Eitt er merkilegt í sambandi við árás Rússa á Úkraínu, eða öllu heldur viðbrögðin við árásinni. Þau sem bera blak af innrásinni á Vesturlöndum og/eða telja að hún hafi ekki verið með öllu óréttmæt eða að minnsta kosti skiljanleg, þau nefna fyrst og fremst tvær ástæður fyrir ákvörðun Pútíns um innrásina í fyrra. Í fyrsta lagi geopólitískan og réttmætan ótta Rússa við útþenslu NATO og í öðru lagi illa meðferð Úkraínumanna á Rússum í Donbass.
Um þetta má margt segja en merkilegt er sem sé að Rússar sjálfir hafa lítinn áhuga á þessum ástæðum, þegar þeir eru spurðir um ástæður innrásarinnar. Þeir þvaðra gjarnan eitthvað um „nasisma“ Úkraínumanna sem er tómt bull. Margt var og er athugavert við Úkraínu en nasismi var …
Þetta er fullkomið kjaftæði og höfundur veit það. Ég þekki og hef talað við marga Rússa, og hef fylgst með því sem margir Rússar segja á netinu (eins og bloggarar o.s.frv.), á samskiptamiðlum, á vinsælum rússneskum Telegram-rásum o.s.frv. Þeir tala allir - alltaf - um austurstækkun NATO sem eina af helstu ástæðunum fyrir stríðinu. Ef eitthvað er þá er eins og þeir séu með NATO á heilanum... Að Vesturlönd séu að umrkringja Rússland (með NATO) o.s.frv. Þið þekkið söguna... Svo talar Pútín nú um NATO í nánast öllum af sínum ræðum.
Þetta er mjög furðuleg afneitun hjá þér Illugi á staðreyndunum. Hvað ertu eiginlega að reyna að fela?
Neinei, það er sko ekkert nasistavandamál í Úkraínu. Sástu ekki nýlega grein New York Times þar sem var fjallað um þetta? Þetta var stórfrétt. Þegar NYT er farið að viðurkenna þetta, þá er ekki eins og þetta sé eitthvað vafamál lengur...
Prófið líka bara að gúggla "nazi problem ukraine" (passa að setja "nazi problem" í gæsalappir, eins og bein tilvitnun), og þá fáið þið endalaust af greinum (mest fyrir febrúar 2022) sem fjalla um nasistavandamálið í Úkraínu. Þetta var svo vel þekkt...
https://www.nytimes.com/2023/06/05/world/europe/nazi-symbols-ukraine.html
Svo er einnig verulega kjánalegt í þessari grein hvernig höfundur afneitar ný-nasista vandamálinu í Úkraínu.
Það var nú bara nýlega fjallað í New York Times um nasistana í úkraínska hernum, þar sem það þykir vera vandamál hversu algengt það að hermenn noti nasísk einkennismerki, eins og alræmdu Totenkopf hauskúpuna (sem var helsta einkennismerki SS-sveitanna).
Í hvaða öðru ríki hafa líka paramilitary ný-nasistaherdeildir verið teknar inn í herinn og þjóðvarðliðið? Eins og Azov hersveitin, Sich, Aidar, Kraken og fleiri slíkar sveitir.
Fasismi 101 - þegar paramilitary sveitir (eins og SS og SA sveitirnar á sínum tíma) fara að sameinast ríkisvaldinu, hernum og lögreglunni, þá á það að hringja miklum viðvörunarbjöllum. En ekki að vera sópað undir teppið í einhverri afneitunarhyggju og hentistefnu gagnvart staðreyndunum, eins og höfundur gerir hér í þessari grein.