinlega vegna þess að þeim fannst prufueintök af þotunni ekki lofa nógu góðu.

Svo kannski þurfa væntanlegir flugmenn úkraínskra F-16 þotna ekki að fara á taugum þó þeim sé tilkynnt að Su-57 nálgist.

Þegar síðast fréttist höfðu 4.600 F-16 verið smíðaðar og þær hafa verið seldar til 20 ríkja. Flest eru þau NATO-ríki en einnig mörg Arabaríki sem Bandaríkin líta á sem vinveitt sér.

Danir eiga til dæmis 30 F-16 vélar en eru búnir að panta sér nýjustu þotu Bandaríkjanna, F-35, sem á smátt og smátt að koma í stað Orrustufálkanna. Slík endurnýjun hefur þegar farið fram í Noregi. Norðmenn seldu sínar F-16 þotur fyrir skömmu til Rúmeníu og fengu sér F-35 í staðinn.

Danir gáfu snemma til kynna að þeir væru tilbúnir til að láta Úkraínumenn fá sínar F-16 þotur og það hafa Bandaríkjamenn nú samþykkt — en orrustuþotum, sem þeir selja til annarra landa, fylgja ævinlega þau skilyrði að þær verði ekki seldar eða lánaðar til þriðja lands nema með samþykki þeirra.

Hinar 24 F-16 þotur Hollendinga munu nú á sama hátt standa Úkraínumönnum til boða.

Belgar munu og hafa boðað að þeir séu tilbúnir til að láta einhverjar eða allar af sínum 44 þotum en það mál er skemmra á veg komið, að því er best er vitað.

Á verðlagi dagsins í dag kostar ný F-15 þota tæpa 11 milljarða króna og kostnaður við hverja F-35 er enn hærri. Ný F-16 þota kostar „aðeins“ 8,6 milljarða.

F-18,eða Hornet. 1.400 slíkar þotur voru framleiddar á árunum 1978-2000 en hafa nú víðast verið teknar úr notkun. Úkraínumenn eru í viðræðum við Ástrali um að fá nokkra tugi þessara tóla sem liggja undir skemmdum í Ástralíu. Ekki ber að rugla þessari saman við „framhaldsgerðina“ F-18 Super Hornet sem framleiðsla hófst á 1995 og er mjög í notkun á amerísku flugvélamóðurskipunum nú á tímum.

Kostnaður bara við framleiðslu á hinum 4.600 F-16 þotum nemur því — mjög gróflega reiknað — 39.560 milljörðum.

En svo kostar sitt að reka þessi tæki. Rekstur F-15 þotu kostar 3,8 milljónir króna ‐ á klukkutímann. Rekstur á F-16 er nokkru lægri en það er þó bitamunur en ekki fjár.

Þessar brjálæðislegu tölur sýna betur en flest annað hve skelfilega háum upphæðum er eytt í vopn og verjur þótt mannkynið standi frammi fyrir ótal vandamálum sem svo sannarlega væri meiri ástæða til að eyða í tíma, orku og peningum.

En meðan málum er enn háttað svo að voldugir nágrannar fara með innrásum og ofbeldi inn í lönd nágranna sinna, þá mun þetta halda áfram.

(Greinin var uppfærð eftir ákvörðun Bandaríkjaþings 17. ágúst.)

JAS-39 Gripener fullkomin sænsk orrustuþota sem var tekin í notkun 1996. Framleiddar hafa verið rúmlega 300 þotur sem eru í notkun í nokkrum löndum. Sumir, þar á meðal ýmsir í Úkraínu, telja að þessar þotur yrðu jafnvel betra varnarvopn en F-16. Úkraínumenn hafa þó ekki enn farið formlega fram á að fá þær og Svíar hafa tekið dræmt í hugmyndina.
Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Takk fyrir þessa grein Illugi, það er mjög lítil umfjöllun um stríðstól Úkraínu stríðins í íslenskum fjölmiðlum þó að þau komi til að skipta gríðarlegu máli með framvindu átakanna.
    Það mætti bæta við að megin munur á F-16 og hinum eldri bandarísku F þotum er að F-16 er með einn þotuhreyfil á meðan hinar þoturnar eru með tvo. Það gerir það að verkum að F-16 getur ekki borið jafn mikið af sprengjum og flugskeytum og hinar þoturnar. Ef F-16 þota verður fyrir bilun eða hnjaski á þotuhreyfli þá er nauðlending óumflýjanleg á meðan hinar þoturnar hafa annan hreyfil að grípa til ef slíkt kemur upp. Af þessum sökum er F-16 þotan meira hugsuð sem þota til loftvarna og til að ná yfirráðum í lofti og til stuðnings á vígvellinum en síður til loftárása langt inn í óvinasvæði. Það að mikið sé af F-16 þotum á lausu og að hún sé minnst ógnandi kosturinn af eldri bandarísku F þotunum fyrir loftárásir á skotmörk langt inni í Rússlandi er ástæðan fyrir því að þetta er talin besti kosturinn fyrir Úkranínu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár