Ég heiti Pálína Sigurðardóttir og er 48 ára hárgreiðslumaður. Oftast er ég í bænum yfir verslunarmannahelgina. Það er ótrúlega kósí. Það er svo rólegt og þú getur bara farið í ísbúð og það er engin biðröð. Þú getur átt göturnar, það er æðislegt. Þegar ég er heima yfir verslunarmannahelgi elda ég góðan mat og nota helgina til að ná svolítilli hvíld.
Í ár ætla ég að fara eitthvað. Ég veit ekki alveg hvert en ég ætla að bíða eftir veðurspánni og elta sólina.
Ég man að þegar ég var barn fór ég tvisvar eða þrisvar á hótel í Hveragerði með mömmu, pabba og systur minni. Það er mín uppáhaldsminning yfir verslunarmannahelgi enda var ótrúlega skemmtilegt. Ætli ég hafi ekki verið svona 9, 10, 11 ára ... eitthvað svoleiðis, jafnvel yngri. Þetta var fyrsta skiptið mitt í Hveragerði og það var spennandi að fara á hótel. Það er einhver minning þarna sem er alveg yndisleg.
Athugasemdir