Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við erum hættuleg sjálfum okkur og öðrum“

Þeg­ar kem­ur að ástæð­um Úkraínu­stríðs­ins hafa Rúss­ar sjálf­ir, ólíkt ýms­um á Vest­ur­lönd­um, lít­inn áhuga á skýr­ing­um eins og út­þenslu NATO. And­ófs­menn og hugs­uð­ir beina at­hygl­inni að menn­ingu og hug­ar­fari þjóð­ar­inn­ar sem hafi um ald­ir ver­ið nærð á heimsveld­isór­um. Í nýrri bók blaða­manns­ins Mik­hails Zyg­ars ávarp­ar hann landa sína.

„Við erum hættuleg sjálfum okkur og öðrum“
Stríð Þetta er túlkun rússneska málarans Vasily Vereshchagins á ástandinu í Mið-Asíu um 1870 eftir að rússneski nýlenduherinn hafði farið þar um. Myndin heitir Upphafning stríðs og það er einmitt það sem Lebedev og Zygar óttast að einkenni rússn­eskt samfélag í sorglega ríkum mæli. Mynd: Vasily Vereshchagins / Wikipedia

Eitt er merkilegt í sambandi við árás Rússa á Úkraínu, eða öllu heldur viðbrögðin við árásinni. Þau sem bera blak af innrásinni á Vesturlöndum og/eða telja að hún hafi ekki verið með öllu óréttmæt eða að minnsta kosti skiljanleg, þau nefna fyrst og fremst tvær ástæður fyrir ákvörðun Pútíns um innrásina í fyrra. Í fyrsta lagi geopólitískan og réttmætan ótta Rússa við útþenslu NATO og í öðru lagi illa meðferð Úkraínumanna á Rússum í Donbass.

Mikhail Zygar er fæddur 1982. Hann er í hópi virtustu blaðamanna Rússlands og starfaði lengi hjá sjónvarpsstöðinni Dozhd. Hann yfirgaf Rússland rétt eftir innrásina í Úkraínu.

Um þetta má margt segja en merkilegt er sem sé að Rússar sjálfir hafa lítinn áhuga á þessum ástæðum, þegar þeir eru spurðir um ástæður innrásarinnar. Þeir þvaðra gjarnan eitthvað um „nasisma“ Úkraínumanna sem er tómt bull. Margt var og er athugavert við Úkraínu en nasismi var …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "Um þetta má margt segja en merkilegt er sem sé að Rússar sjálfir hafa lítinn áhuga á þessum ástæðum [útenslu NATO], þegar þeir eru spurðir um ástæður innrásarinnar.... En svo fara þeir að tala um allt aðra hluti."

    Þetta er fullkomið kjaftæði og höfundur veit það. Ég þekki og hef talað við marga Rússa, og hef fylgst með því sem margir Rússar segja á netinu (eins og bloggarar o.s.frv.), á samskiptamiðlum, á vinsælum rússneskum Telegram-rásum o.s.frv. Þeir tala allir - alltaf - um austurstækkun NATO sem eina af helstu ástæðunum fyrir stríðinu. Ef eitthvað er þá er eins og þeir séu með NATO á heilanum... Að Vesturlönd séu að umrkringja Rússland (með NATO) o.s.frv. Þið þekkið söguna... Svo talar Pútín nú um NATO í nánast öllum af sínum ræðum.

    Þetta er mjög furðuleg afneitun hjá þér Illugi á staðreyndunum. Hvað ertu eiginlega að reyna að fela?
    2
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "Þeir þvaðra gjarnan eitthvað um „nasisma“ Úkraínumanna sem er tómt bull."

    Neinei, það er sko ekkert nasistavandamál í Úkraínu. Sástu ekki nýlega grein New York Times þar sem var fjallað um þetta? Þetta var stórfrétt. Þegar NYT er farið að viðurkenna þetta, þá er ekki eins og þetta sé eitthvað vafamál lengur...

    Prófið líka bara að gúggla "nazi problem ukraine" (passa að setja "nazi problem" í gæsalappir, eins og bein tilvitnun), og þá fáið þið endalaust af greinum (mest fyrir febrúar 2022) sem fjalla um nasistavandamálið í Úkraínu. Þetta var svo vel þekkt...

    https://www.nytimes.com/2023/06/05/world/europe/nazi-symbols-ukraine.html
    2
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Þetta stríð snýst allt um útþenslu NATO. Hættið þessari endalausu afneitun á staðreyndunum, þetta er orðið frekar vandræðalegt og örvæntingarfullt.

    Svo er einnig verulega kjánalegt í þessari grein hvernig höfundur afneitar ný-nasista vandamálinu í Úkraínu.

    Það var nú bara nýlega fjallað í New York Times um nasistana í úkraínska hernum, þar sem það þykir vera vandamál hversu algengt það að hermenn noti nasísk einkennismerki, eins og alræmdu Totenkopf hauskúpuna (sem var helsta einkennismerki SS-sveitanna).

    Í hvaða öðru ríki hafa líka paramilitary ný-nasistaherdeildir verið teknar inn í herinn og þjóðvarðliðið? Eins og Azov hersveitin, Sich, Aidar, Kraken og fleiri slíkar sveitir.

    Fasismi 101 - þegar paramilitary sveitir (eins og SS og SA sveitirnar á sínum tíma) fara að sameinast ríkisvaldinu, hernum og lögreglunni, þá á það að hringja miklum viðvörunarbjöllum. En ekki að vera sópað undir teppið í einhverri afneitunarhyggju og hentistefnu gagnvart staðreyndunum, eins og höfundur gerir hér í þessari grein.
    2
    • Gudmundur Einarsson skrifaði
      Heil Wagner. Eða þannig. Geta Rússar ekki verið nazistar? Stalín og Hitler voru bestu vinir 1939 og ætluðu að þurrka Pólland af kortinu. Pólverjar fengu völina um að vera drepnir af nazistum Hitlers eða kommum Stalíns. Svo sendi Stalín úkraínska herinn inn í Finnland um svipað leiti, Eystrarsaltsríkin hernumin og kúguð til hlýðni. Rússum leiddist ekki þegar Hitler rústaði veikburða lýðræðisríkjum Evrópu, heldur studdu hann af bestu getu. Það var fyrst eftir svik Hitlers sem þeir fóru að væla og hafa gert alla tíð síðan.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár