Það kom Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, „alls ekki“ á óvart að verkefnið Góðir gestgjafar, sem gengur út á að Íslendingar skrifi á „póstkort“ um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þeirra líf, skyldi fá harða gagnrýni. Hún segir það hafa fallið í góðan jarðveg hjá flestum enda Íslendingar almennt jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar. Hins vegar sé hávær minnihlutahópur fyrirferðarmikill í samfélagsumræðunni. „Ástæðan fyrir því að við hófum þessa vitundarvakningu er sú að það hefur borið á neikvæðri umræðu í gegnum tíðina sem okkur hefur oft fundist ósanngjörn og oft byggð á því að fólk hefur ekki næga þekkingu á atvinnugreininni, öllu því góða sem hún hefur fært okkur og hverju hún er að skila okkur.“

Vissulega séu margvíslegar áskoranir til staðar og Samtök ferðaþjónustunnar ætli sér ekki að „stinga hausnum í sandinn“ yfir því sem …
Athugasemdir (1)