Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum

Frétt­ir af eld­gos­inu sem hófst á mánu­dag hafa ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar í vik­unni. Fyr­ir Stöð 2 stend­ur frétta­mað­ur­inn Kristján Már Unn­ars­son ham­fara­vakt­ina og birt­ist áhorf­end­um, oft­ar en ekki íklædd­ur gulu vesti á vett­vangi, með nýj­ustu tíð­indi af hraun­flæði og gasmeng­un. Hann sagði Heim­ild­inni allt af létta um starf frétta­manns í eld­gosa­tíð.

Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum
KMU Fréttahaukurinn Kristján Már Unnarsson var mættur á vettvang á undan flestum öðrum á mánudag, er gos hófst við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot/Vísir

Athygli vakti hve fljótt Kristján Már Unnarsson og tökumaður Stöðvar 2 voru komnir að gosstöðvunum eftir að eldgos hófst í vikunni. Myndbrot af Kristjáni, að benda á að sjálf Landhelgisgæslan hefði verið um tuttugu mínútum á eftir fréttateyminu á staðinn, hefur vakið nokkra kátínu meðal netverja. 

Hann segir að dagana í aðdraganda gossins hafi verið rætt hvernig fréttastofan ætlaði að bregðast við og menn hafi séð að það væri ef til vill gott að hafa aðgang að þyrlu. „Það kom sér svo sannarlega vel. Við hefðum ekki getað komið þessu í kvöldfréttirnar almennilega nema af því að við vorum búin að ræða við þá hjá Norðurflugi um að við fengjum að fara með fyrstu þyrlu. Það var mikil heppni,“ segir Kristján Már og bætir því við að þeir hafi komist í loftið og á staðinn áður en tilkynning barst um að búið væri að loka fyrir flugumferð um svæðið. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár