Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Finnur, Ari og Guðrún sett út úr stjórn Íslandsbanka

Finn­ur Árna­son stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­banka er ekki með­al þeirra sem til­nefnd­ir eru í stjórn bank­ans. Það er vara­formað­ur­inn Guð­rún Þor­geirs­dótt­ir ekki held­ur og ekki Ari Daní­els­son, sem keypti í bank­an­um í út­boð­inu í fyrra. Fyrr­ver­andi stjórn­ar­mað­ur í Gamma er með­al þeirra sem til­nefnd eru.

Finnur, Ari og Guðrún sett út úr stjórn Íslandsbanka
Settur af Finnur Árnason stjórnarformaður Íslandsbanka er ekki tilnefndur til stjórnarsetu að nýju. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, er ekki meðal þeirra sem tilnefndir eru í stjórn bankans fyrir hluthafafund sem haldinn verður 28. júlí. Hið sama er að segja um Guðrúnu Þorgeirsdóttur, varaformann stjórnarinnar, og Ara Daníelsson stjórnarmann.

Sjö manns sitja í stjórn Íslandsbanka og tilnefnir Bankasýsla ríkisins þrjá þeirra, auk eins varamanns, en tilnefningarnefnd Íslandsbanka tilnefnir fjóra, auk eins varamanns. Stjórn Bankasýslunnar tilnefnir þau Önnu Þórðardóttur og Agnar Tómas Möller, sem bæði sitja í núverandi stjórn, auk Hauks Arnars Birgissonar. Haukur Örn er lögfræðingur og fyrrverandi samstarfsmaður Agnars, en Haukur Örn sat í stjórn Gamma á árunum 2009 til 2012. Agnar er annar af stofnendum Gamma og starfaði þar á sama tíma sem sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri sjóða.

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka tilnefnir í stjórnina þau Frosta Ólafsson og Valgerði Skúladóttur, sem bæði sitja í núverandi stjórn. Auk þess eru tilnefnd þau Linda Jónsdóttir og Stefán Pétursson sem koma ný inn. Linda er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel en hefur áður starfað fyrir Eimskip, Burðarás og Straum fjárfestingabanka. Þá hefur hún setið í stjórn Viðskiptaráðs og Framtakssjóðs Íslands. Tilnefningarnefnd hefur lagt til að Linda verði kjörin formaður stjórnarinnar.

Stefán er fjármálastjóri lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals ehf. en var áður fjármálastjóri Arion banka í áratug. Hann var stjórnaformaður AFLs sparisjóðs og sat í stjórn Valitors, í stjórn Viðskiptaráðs og er í stjórn ÍL sjóðs, auk annars.

Ari Daníelsson, sem ekki er tilnefndur til áframhaldandi setu í stjórn, var einn þeirra sem keypti hlut í bankanum í útboðinu 22. mars á síðasta ári. Í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna sáttar við Íslandsbanka kemur fram að Ari hafi fengið munnlega undanþágu frá banni við þátttöku í útboðinu þar sem hann sat á fræðslufundi sem haldinn var fyrir nýja stjórnarmenn, eftir að yfirlögfræðingur Íslandsbanka kom inn á fundinn og tilkynnti um að útboðið væri hafið. Undanþágan hafi svo verið staðfest skriflega af regluverði, í tölvupóstsamskiptum að morgni næsta dags. Hún var hins vegar ekki skráð fyrr en tveimur dögum síðar, eftir að útboðið var um garð gengið. Félag í eigu Ara, skráð í Lúxemborg, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboðinu. Ari hafði komið nýr inn í stjórnina nokkrum dögum áður en útboðið fór fram.

Finnur Árnason sagði í viðtali við Heimildina 28. júní síðastliðinn að hann hyggðist gefa áfram kost á sér í stjórn bankans. Finnur kom nýr inn í stjórnina á sama tíma og Ari. Spurður hvort hann bæri ekki ábyrgð á þeim brotum sem framin voru við útboðið svaraði Finnur því til að hann hefði borið formlega ábyrgð á útboðinu en hefði ekki komið að ferlinu þar eð hann hefði bæði verið nýkominn inn í stjórnina og að stjórnin hefði ekki haft aðkomu að söluferlinu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Ég ber að sjálfsögðu formlega ábyrgð“
    = Ég ber bara ábyrgð að nafninu til.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár