Ef svokallaður Eldisgarður Samherja á Reykjanesi yrði að veruleika þyrfti full starfsemi hans 30.000 lítra af jarðsjó á sekúndu. Til samanburðar hljóðar leyfi Vatnsveitu Kópavogs og Orkuveitu Reykjavíkur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk upp á 650 sekúndulítra af grunnvatni. Og rennsli Elliðaáa er að jafnaði um 5 rúmmetrar á sekúndu. Vatnstaka Samherja úr borholum á hinu áformaða eldissvæði skammt frá Reykjanesvirkjun myndi því jafnast á við rennsli sex Elliðaáa.
„Það er því ljóst að vatnsvinnsla Samherja fiskeldis verður mjög umfangsmikil þegar fyrirtækið er fullbyggt,“ segir m.a. í nýbirtu áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar. Og þar sem vinnslan yrði svo stórfelld telur stofnunin að ekki eigi að veita fyrirtækinu heimild til byggingu allra áfanga fiskeldisins heldur aðeins þess fyrsta til að byrja með. Vakta þurfi áhrif vatnstökunnar áður en lengra yrði haldið.
Heimildin óskaði eftir viðbrögðum Samherja við áliti Skipulagsstofnunar, m.a. hvort fyrsti áfangi myndi einn og sér standa undir …
Athugasemdir (4)