Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum

Töl­fræðilík­an danskra rann­sak­enda gef­ur til kynna að snögg kóln­un á Norð­ur-Atlants­hafi hefj­ist á næstu ára­tug­um. Verði það raun­in versna lífs­skil­yrði á Ís­landi til muna.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum
Reykjavík Ef forspáin gengur eftir verður sumarhiti í Reykjavík nær þeim meðalhita sem nú er í október, en hann er um 5 gráður. Mynd: Shutterstock

Sumarið í Reykjavík verður eins og sumar á Svalbarða innan fárra áratuga, ef niðurstöður nýrrar, danskrar vísindarannsóknar ganga eftir.

„Ísland mun líklega verða fyrir 5-10 gráðu lækkun á hitastigi, sem hlýnun jarðar bætir þó upp að hluta,“ segir Peter Ditlevsen, prófessor við Niels Bohr stofnunina í Kaupmannahöfn og annar rannsakendanna, í samtali við Heimildina.

Fjallað hefur verið um rannsóknina í öllum helstu fjölmiðlum heims í dag og í gær. Markmið rannsóknarinnar var að tímasetja stöðvun hafstraumanna sem fræðimenn kalla veltihringrás Atlantshafsins og felur í sér flutning hlýs yfirborðssjávar norður á bóginn og djúpstreymi saltríkari og kaldari sjávar suður á bóginn. Þetta er hluti af því sem flest þekkja undir heitinu Golfstraumurinn og er kennt í íslenskum skólum að sé forsenda mannlífs á Íslandi. Ástæða þess að hlýrra er norðarlega í Atlantshafi heldur en í Kyrrahafi er þessi varmaflutningur sjávar sem leiðir af sér mun hærra hitastig á Íslandi en norðlæg lega landsins byði annars upp á. Með vaxandi ferskvatnsstreymi vegna bráðnunar jökla og aukinnar úrkomu á norðurslóðum er talið að straumurinn raskist og varmadreifingin úr suðri þar með.

Meðalhiti í Reykjavík í júlí er 11,7 gráður, en verður nálægt núverandi sumarhita á Svalbarða, sem er 3 til 7 gráður, rofni hafstraumurinn. Breytingin leiðir af sér hamskipti landsins, fyrirsjáanlega mikla útþenslu jökla yfir mest allt hálendi og fjallendi, þar sem snælína lækkar að líkindum um nokkur hundruð metra.

Svalbarði að sumriÍ Longyearbyen, höfuðbyggð Svalbarða, nær hitinn mest 7 gráðum á venjulegum degi í júlí.

Vendipunkturinn gæti í fyrsta lagi orðið innan tveggja ára, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. 

Forsenda líkansins er að orsakaþættir hlýnunar þróist með sama hætti og áður, til dæmis að útblástur gróðurhúsalofttegunda haldi áfram að aukast eins og gert hefur verið frá iðnbyltingu.

Hringrásarstraumurinn hefur veikst á öldinni, samkvæmt mælingum. Að mati margra vísindamanna er aðeins spurning um hvar vendipunkturinn liggur og þar með hvenær straumurinn raskast eða rofnar. Þar liggur helsta framlag rannsóknarinnar, að komast að niðurstöðu um tímasetningu á rofi straumsins. Innan samhengis líkansins eru 95% líkur á að veltihringrásin hrynji á tímabilinu 2025 til 2095 og líklegasti vendipunktur árið 2057, eftir 34 ár.

„Þegar við sáum það fyrst brá okkur svo að við athuguðum það aftur og aftur,“ segir Susanne Ditlevsen, prófessor við Stærðfræðistofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, og annar höfundur rannsóknarinnar, í samtali við Politiken.

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) hefur gengið út frá því, út frá fyrri rannsóknum, að veruleg veiking straumsins sé ólíkleg á þessari öld. Viðvaranir dönsku vísindamannanna eru þó óvenjulega berorðar í grein þeirra sem birtist í tímaritinu Nature Communications, með titlinum Viðvörun um yfirvofandi hrun veltihringrásar Atlantshafsins.

Rannsóknin er tölfræðigreining og nýtir víðara gagnasafn en áður sem sýnir fyrirboða breytileika í hafstraumnum áður en áhrif loftslagsbreytinga komu til að fullum krafti. Hún hefur um leið verið gagnrýnd fyrir að byggja einnig á eldri mælingum, aftur til 1870, sem kunna að vera óáreiðanlegar. Að auki hefur rannsóknin verið gagnrýnd fyrir að byggja á mælingum á yfirborðshita sjávar, sem hugsanlega séu ekki nægilegar til að greina veltihringrásarbeltið í heild eða spá fyrir um hegðun þess. Rannsóknin hefur hlotið misjafnar viðtökur vísindamanna, en margir þeirra líta á hana sem staðfestingu á því að ógnin sé bæði vel möguleg og mun nær í tíma en gert hafði verið ráð fyrir, með þeim hætti að ekki sé hægt að hunsa hana. Aðferðafræðin sé gott tæki en niðurstöðurnar ekki óyggjandi. 

Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir í samtali við íslenska fjölmiðla að líklegast væri að veltihringrásin myndi aðeins raskast en ekki stöðvast og að hún færi að líkindum aftur í gang. Hann gerir ráð fyrir staðbundnari og tímabundnari veikingu straumsins og þar með kuldakasti sem gengur yfir. Þannig verði hlýnun í heildina, samkvæmt þeim loftslagslíkunum sem hann hafi skoðað.

Hér má lesa viðbrögð annarra vísindamanna.

Hafstraumar og loftslag eru afar flókin kerfi og þótt rannsakendurnir hafi fulla trú á aðferðafræði sinni er forspáin tölfræðileg líkindi að gefnum tilteknum forsendum.

„Í grunninn er þetta óvíst. Norður-Atlantshafsstraumurinn hefur ekki stöðvast síðan á ísöld, þegar hann stöðvaðist og endurræstist á víxl með nokkurra þúsunda ára millibili [Dansgaard-Oeschger atburðirnir]. Þegar það gerðist varð risastór breyting, um 10 til 15 gráður á einum áratug, samanborið við 1,5 gráður á öld núna. En ísaldarloftslag er mjög frábrugðið hlýju loftslagi okkar tíma,“ segir Peter Ditlevsen í svari til Heimildarinnar.

Fyrir liggur þó eðlisfræðin að baki og mælingar sem sýna strauminn veikjast samhliða hlýnun og bráðnun jökla. Jarðfræðilega er ekki langt síðan Ísland var alþakið jökli. Fyrir 20 þúsund árum er talið að nálega 900 metra þykkur jökull hafi legið yfir Reykjavík og jökulskjöldur, með hábungu á sunnanverðu landinu, náð um 200 kílómetra út fyrir núverandi strendur landsins. Orsakir ísaldar eru hins vegar fleiri og flóknari en hafstraumar einir og sér. Í jarðfræðilegum skilningi er ísöld enn yfirstandandi, þó nú sé hlýskeið. Á þremur milljónum ára yfirstandandi ísaldar er talið að loftslag hafi sveiflast milli kuldaskeiðs og hlýskeiðs 24 sinnum. Síðasta kuldaskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum, en á því skeiði var lofthiti um 10 gráðum lægri en nú.

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Eigum við að flitja aftur til Írlands? Eða....Þar sem spænska er kennd lengur í framhaldsskólum en Danska. Liggur augljóslega fyrir að norður Spánn eða Tene eru hlýrri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár