Reykjavík „kósí“ um verslunarmannahelgar

Pálína Sig­urð­ar­dótt­ir hef­ur not­ið þess síð­ustu ár að vera í höf­uð­borg­inni um versl­un­ar­manna­helgi, stærstu ferða­helgi árs­ins. Í ár ætl­ar hún hins veg­ar að elta sól­ina.

Reykjavík „kósí“ um verslunarmannahelgar
Pálína Sigurðardóttir Hugsar hlýlega til barnæsku sinnar um Verslunarmannahelgina.

Ég heiti Pálína Sigurðardóttir og er 48 ára hárgreiðslumaður. Oftast er ég í bænum yfir verslunarmannahelgina. Það er ótrúlega kósí. Það er svo rólegt og þú getur bara farið í ísbúð og það er engin biðröð. Þú getur átt göturnar, það er æðislegt. Þegar ég er heima yfir verslunarmannahelgi elda ég góðan mat og nota helgina til að ná svolítilli hvíld. 

Í ár ætla ég að fara eitthvað. Ég veit ekki alveg hvert en ég ætla að bíða eftir veðurspánni og elta sólina. 

Ég man að þegar ég var barn fór ég tvisvar eða þrisvar á hótel í Hveragerði með mömmu, pabba og systur minni. Það er mín uppáhaldsminning yfir verslunarmannahelgi enda var ótrúlega skemmtilegt. Ætli ég hafi ekki verið svona 9, 10, 11 ára ... eitthvað svoleiðis, jafnvel yngri. Þetta var fyrsta skiptið mitt í Hveragerði og það var spennandi að fara á hótel. Það er einhver minning þarna sem er alveg yndisleg.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár