Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum

Frétt­ir af eld­gos­inu sem hófst á mánu­dag hafa ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar í vik­unni. Fyr­ir Stöð 2 stend­ur frétta­mað­ur­inn Kristján Már Unn­ars­son ham­fara­vakt­ina og birt­ist áhorf­end­um, oft­ar en ekki íklædd­ur gulu vesti á vett­vangi, með nýj­ustu tíð­indi af hraun­flæði og gasmeng­un. Hann sagði Heim­ild­inni allt af létta um starf frétta­manns í eld­gosa­tíð.

Vill að unga fólkið taki við keflinu í hamfarafréttunum
KMU Fréttahaukurinn Kristján Már Unnarsson var mættur á vettvang á undan flestum öðrum á mánudag, er gos hófst við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot/Vísir

Athygli vakti hve fljótt Kristján Már Unnarsson og tökumaður Stöðvar 2 voru komnir að gosstöðvunum eftir að eldgos hófst í vikunni. Myndbrot af Kristjáni, að benda á að sjálf Landhelgisgæslan hefði verið um tuttugu mínútum á eftir fréttateyminu á staðinn, hefur vakið nokkra kátínu meðal netverja. 

Hann segir að dagana í aðdraganda gossins hafi verið rætt hvernig fréttastofan ætlaði að bregðast við og menn hafi séð að það væri ef til vill gott að hafa aðgang að þyrlu. „Það kom sér svo sannarlega vel. Við hefðum ekki getað komið þessu í kvöldfréttirnar almennilega nema af því að við vorum búin að ræða við þá hjá Norðurflugi um að við fengjum að fara með fyrstu þyrlu. Það var mikil heppni,“ segir Kristján Már og bætir því við að þeir hafi komist í loftið og á staðinn áður en tilkynning barst um að búið væri að loka fyrir flugumferð um svæðið. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár