Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Finnur, Ari og Guðrún sett út úr stjórn Íslandsbanka

Finn­ur Árna­son stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­banka er ekki með­al þeirra sem til­nefnd­ir eru í stjórn bank­ans. Það er vara­formað­ur­inn Guð­rún Þor­geirs­dótt­ir ekki held­ur og ekki Ari Daní­els­son, sem keypti í bank­an­um í út­boð­inu í fyrra. Fyrr­ver­andi stjórn­ar­mað­ur í Gamma er með­al þeirra sem til­nefnd eru.

Finnur, Ari og Guðrún sett út úr stjórn Íslandsbanka
Settur af Finnur Árnason stjórnarformaður Íslandsbanka er ekki tilnefndur til stjórnarsetu að nýju. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, er ekki meðal þeirra sem tilnefndir eru í stjórn bankans fyrir hluthafafund sem haldinn verður 28. júlí. Hið sama er að segja um Guðrúnu Þorgeirsdóttur, varaformann stjórnarinnar, og Ara Daníelsson stjórnarmann.

Sjö manns sitja í stjórn Íslandsbanka og tilnefnir Bankasýsla ríkisins þrjá þeirra, auk eins varamanns, en tilnefningarnefnd Íslandsbanka tilnefnir fjóra, auk eins varamanns. Stjórn Bankasýslunnar tilnefnir þau Önnu Þórðardóttur og Agnar Tómas Möller, sem bæði sitja í núverandi stjórn, auk Hauks Arnars Birgissonar. Haukur Örn er lögfræðingur og fyrrverandi samstarfsmaður Agnars, en Haukur Örn sat í stjórn Gamma á árunum 2009 til 2012. Agnar er annar af stofnendum Gamma og starfaði þar á sama tíma sem sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri sjóða.

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka tilnefnir í stjórnina þau Frosta Ólafsson og Valgerði Skúladóttur, sem bæði sitja í núverandi stjórn. Auk þess eru tilnefnd þau Linda Jónsdóttir og Stefán Pétursson sem koma ný inn. Linda er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel en hefur áður starfað fyrir Eimskip, Burðarás og Straum fjárfestingabanka. Þá hefur hún setið í stjórn Viðskiptaráðs og Framtakssjóðs Íslands. Tilnefningarnefnd hefur lagt til að Linda verði kjörin formaður stjórnarinnar.

Stefán er fjármálastjóri lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals ehf. en var áður fjármálastjóri Arion banka í áratug. Hann var stjórnaformaður AFLs sparisjóðs og sat í stjórn Valitors, í stjórn Viðskiptaráðs og er í stjórn ÍL sjóðs, auk annars.

Ari Daníelsson, sem ekki er tilnefndur til áframhaldandi setu í stjórn, var einn þeirra sem keypti hlut í bankanum í útboðinu 22. mars á síðasta ári. Í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna sáttar við Íslandsbanka kemur fram að Ari hafi fengið munnlega undanþágu frá banni við þátttöku í útboðinu þar sem hann sat á fræðslufundi sem haldinn var fyrir nýja stjórnarmenn, eftir að yfirlögfræðingur Íslandsbanka kom inn á fundinn og tilkynnti um að útboðið væri hafið. Undanþágan hafi svo verið staðfest skriflega af regluverði, í tölvupóstsamskiptum að morgni næsta dags. Hún var hins vegar ekki skráð fyrr en tveimur dögum síðar, eftir að útboðið var um garð gengið. Félag í eigu Ara, skráð í Lúxemborg, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboðinu. Ari hafði komið nýr inn í stjórnina nokkrum dögum áður en útboðið fór fram.

Finnur Árnason sagði í viðtali við Heimildina 28. júní síðastliðinn að hann hyggðist gefa áfram kost á sér í stjórn bankans. Finnur kom nýr inn í stjórnina á sama tíma og Ari. Spurður hvort hann bæri ekki ábyrgð á þeim brotum sem framin voru við útboðið svaraði Finnur því til að hann hefði borið formlega ábyrgð á útboðinu en hefði ekki komið að ferlinu þar eð hann hefði bæði verið nýkominn inn í stjórnina og að stjórnin hefði ekki haft aðkomu að söluferlinu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Ég ber að sjálfsögðu formlega ábyrgð“
    = Ég ber bara ábyrgð að nafninu til.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár