Ef Íslandsbanki hefði ekki þegið þá sátt sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bauð bankanum, og fól í sér að bankinn greiddi um 1,2 milljarða króna í sekt vegna þeirra lögbrota sem hann framdi þegar hann seldi hluti í sjálfum sér í fyrravor, þá eftirlitið getað lagt á bankann stjórnvaldssekt sem hefði numið 50 til 100 prósent hærri fjárhæð. Það þýðir að Íslandsbanki sparaði sér 600 til um 1.200 milljónir króna með því að þiggja sáttina.
Þetta kemur fram í svari bankans við spurningum hluthafa vegna hluthafafundar sem haldinn verður í næstu viku. Svörin voru á meðal þeirra gagna sem Íslandsbanki birti í dag vegna fundarins.
Áhyggjur af orðsporsáhættu
Þar segir að Íslandsbanka hafi borist frummat fjármálaeftirlitsins um lögbrot sín þann 30. desember 2022. „Bankinn óskaði eftir að ljúka málinu með sátt þann 6. janúar 2023 og byggði sú ósk á því að fjármálaeftirlitið vakti athygli á þeim möguleika í frummatinu og stjórn bankans taldi hagsmunum bankans best borgið með þeim málalokum. Þegar lá fyrir að bankinn hafði gerst brotlegur við lög, sbr. t.d. vanhöld á upptöku og skráningu símtala o.fl. Íslandsbanka gafst frestur til 15. febrúar 2023 til að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum sínum við frummatið. Í reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt, nr. 326/2019, segir að sé máli lokið með sátt við upphaf athugunar máls, geti sektarfjárhæð numið allt að 50% af þeirri fjárhæð sem ætla má að stjórnvaldssekt gæti numið. Sé máli lokið með sátt á síðari stigum getur sektarfjárhæð numið allt að 70% af þeirri fjárhæð sem ætla má að stjórnvaldssekt gæti numið.“
Tillaga eftirlitsins að sátt barst Íslandsbanka svo 9. júní síðastliðinn, þrettán dögum áður en sáttin var gerð opinber. Í svörum Íslandsbanka til hluthafa sinna segir að eftir að bankinn lagði heildstætt mat á stöðuna ákvað stjórn hans að samþykkja sáttina enda þótt sektarfjárhæðin væri talsvert hærri en hún hafði áætlað. „Óumdeilt var að bankinn hafði brotið gegn lögum við framkvæmd útboðsins. Ef bankinn hefði ekki þegið sáttina lá fyrir að Fjármálaeftirlitið hefði lagt á bankann stjórnvaldssekt, sem hefði numið 50-100 prósent hærri fjárhæð en sú sekt sem bankanum var boðið að greiða í sáttinni. Þá hefði tekið við rekstur dómsmáls til ógildingar slíkri ákvörðun sem yrði tímafrekur, kostnaðarsamur og var talið að orðspor bankans myndi líða enn frekar fyrir umfjöllun um dómsmálið óháð endanlegum úrslitum þess. Það var því niðurstaðan að hagfelldast fyrir bankann að gangast undir sáttina og hefja þegar vinnu við úrbætur samkvæmt sáttinni og við að endurvinna traust.”
Fær laun í eitt ár
Þann 22. júní síðastliðinn var greint frá því að Íslandsbanki hefði gengist við því að hafa framið alvarleg brot á lögum og samþykkt að borga næstum 1,2 milljarða króna í sekt.
Málið hefur þegar haft miklar afleiðingar innan bankans, og meðal annars kostað Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri hans frá því síðla árs 2008, starfið. Auk hennar hafi aðrir stjórnendur bankans sem komu að því að selja hluti í Íslandsbanka til 207 fagfjárfesta í lokuðu útboði í mars í fyrra misst starfið.
Stjórn Íslandsbanka boðaði formlega til hluthafafundar fyrir nokkrum vikum. Sá fundur mun fara fram 28. júlí og á dagskrá verður sáttin sem bankinn gerði við fjármálaeftirlitið og viðbrögð Íslandsbanka við henni, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. Þá verður stjórnarkjör á dagskrá en þegar liggur fyrir að þrír stjórnarmenn hafa verið settir af, meðal annars Finnur Árnason sem er stjórnarformaður bankans.
Heimildin greindi frá því fyrr í kvöld að Birna hafi fengið 56,6 milljónir króna í starfslokagreiðslur vegna launa og hlunninda, eða sem nemur launum í tólf mánuði.
Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.
Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
Innherjaviðskipti (Insider trading)
Innherjaviðskipti er orð sem haft um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Wikipedia
Nokkuð ljóst að starfsmenn Íslandsbanka og fleiri höfðu aðgengi að upplýsingum sem ekki voru opinberar... hvort sem þeir nýttu þær sjálfir eða upplýstu kaupendur um þær. Bara vitneskjan um hverjir kaupa... geta keypt osf. eru upplýsingar sem hafa áhrif á markaðsverð.
Hvar eru viðbrögðin ? ( annað sen sýndarmennska )
1.2 milljarði verður velt út í þjónustukostnaði nema FME hafi sett ákvæði um annað... sem í eðli sínu er nær óframkvæmanlegt. Þeir sem eru ábyrgir...hvort sem þeir frömdu brot eða sýndu ekki DD due diligence eða KYC know your customer eða á annan hátt sýndu aðgæsluleysi eru leystir út með rausnarlegum gjöfum enda ekkert í ráðningarsamningum sem kveður á um skillyrðislausa brottvísun ef þeir reynast brotlegir við grundvallaratriðin hvort sem það eru DD og KYC eða aðrar reglur um heilbrigða gegnsæja viðskiftahætti. Og enginn er sviftur starfsheimild í fjármálageiranum í 5 mínútur einu sinni. Og nýi bankastjórinn sá ekkert og heyrði ekkert og er þessvegna hæfur arftaki ????? Klikkun er vægt lýsingarorð.
Á almenningur virkilega að taka þessu þegjandi... að menn brjóti allar reglur... reikningurinn sendur á almenning og svo fá þeir væntanlega cushy djobb seinna sem sárabætur ??? Sem þeir auðvitað fá... gegn því að blaðra ekki væntanlega.
Hvar eru rannsakendurnir.... hvar eru skýringar regluvarðarins ...osf. Hvar er rannsóknin.... eða eru lögbrot ekki lögbrot..... því FME er ekki lögregla né saksóknari.. bara eftirlitsaðili.
Af hverju er þetta mál komið gegnum FME með sýndarsekt... því uppsagnarfrestirnir eru víst meira en 10 % af sektinni og 1.2 milljarður er lág sekt... verulega lág. Og fer hljótt um starfsleysissviftingar eða önnur viðurlög.
En málið ekki komið til rannsóknar hæfra aðila ( og sérstakur er ekki hæfur.. vantar mannskap, þekkingu og peninga ). og fer þangað aldrei... deja vu 2008 nema þá neyddust menn til að finna sér sökudólga... svo ekki þyrfti að lagfæra kerfið.
Við erum djók.