Útgáfa nýs áhættumats erfðablöndunar í laxeldi á Íslandi hefur dregist vegna þess að ný gögn hafa komið fram. Vinnsla matsins er nú á lokametrunum. Þetta segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, í samtali við Heimildina. Meðal þessara gagna er ný skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um erfðablöndun villts lax á Íslandi og norska eldislaxsins sem notaður er í íslensku laxeldi. Skýrslan kom út í júlí og vakti talsverða athygli vegna þess hversu mikil erfðablöndun frá norskum eldislöxum fannst í villtum löxum hér á landi.
Samkvæmt lögum sem sett voru árið 2019 á Hafrannsóknarstofnun að skila nýju áhættumati á þriggja ára fresti. Síðasta áhættumat var gert opinbert í maí árið 2020. Stóru tíðindin í því áhættumati var að opnað var fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum en þetta hafði verið umdeilt í umræðunni um eldið hér á …
nú eru þær þrjár. Bara hræðilegt.