Athygli vakti hve fljótt Kristján Már Unnarsson og tökumaður Stöðvar 2 voru komnir að gosstöðvunum eftir að eldgos hófst í vikunni. Myndbrot af Kristjáni, að benda á að sjálf Landhelgisgæslan hefði verið um tuttugu mínútum á eftir fréttateyminu á staðinn, hefur vakið nokkra kátínu meðal netverja.
Hann segir að dagana í aðdraganda gossins hafi verið rætt hvernig fréttastofan ætlaði að bregðast við og menn hafi séð að það væri ef til vill gott að hafa aðgang að þyrlu. „Það kom sér svo sannarlega vel. Við hefðum ekki getað komið þessu í kvöldfréttirnar almennilega nema af því að við vorum búin að ræða við þá hjá Norðurflugi um að við fengjum að fara með fyrstu þyrlu. Það var mikil heppni,“ segir Kristján Már og bætir því við að þeir hafi komist í loftið og á staðinn áður en tilkynning barst um að búið væri að loka fyrir flugumferð um svæðið. …
Athugasemdir