Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórnarmaður í Íslandsbanka fékk munnlega undanþágu til að kaupa

Nýr stjórn­ar­mað­ur í Ís­lands­banka var á fræðslufundi fyr­ir slíka þeg­ar yf­ir­lög­fræð­ing­ur bank­ans kom inn á hann og upp­lýsti um að lok­að út­boð á hlut­um rík­is­ins í bank­an­um væri haf­ið. Við­kom­andi spurði hvort hann mætti ekki taka þátt og fékk munn­lega heim­ild til þess sam­stund­is frá reglu­verði. Eng­in skrif­leg gögn eru til um þetta.

Stjórnarmaður í Íslandsbanka fékk munnlega undanþágu til að kaupa
Var glænýr Ari Daníelsson var nýsestur í stjórn Íslandsbanka og var á fræðslufundi fyrir nýja stjórnarmenn þegar hann óskaði eftir því að fá að taka þátt í lokaða útboðinu. Mynd: Íslandsbanki

Engin skrifleg gögn né jákvætt svar regluvarðar eru til um beiðni Ara Daníelssonar, stjórnarmanns í Íslandsbanka, um undanþágu frá banni við þátttöku í lokuðu útboði á hlutum íslenska ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram 22. mars í fyrra. Félag í eigu Ara, sem skráð er í Lúxemborg, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboðinu, en hann hafði komið inn í stjórn Íslandsbanka nokkrum dögum áður en útboðið fór fram. 

Í sáttarskýrslu Fjármálaeftirlitsins Seðlabanka Íslands, sem birt var í dag og útlistar lögbrot bankans við sölu á hlutum í sjálfum sér, kemur fram að Ari hafi fengið undanþáguna munnlega á fræðslufundi sem haldinn var fyrir nýja stjórnarmenn, eftir að yfirlögfræðingur Íslandsbanka kom inn á fundinn og tilkynnti um að útboðið væri hafið. Undanþágan hafi svo verið staðfest skriflega af regluverði, í tölvupóstsamskiptum að morgni næsta dags. Hún var hins vegar ekki skráð fyrr en tveimur dögum síðar, eftir að útboðið var um garð gengið. 

Þar segir orðrétt: „Þegar útboðið hófst kl. 16:11 hafi staðið yfir fræðsla regluvarðar fyrir nýja stjórnarmenn. Á fræðslufundinum voru regluvörður, stjórnarformaður, umræddur stjórnarmaður og varamaður í stjórn. Yfirlögfræðingur málsaðila kom inn á fræðslufundinn til að upplýsa um að útboðið væri hafið. Varpaði umræddur stjórnarmaður m.a. fram þeirri spurningu hvort hann mætti sem stjórnarmaður taka þátt í útboðinu þó svo að lokað tímabil stæði yfir hjá málsaðila.“

Regluvörður hafi metið það sem svo að þar sem engar innherjaupplýsingar hefðu legið fyrir á þessum tíma væri hægt að beita undanþáguákvæði 5. kafla reglnanna enda slíkt ekki í ósamræmi við lög og reglur. „Reglugerð ESB nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR) kveður einungis á um að viðskipti stjórnenda með bréf í útgefandanum séu óheimil í 30 daga fyrir birtingu uppgjörs, sbr. 11. tölul. 19. gr. reglugerðarinnar. Með vísan til þessa fékk stjórnarmaðurinn skýrt og afdráttarlaust svar regluvarðar þess efnis að honum væri heimilt að taka þátt í útboðinu og að frekari aðgerða væri ekki þörf.“

Forsendur til að taka ákvörðunina ekki til staðar

Í sáttarskýrslunni segir að Fjármálaeftirlitinu hafi ekki borist gögn sem staðfesta að send hafi verið skrifleg beiðni um undanþágu frá reglunum, þrátt fyrir beiðni þar um. „Ekki verður litið á umrætt samtal sem veitta undanþágu, enda gera reglur málsaðila ráð fyrir að beiðnir um undanþágu berist skriflega. [...] Forsendur til að taka ákvörðun um hvort starfsmönnum væri heimilt að taka þátt í útboðinu á grundvelli reglna málsaðila um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum voru ekki til staðar vegna skorts á greiningu hagsmunaárekstra.“

Íslandsbanki viðurkenndi í andsvörum sínum til eftirlitsins að það hefði verið í betra samræmi við þær formkröfur sem gerðar eru í áðurnefndum reglum að skrá atburðarásina skriflega.

Ari er fyrrverandi starfsmaður Glitnis banka og og framkvæmdastjóri eignastýringafyrirtækisins Reviva Capital SA. Ari situr einnig í áhættu- og endurskoðunarnefnd Íslandsbanka. Ari settist fyrst í stjórn Íslandsbanka um það leyti sem útboðið fór fram og var eins, og áður segir staddur á fræðslufundi fyrir nýja stjórnarmenn, ásamt regluverði bankans, þegar útboðið fór fram. 


Fréttin var uppfærð með nánari upplýsingum um tölvupóstsamskipti stjórnarmannsins og regluvarðar klukkan 18:19.
Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers er ekki búið að boða til fundar um þetta mál og stjórn bankans og allir starfsmenn sem komu nálægt þessari sölu reknir ? Er spillingin svona svakaleg að ríkisstjórn VG liða í boði Sjálfstæðisflokksins með hjálp Framsóknarflokksins er getulaus ?
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Félag í eigu Ara, sem skráð er í Lúxemborg, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboðinu,"
    Tók hann 10% snúninginn?
    1
  • HG
    Hrafnkell Gíslason skrifaði
    Það er gott hvað við lærðum mikið af hruninu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár