Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka átti á haustþingi 2022 að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um spilakassa með það í huga að takmarka reiðufjárnotkun og innleiða spilakort. Ástæðan var að takmarka nafnleysi spilara og koma í veg fyrir „falska vinninga“, eða peningaþvætti í gegn um spilakassa.
Innleiðingin er sögð í forgangi vegna „mikillar áhættu.“ Þetta frumvarp hefur hins vegar ekki litið dagsins ljós. Samkvæmt fyrri aðgerðaáætlun átti að leggja frumvarpið fram haustið 2020.
Nafnlausir spilarar í spilakössum hérlendis geta búið til „falska vinninga“ með því að hlaða tugi þúsunda í kassana í einu og í stað þess að spila fyrir allt féð þá prenta þeir einfaldlega út vinningsmiða. Hann er síðan hægt að innleysa og fá fjárhæðina sem um ræðir millifærða inn á reikning vinningshafa. Þar með er búin til lögmæt slóð fjármuna.
Eða hvað skyldi þessum „siðblindingjum“ þykja við hæfi?