Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum

Frétt­ir af eld­gos­inu sem hófst á mánu­dag hafa ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar í vik­unni. Fyr­ir Stöð 2 stend­ur frétta­mað­ur­inn Kristján Már Unn­ars­son ham­fara­vakt­ina og birt­ist áhorf­end­um, oft­ar en ekki íklædd­ur gulu vesti á vett­vangi, með nýj­ustu tíð­indi af hraun­flæði og gasmeng­un. Hann sagði Heim­ild­inni allt af létta um starf frétta­manns í eld­gosa­tíð.

Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum
KMU Fréttahaukurinn Kristján Már Unnarsson var mættur á vettvang á undan flestum öðrum á mánudag, er gos hófst við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot/Vísir

Athygli vakti hve fljótt Kristján Már Unnarsson og tökumaður Stöðvar 2 voru komnir að gosstöðvunum eftir að eldgos hófst í vikunni. Myndbrot af Kristjáni, að benda á að sjálf Landhelgisgæslan hefði verið um tuttugu mínútum á eftir fréttateyminu á staðinn, hefur vakið nokkra kátínu meðal netverja. 

Hann segir að dagana í aðdraganda gossins hafi verið rætt hvernig fréttastofan ætlaði að bregðast við og menn hafi séð að það væri ef til vill gott að hafa aðgang að þyrlu. „Það kom sér svo sannarlega vel. Við hefðum ekki getað komið þessu í kvöldfréttirnar almennilega nema af því að við vorum búin að ræða við þá hjá Norðurflugi um að við fengjum að fara með fyrstu þyrlu. Það var mikil heppni,“ segir Kristján Már og bætir því við að þeir hafi komist í loftið og á staðinn áður en tilkynning barst um að búið væri að loka fyrir flugumferð um svæðið. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár