Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf?“

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, sendi fyr­ir­spurn um starfs­loka­samn­ing for­stjóra Ís­lands­banka en ekki um sölu­þókn­an­ir vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins í bank­an­um, að sögn Þor­bjarg­ar Sig­ríð­ar Gunn­laugs­dótt­ur þing­manns Við­reisn­ar. Hún tel­ur um „mjög skýr­an póli­tísk­an leik“ að ræða.

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf?“
Sumarfrí „Formaður nefndarinnar er þarna að halda því fram að Alþingi sé um megn að senda tölvupóst í sex vikur vegna sumarleyfa,“ segir Þorbjörg. Mynd: Eyþór Árnason

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem situr í fjárlaganefnd, telur áríðandi að upplýsingar um söluþóknanir sem Bankasýsla ríkisins greiddi vegna sölu Íslandsbanka á 22,5% hlut ríkisins í honum komi fram í dagsljósið áður en hluthafafundur í Íslandsbanka fer fram í lok mánaðar.

Það er ekki útlit fyrir að Þorbjörgu verði að ósk sinni. Hún segir formann fjárlaganefndar hafa neitað að senda fyrirspurnina út fyrir hönd nefndarinnar þar sem slík sending krefðist samþykkis á fundi. Þegar Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir slíkum fundi neitaði formaðurinn að boða hann. 

Nefndin er í sumarfríi og sagði formaðurinn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, að einungis ætti að kalla hana saman ef brýna nauðsyn bæri til. Hún taldi ekki að slík nauðsyn væri til staðar. 

Þremur dögum áður en Bjarkey hafnaði ósk Þorbjargar hafði hún reyndar sjálf sent bréf á Bankasýsluna fyrir hönd fjárlaganefndar án þess að kalla nefndina saman. 

„Í bréfinu vísar hún til vilja nefndarmanna en án þess að halda fund og án þess að bera efni bréfsins undir nefndina,“ segir Þorbjörg. 

„Hún er að teikna þarna upp leikskipulag þar sem það gilda einar reglur um meirihlutann og aðrar um minnihlutann um aðgengi að upplýsingum.“

Einblínt á kjör bankastjórans

Í bréfinu óskaði Bjarkey eftir upplýsingum um efni starfslokasamnings Íslandsbanka við fyrrverandi bankastjórann Birnu Einarsdóttur. Þorbjörg telur, eins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, aftur á móti að það nægi ekki að kalla eftir upplýsingum frá bankanum. Það þurfi sömuleiðis að skoða og spyrja um hlutverk ríkisins í söluferlinu á 22,5% hlut ríkisins í bankanum. 

Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og bankinn gengist við að hafa brotið lög í söluferlinu. Hann mun greiða sögulega háa sekt upp á 1,2 milljarða til fjármálaeftirlitsins vegna lögbrotanna.

Þorbjörg telur að það sé mjög skýr pólitískur leikur hjá formanni fjárlaganefndar að óska eftir upplýsingum um bankastjórann en ekki um aðkomu ríkisins að sölunni og klippa þannig á ábyrgð ríkisstjórnarinnar á því sem fór úrskeiðis.

„Ég held að fókusinn á það hver kjör bankastjórans voru stafi eingöngu af því að það sé verið að reyna að beina umræðunni í þá átt að þessi sala á ríkiseign hafi verið einhver gjörningur sem detti af himnum ofan og ríkisstjórnin hafi ekkert um að segja,“ segir Þorbjörg. 

Væri hægt að sjá toppþóknun sem afslátt

Samkvæmt upplýsingum sem Bankasýslan hefur birt opinberlega áttu söluráðgjafarnir sem sáu um útboðið að fá allt að 703 milljónir króna í þóknanir fyrir störf sín. Ekki hefur verið gefið út hversu háa fjárhæð Bankasýslan hefur greitt í söluþóknanir. Þorbjörg vill fá að vita það, skipt niður á söluaðila. Sömuleiðis hefur komið fram að Bankasýslan ætli jafnvel ekki að greiða Íslandsbanka það sem eftir stendur en Þorbjörg vill að Bankasýslan gefi út hvað muni gerast í þeim efnum. 

„Ef bankasýslan færi í það að greiða Íslandsbanka söluþóknunina alveg upp í topp þá má auðvitað alveg sjá það þannig að það sé þá verið að gefa þeim afslátt af sektinni,“ segir Þorbjörg.

Hvers vegna finnst þér skipta svona miklu máli að fá upplýsingar um söluþóknunina fram fyrir hluthafafundinn? 

„Vegna þess að til hans er boðað til þess að gera upp þessa sölu. Bankasýslan er á þessum fundi fulltrúi ríkisins og fulltrúi almennings í leiðinni. Mér finnst skipta máli fyrir almenning að við vitum fyrir þennan hluthafafund hver skilaboð bankasýslunnar verða inn á fundinn til bankans,” segir Þorbjörg og minnist orða Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, um að útboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni. 

„Eru það skilaboðin sem fjármálaráðherra telur að fulltrúar ríkisins eigi að fara með inn á hluthafafundinn?“ spyr Þorbjörg. 

Hún furðar sig á því að Bjarkey geti ekki sent út tölvupóst með fyrirspurn hennar og annarra nefndarmanna úr stjórnarandstöðunni – Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingar og Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata.

„Formaður nefndarinnar er þarna að halda því fram að Alþingi sé um megn að senda tölvupóst í sex vikur vegna sumarleyfa,“ segir Þorbjörg. 

Allt hafi snúist við

Fyrir rúmu ári síðan tilkynnti ríkisstjórnin að hún hygðist leggja Bankasýslu ríkisins niður. Það hefur ekki enn komið til framkvæmda. Nú verður Bankasýslan send inn á hluthafafundinn í Íslandsbanka fyrir hönd ríkisins. 

„Einhvern veginn virðist allt hafa snúist við,“ segir Þorbjörg „Ríkisstjórnarflokkarnir virðast bera traust til Bankasýslunnar og hún virðist líta svo á að allt hafi gengið eins og í sögu.“ 

Smáskammtar af upplýsingum

Bjarkey sagði í samtali við Heimildina fyrr í vikunni að allar upplýsingarnar um söluna myndu koma upp á yfirborðið og að það skipti ekki öllu máli hvort fyrirspurn væri send til Bankasýslunnar frá fjárlaganefnd þegar í stað eða 10. ágúst, þegar sumarleyfi lýkur. 

Þorbjörg telur þessa skýringu ekki standast. 

„Í hvaða samhengi í heiminum er það þannig ef það liggur á einhverju að það sé betra að gera það seinna heldur en fyrr?“ spyr Þorbjörg. 

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf ef það skiptir ekki máli hvenær hlutirnir eiga sér stað? Mér finnst það blasa við að ef það á ekki að óska eftir þeim fyrr en einhverjum vikum eftir hluthafafundinn þá missir það marks.“ 

Og Þorbjörg er óviss um að allt komi í ljós á endanum. 

„Manni líður ekki þannig að allar þessar upplýsingar verði aðgengilegar á endanum því það er verið að skammta það ofan í þingið hvað við megum vita og sjá,” segir Þorbjörg sem telur þingið einungis vera að fá smáskammta af upplýsingum. 

„Sem manni finnst hafa með það að gera að heildarmyndin eigi helst ekki að teiknast upp og þá bara í mjög litlum bútum.“

Ekki náðist í formann fjárlaganefndar við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
70
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þetta kallast "íslensk menning". Ísland er yndislegt land :-)
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Með því að leggja alla áherslu á starfslokasamninga yfirmanna Íslandsbanka er verið að draga athyglina frá því sem fór úrskeiðis við söluna og ríkisstjórnin ber ábyrgð á.
    Starfslokasamningar eru byggðir á ráðningarsamningum og hafa því ekkert með söluna á hlut Íslandsbanka að gera.
    8
    • HR
      Hilmar Ragnarsson skrifaði
      Sumir stíga til hliðar, segja upp með öðrum orðum, til að forðast uppsögn eða brottrekstur vegna embættisafglapa. Ólíklegt að ráðningarsamningur nái yfir slíkt.
      1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    VG sýnir enn að þau eru kominn á einhvern stað sem þau sjálf virðast ekki vita hvernig á að komst í burtu ? Er ekki best að hætta þessu ríkisstjórnarsamstarfi ? Lýgin og ómerkilegheitin verða ekkert ómerkilegri hjá VG liðum.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár