Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók ákvörð­un um að for­gangsr­aða at­hug­un sinni á að­komu Ís­lands­banka að hluta­bréfa­út­boð­inu í bank­an­um sjálf­um í fyrra, sem nú er lok­ið með sátt. Hins veg­ar er þátt­ur annarra fyr­ir­tækja sem komu að út­boð­inu enn til skoð­un­ar og reikna má með að nokk­uð sé í að nið­ur­staða fá­ist, mið­að við að Lands­bank­inn seg­ist enn hafa frest frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu til að skila þang­að gögn­um.

Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins
Fjármálaeftirlit Fulltrúar Seðlabankans á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þingsins í gær, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er áfram að skoða þátt annarra fjármálafyrirtækja en Íslandsbanka í útboðinu á 22,5 prósent hlut í bankanum, sem fram fór í fyrra. „Þær athuganir eru enn í gangi,“ segir Seðlabankinn í skriflegu svari til Heimildarinnar, en fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig nánar um þær athuganir á meðan þær standa yfir.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar ákvað fjármálaeftirlitið að forgangsraða vinnu sinni við skoðun á hlut Íslandsbanka við útboðið og vart þarf að taka fram að sú athugun endaði með því að Íslandsbanki undirgekkst sátt, játaði „alvarleg lögbrot“ og samþykkti að greiða nærri 1,2 milljarða króna í ríkissjóð.

Heimildin hefur óskað eftir svörum frá hinum fjármálafyrirtækjunum sem koma að útboðinu um það hvort þau hafi verið í samskiptum við fjármálaeftirlitið vegna athugana þess og sömuleiðis, hvort þau hafi fengið einhver skilaboð frá fjármálaeftirlitinu þess efnis að athugunum sem snúa að fyrirtækjunum sé lokið. 

Innlendu fyrirtækin fjögur sem ráðin voru til að starfa við útboðið, auk Íslandsbanka, voru Fossar markaðir, sem voru söluráðgjafar, auk ACRO-verðbréfa, Íslenskra verðbréfa og Landsbankans, sem fóru með hlutverk söluaðila. 

Landsbankinn búinn að afhenda gögn og á eftir að afhenda meira

Landsbankinn er eina fyrirtækið af þessum fjórum sem brugðist hefur við fyrirspurnum Heimildarinnar, sem sendar voru á þriðjudag. 

Í svari frá bankanum, við þeirri spurningu hvort fjármálaeftirlitið hafi leitað til bankans vegna athugana þess á útboðinu, segir að bankinn hafi fengið beiðnir frá fjármálaeftirlitinu um tiltekin gögn um framkvæmd útboðsins.

Bankinn segir að gögn hafi bæði verið afhent nú þegar og að frekari gögn verði sömuleiðis afhent innan tilskilinna tímafresta sem fjármálaeftirlitið hafi sett.

Hin fyrirtækin þrjú hafa ekki brugðist við fyrirspurnum Heimildarinnar um samskipti þeirra við fjármálaeftirlitið undanfarna mánuði, en fyrirspurnirnar voru helst sett fram til þess að reyna að fá fram upplýsingar um það á hvaða stigi athugun fjármálaeftirlitisins stendur. 

Fossar sögðust engar reglur hafa brotið

Í apríl í fyrra fjallaði Stundin um gagnrýni sem Bankasýsla ríkisins hafði sett fram á hendur fyrirtækjunum sem komu að því að selja hlutabréfin í útboðinu, en í gagnrýni stofnunarinnar kom meðal annars fram að vafi væri á því hvort kröfum um hæfi fjárfesta hefði verið fylgt í útboðinu og að upp hefðu komið mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila vegna þess að starfsmenn fyrirtækjanna keyptu hlutabréf í útboðinu. 

Það hefur nú verið skjalfest og staðfest í tilfelli Íslandsbanka, en eftir standa fjögur fjármálafyrirtæki og þáttur þeirra í útboðinu, sem söluráðgjafi og söluaðilar.

Landsbankinn sagði í svari við fyrirspurn Stundarinnar í fyrra að bankinn ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið á meðan athugunin stæði yfir og Fossar sögðu þá að vinna þess hefði verið í fullu samræmi við reglur og uppleggi og kröfum Bankasýslu ríkisins. 

„Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila innri reglur okkar það ekki,“ sagði Haraldur Þórðarson forsvarsmaður Fossa í svari til Stundarinnar í fyrra.

Hins vegar svöruðu forsvarsmenn ACRO-verðbréfa og Íslenskra verðbréfa ekki spurningum Stundarinnar um gagnrýni Bankasýslunnar í fyrra og hið sama er uppi á teningnum nú, fyrirtækin hafa ekki svarað spurningum Heimildarinnar um samskipti sín við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Fátt um svör frá erlendum umsjónaraðilum

Heimildin sendi einnig spurningar til fulltrúa bankanna JP Morgan og Citigroup, sem ásamt Íslandsbanka voru umsjónaraðilar útboðsins í fyrra.

Spurningarnar lutu meðal annars að því hvort bankarnir hefðu verið í einhverjum samskiptum við fjármálaeftirlitið hér á landi vegna eftirmála útboðsins og hvort fulltrúar þessara fyrirtækja hefðu orðið varir við einhverja óvenjulega starfshætti af hálfu Íslandsbanka eða annarra innlendra fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu.

Í svari sem barst Heimildinni frá samskiptafulltrúa JP Morgan í Lundúnum segir að bankinn hafni því að tjá sig nokkuð um málið. Frá Citigroup hefur hins vegar ekkert svar borist við fyrirspurn Heimildarinnar.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
10
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár