Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók ákvörð­un um að for­gangsr­aða at­hug­un sinni á að­komu Ís­lands­banka að hluta­bréfa­út­boð­inu í bank­an­um sjálf­um í fyrra, sem nú er lok­ið með sátt. Hins veg­ar er þátt­ur annarra fyr­ir­tækja sem komu að út­boð­inu enn til skoð­un­ar og reikna má með að nokk­uð sé í að nið­ur­staða fá­ist, mið­að við að Lands­bank­inn seg­ist enn hafa frest frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu til að skila þang­að gögn­um.

Fjármálaeftirlitið áfram að athuga aðra anga útboðsins
Fjármálaeftirlit Fulltrúar Seðlabankans á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þingsins í gær, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er áfram að skoða þátt annarra fjármálafyrirtækja en Íslandsbanka í útboðinu á 22,5 prósent hlut í bankanum, sem fram fór í fyrra. „Þær athuganir eru enn í gangi,“ segir Seðlabankinn í skriflegu svari til Heimildarinnar, en fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig nánar um þær athuganir á meðan þær standa yfir.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar ákvað fjármálaeftirlitið að forgangsraða vinnu sinni við skoðun á hlut Íslandsbanka við útboðið og vart þarf að taka fram að sú athugun endaði með því að Íslandsbanki undirgekkst sátt, játaði „alvarleg lögbrot“ og samþykkti að greiða nærri 1,2 milljarða króna í ríkissjóð.

Heimildin hefur óskað eftir svörum frá hinum fjármálafyrirtækjunum sem koma að útboðinu um það hvort þau hafi verið í samskiptum við fjármálaeftirlitið vegna athugana þess og sömuleiðis, hvort þau hafi fengið einhver skilaboð frá fjármálaeftirlitinu þess efnis að athugunum sem snúa að fyrirtækjunum sé lokið. 

Innlendu fyrirtækin fjögur sem ráðin voru til að starfa við útboðið, auk Íslandsbanka, voru Fossar markaðir, sem voru söluráðgjafar, auk ACRO-verðbréfa, Íslenskra verðbréfa og Landsbankans, sem fóru með hlutverk söluaðila. 

Landsbankinn búinn að afhenda gögn og á eftir að afhenda meira

Landsbankinn er eina fyrirtækið af þessum fjórum sem brugðist hefur við fyrirspurnum Heimildarinnar, sem sendar voru á þriðjudag. 

Í svari frá bankanum, við þeirri spurningu hvort fjármálaeftirlitið hafi leitað til bankans vegna athugana þess á útboðinu, segir að bankinn hafi fengið beiðnir frá fjármálaeftirlitinu um tiltekin gögn um framkvæmd útboðsins.

Bankinn segir að gögn hafi bæði verið afhent nú þegar og að frekari gögn verði sömuleiðis afhent innan tilskilinna tímafresta sem fjármálaeftirlitið hafi sett.

Hin fyrirtækin þrjú hafa ekki brugðist við fyrirspurnum Heimildarinnar um samskipti þeirra við fjármálaeftirlitið undanfarna mánuði, en fyrirspurnirnar voru helst sett fram til þess að reyna að fá fram upplýsingar um það á hvaða stigi athugun fjármálaeftirlitisins stendur. 

Fossar sögðust engar reglur hafa brotið

Í apríl í fyrra fjallaði Stundin um gagnrýni sem Bankasýsla ríkisins hafði sett fram á hendur fyrirtækjunum sem komu að því að selja hlutabréfin í útboðinu, en í gagnrýni stofnunarinnar kom meðal annars fram að vafi væri á því hvort kröfum um hæfi fjárfesta hefði verið fylgt í útboðinu og að upp hefðu komið mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila vegna þess að starfsmenn fyrirtækjanna keyptu hlutabréf í útboðinu. 

Það hefur nú verið skjalfest og staðfest í tilfelli Íslandsbanka, en eftir standa fjögur fjármálafyrirtæki og þáttur þeirra í útboðinu, sem söluráðgjafi og söluaðilar.

Landsbankinn sagði í svari við fyrirspurn Stundarinnar í fyrra að bankinn ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið á meðan athugunin stæði yfir og Fossar sögðu þá að vinna þess hefði verið í fullu samræmi við reglur og uppleggi og kröfum Bankasýslu ríkisins. 

„Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila innri reglur okkar það ekki,“ sagði Haraldur Þórðarson forsvarsmaður Fossa í svari til Stundarinnar í fyrra.

Hins vegar svöruðu forsvarsmenn ACRO-verðbréfa og Íslenskra verðbréfa ekki spurningum Stundarinnar um gagnrýni Bankasýslunnar í fyrra og hið sama er uppi á teningnum nú, fyrirtækin hafa ekki svarað spurningum Heimildarinnar um samskipti sín við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Fátt um svör frá erlendum umsjónaraðilum

Heimildin sendi einnig spurningar til fulltrúa bankanna JP Morgan og Citigroup, sem ásamt Íslandsbanka voru umsjónaraðilar útboðsins í fyrra.

Spurningarnar lutu meðal annars að því hvort bankarnir hefðu verið í einhverjum samskiptum við fjármálaeftirlitið hér á landi vegna eftirmála útboðsins og hvort fulltrúar þessara fyrirtækja hefðu orðið varir við einhverja óvenjulega starfshætti af hálfu Íslandsbanka eða annarra innlendra fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu.

Í svari sem barst Heimildinni frá samskiptafulltrúa JP Morgan í Lundúnum segir að bankinn hafni því að tjá sig nokkuð um málið. Frá Citigroup hefur hins vegar ekkert svar borist við fyrirspurn Heimildarinnar.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár