Verulegur skortur“ var á því að Lindarhvoll, Seðlabanki Íslands og slitabú bankanna sem féllu í efnahagshruninu veittu Sigurði Þórðarsyni, fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda „nauðsynlegar upplýsingar“ sem hann þurfti til að sinna skoðun sinni.
Þetta kemur fram í bréfi sem Sigurður sendi ríkissaksóknara í lok júní og Heimildin hefur undir höndum.
Hlutverk Lindarhvols var að halda utan um og koma í verð eignum sem fengust frá slitabúum föllnu bankanna eftir hrun. Sigurður fékk það hlutverk að endurskoða og hafa eftirlit með framkvæmd samnings ríkisins við Lindarhvol um það.
Hann var leystur frá embætti setts ríkisendurskoðanda fyrir tæpum fimm árum síðan.
„Samhliða því að ég lauk störfum tók ég saman greinargerð um stöðu verksins og vakti sérstaka athygli á tilteknum atriðum, sem ég hafði ekki, þrátt fyrir beiðnir þar um, fengið upplýsingar og svör við,“ skrifar Sigurður.
„Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi …
Greinilegt er að Sigurður hafði hvergi uppi neina dóma sem er auðvitað skiljanlegt. En víða er sagt frá stirðbusahætti þeirra sem áttu að vinna hlutina með algjörlega gegnsæjum hætti.
Af reynslu þjóðarinnar af þögguðum hundakúnstum ráðandi afla í gegnum tíðina sem urðu svo sannarlega ljós við hrunið hefði maðu haldið að þessir karlar hefðu vandað sig. Það virðist ljóst enn einu sinni hvernig viðskiptahættir og pólitík fara saman.
Það er auðvitað mikilvægt að t.d. saksóknari rannsaki þessa greinargerð og jafnvel aðrir sem gætu verið óhultir af hagsmunagæslu fjármaálaflana og af gömlu valdaflokkunum.
Saksóknari tilheyrir kerfinu... svo hann á að rannsaka yfirmenn sína ??? Í alvöru Æi.