Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?

Þvert of­an í það sem marg­ir halda hafði þýski her­inn hvorki yf­ir­burði í mannafla né tækja­bún­aði ár­ið 1940. Sig­ur Þjóð­verja við Sed­an og þar með fall Frakk­lands var alls ekki óhjá­kvæmi­leg­ur.

84 ár í dag frá orrustunni við Sedan: Réðust örlög stríðsins á þessum degi?
Þýsk vígtól á leið niður úr Ardennafjöllum. Frönsku hershöfðingjarnir drógu lappirnar í ráðaleysi þegar Þjóðverjar létu til skarar skríða.

Í dag, 13. maí, eru rétt 84 ár frá því örlög réðust í einni afdrifaríkustu orrustu síðari heimsstyrjaldar, orrustunni við Sedan í Frakklandi. Hún var hluti af árás þýska hersins í vesturátt og endaði með algjörum sigri Þjóðverja.

Nú munu ýmsir hvá yfir því að þessi orrusta verðskuldi orðalagið „ein afdrifaríkasta orrusta seinni heimsstyrjaldar“. Sjaldan er fjölyrt um þessa orrustu í sögu styrjaldarinnar og hún var reyndar ekki sérlega blóðug, miðað við ýmis önnur hrannvíg í heimsstyrjöldinni. 

Fimm þúsund manns féllu eða særðust úr hvoru liði.

En hví skipti þessi orrusta þá svo miklu máli?

Í maí 1940 hafði stríð Breta og Frakka við Þjóðverja staðið í níu mánuði en á vígstöðvunum á landi hafði í raun fátt gerst.

Það „geisaði“ hið svokallaða „þykjustustríð“.

Frakkar áttu mjög öflugan og fjölmennan her. Í raun stóð hann þýska hernum vel á sporði hvað mannskap og tækjabúnað varðar, nema helst í lofti. Það átti þó eftir að há Frökkunum mjög illilega hve varnarsinnaðir og bölsýnir herforingjar þeirra voru. Þeim virtist fyrirmunað að bregðast hratt við, hvað þá af dirfsku.

Allir vissu hins vegar að Þjóðverjar myndu fyrr eða síðar gera árás í vestur. Frakkar létu sig hafa að bíða bara eftir þeirra árás.

Og flestir þóttust líka vita að árás Hitlers myndi í stórum dráttum fylgja forskrift keisarahersins úr fyrri heimsstyrjöld með mikilli árás gegnum Belgíu til þess að sneiða hjá varnarvirkjum Frakka á landamærum þeirra að Þýskalandi.

En Þjóðverjar höfðu lært sína lexíu af óförum fyrri heimsstyrjaldar þegar Frökkum tókst að stöðva árásina og síðan tóku við hjaðningavíg í skotgröfum í fjögur ár samfleytt.

Þjóðverjar réðust nú vissulega inn í Belgíu með miklu liði þann 10. maí og tóku þá reyndar Holland eins og í leiðinni. En þýska innrásarhernum í Belgíu var í raun ekki ætlað að stefna beint suður til Frakklands. Tilgangur hans var vissulega að ná svæðum í Belgíu en þó fyrst og fremst að lokka franskt og breskt herlið norður á bóginn meðan mestur hluti innrásarliðsins fór um Ardennajöll í Luxemburg og stefndi síðan beint til Sedan.

Fjöllin þau eru ekki há en þau eru nokkuð brött og skógi vaxin og vegakerfið um þau var í þá daga afar snautlegt, sums staðar varla nema mjóir troðningar. Það hafði hreinlega ekki hvarflað að Frökkum að Þjóðverjar myndu í alvöru senda meginher sinn um þessa fjallvegi og því voru varnir þar afar takmarkaðar. 

Og það var að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að Þjóðverjar höfðu afráðið að fara þessa leið. 

Fyrstu dægrin eftir að innrásin hófst virtist allt fara eftir gömlum forskriftum. Þýski herinn í Belgíu stefndi í átt til Brussel en franski herinn axlaði sín skinn og lagði af stað norður þangað að hrekja hann brott. Frakkar fréttu náttúrlega brátt að furðu mikið þýskt lið virtist vera að brjótast um fjallvegina í Ardennafjöllum, en þeim þótti svo ótrúlegt að þar gæti verið um mikilvæga hernaðaraðgerð að ræða að þeir brugðust bæði seint og illa við.

Það var vissulega enginn leikur fyrir Þjóðverja að komast þar um. Í nokkur dægur var í fjöllunum „mesta umferðaröngþveiti í heimi“ að sögn Þjóðverja sjálfra. Þeir vissu vel að öflugar loftárásir Frakka á skriðdrekalestirnar og fótgönguliðssveitirnar í fjöllunum hefðu getað endað með algerum ósköpum fyrir innrásarliðið. En Frakkar virtust alveg glórulausir og kunnu ekkert að bregðast við þessum óvæntum tíðindum.

Þann 12. maí fóru þýsku hersveitinar að streyma niður úr Ardennafjöllum og beint til Sedan við ána Meuse. Það var lykilatriði fyrir innrásaráætlanir Þjóðverja að ná borginni og helst brúm yfir ána ósködduðum — en reyndar höfðu þeir meðferðis tæki og tól til að hrófla upp sínum eigin brúm í snatri.

Enn voru Frakkar illa undirbúnir og við Sedan voru litlar varnir. Nokkuð öflugt varnarlið var hins vegar staðsett beggja megin við borgina og ef það hefði brugðist hratt og örugglega við hefði vel getað farið svo að árás Þjóðverja hefði verið hrundið. Og þá hefði tími gefist til að kalla á meira lið til að stöðva ferðir þýska liðsins ofan úr fjöllunum.

13. maí 1940 var dagurinn sem þetta hefði átt að gerast.

Og ef Þjóðverjar hefðu verið reknir aftur frá Sedan eða Frökkum altént tekist að stöðva flutninga þeirra á liði sínu yfir ána, þá er sennilegt að heimsstyrjöldin hefði tekið allt aðra stefnu.

Ef Þjóðverjar hefðu ekki náð Frakklandi sumarið 1940 heldur stríðið þar endað í einhvers konar pattstöðu líkt og 1914, þá er til dæmis mjög ólíklegt að þeir hefðu lagt í árás á Sovétríkin 1941.

En Frakkar gripu ekki gæsina í Ardennafjöllum og ekki við Sedan.

Mikil er þeirra sök.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár