Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eftirlitskerfið virkar ekki þegar brotið er framið

Þrátt fyr­ir að Ís­lands­banka hafi tek­ist að fremja al­var­leg lög­brot við sölu á al­manna­eign hafa ráða­menn sagt eft­ir­lit með bönk­un­um virka vel. Stjórn­ar­formað­ur Banka­sýslu rík­is­ins er sam­mála því, en við­ur­kenn­ir að það virki ekki ná­kvæm­lega á þeim tíma­punkti sem brot eru fram­in.

Það er nú oft þannig að eftirlitskerfið virkar ekki nákvæmlega á tímapunktinum þegar eitthvað brot er framið,“ segir Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. 

Lárus kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr í dag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar. Var þar til umræðu svört skýrsla Fjármálaeftirlitsins (FME) um útboð Íslandsbanka á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 

Þar eru útlistuð alvarleg lögbrot af hálfu bankans. Lárus segir samt sem áður að eftirlitskerfið með bönkum virki vel og að virkt eftirlit muni verða til þess að þær fari eftir þeim lögum og reglum sem til eru staðar. 

„Þá auðvitað sitjum við eftir með sárt ennið

Bankasýslan kom að útboðinu ásamt Íslandsbanka en í skýrslu FME kemur fram að bankinn hafi blekkt Bankasýsluna og veitt henni villandi upplýsingar 

Á að vera hægt að blekkja ykkur? Eigið þið ekki að geta séð í gegnum svoleiðis? 

Ef þú býrð yfir upplýsingum sem þú átt að hafa vegna þess hlutverks sem þú gegnir í ferlinu og þú lætur þær ekki af hendi þá er voðalega erfitt fyrir þann sem heyrir ekki af því að reyna að átta sig á því. Þetta eru upplýsingar sem þessi aðili átti að afla til þess að upplýsa okkur og ef það er ekki gert þá auðvitað sitjum við eftir með sárt ennið. 

Sjá má viðtalið við Lárus í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Það er með ólíkendum að eftirlitið sitji eftir með sárt ennið þegar lögbrot eru framin. Getur það verið að gleymst hafi að setja refsiákvæði í lögin?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Getur verið að Bjarni hafi ætlast til þess að þeir ættu ekki að athafast neitt?
    Þetta mál og önnur eru mjög svört og ótrúlegt hvað stjórnendur samfélagsins eru meðvirkir.
    Er ekki löngu komið að þolmörkum hjá hugsandi réttsýnum samfélagsþegnum?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár