Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efast um að Íslandsbankaskýrslan hefði birst fyrir hrun

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að skýrsla á við þá sem Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands gaf út í gær hefði ekki lit­ið dags­ins ljós fyr­ir efna­hags­hrun­ið ár­ið 2008.

Mér er það til efs að hún hefði litið dagsins ljós á árunum fyrir hrun, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skýrslu sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í gær vegna lögbrota Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 

Katrín bendir á að regluverkið á fjármálamörkuðum sé gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun. 

Ég tel að að einhverju leyti sýni þessi ferill að við höfum staðið okkur vel, margar ríkisstjórnir frá hruni, í að byggja upp þetta regluverk, segir Katrín sem viðurkennir þó að það séu mikil vonbrigði að sjá reglurnar brotnar. 

Hún segir skýrsluna mikilvægan þátt í uppgjörinu vegna sölunnar. Ríkið á enn um 40% í bankanum og sagði fjármálaráðherra í samtali við Heimildina fyrr í dag að mikilvægt væri að hætta ekki við áform um að losa um þann eignarhlut ríkisins. 

Katrín segir Vinstri græn sammála því að selja megi frekari hlut í bankanum. 

En það verður þá með breyttu fyrirkomulagi og þetta má ekki endurtaka sig, segir Katrín. 

Spyr að leikslokum í fylgismálum

Ríkisstjórnarflokkarnir mældust samanlagt með 34,2 prósent fylgi í könnun Maskínu sem birt var í morgun: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 18,5 prósent, Framsóknarflokkur með 8,8 prósent og Vinstri græn slétt 7 prósent.

Katrín telur að þrálát verðbólga og vaxtahækkanir hafi sitt að segja um lágt fylgi.

En ég er líka mjög sannfærð um það að mín hreyfing er að skila þeim verkum sem við ætluðum okkur að gera þannig að eins og allir stjórnmálamenn segja: Við spyrjum að leikslokum í þessu eins og öðru.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Katrín er hálfvolg í þessu sem fleiru. Eftir því er tekið, að Vg styður ekki, að Íslandsbakamálið verði rannsakað ofan í kjölinn.
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Skýrslan hefði birst og Katrín veit það. En núna er eftirlitið ekki sjálfstætt, skattrannsoknir dauðar og Katrín styður villta vestrið. Þetta var einfaldlega of gróft brot til að hunsa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár