Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“

Rif­ist var um forms­at­riði og „titt­linga­skít“ í stað þess að ræða neyð heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, að mati bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Þar var til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að­gerð­ir vegna mál­efna heim­il­is­lausra vís­að frá af meiri­hlut­an­um með þeim rök­um að sam­bæri­leg­ar hug­mynd­ir væru í vinnslu ann­ars stað­ar. Bæj­ar­stjóri seg­ir mik­il­vægt að gera mál­efni heim­il­is­lausra ekki póli­tísk. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar vændi meiri­hlut­ann um að ætla að svæfa mál­ið.

Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“
Engin smáatriði „Hvort að úrræði í hverju sveitarfélagi fyrir sig er málið er svo spurningin. Ég ætla ekki að fara út í einhver smáatriði hérna,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, um málefni heimilislausra. Mynd: Hafnarfjarðarbær

„Það er saga til næsta bæjar þegar hófstilltar, skynsamlegar tillögur um næstu skref og aðgerðir og vinnulag í þessum málaflokki, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi samþykkt að vísa þeim frá, samþykkt að vísa málinu frá, stinga höfðinu í sandinn því einhver annar sé að fjalla um málið,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á síðasta bæjarstjórnarfundi. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar lögðu á síðasta fundi fram fjórar tillögur um aðgerðir vegna málefna heimilislausra. Tillögurnar voru byggðar á tillögum sem settar voru fram í skýrslunni „Samstarfsverkefni í málefnum heimilislausra“ og kom út í mars á þessu ári. Skýrslan var unnin á vettvangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og að verkefninu stóðu velferðarsvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkurborgar.

Tillögunum var hins vegar vísað frá, hverri fyrir sig, með 6 atkvæðum frá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn 5 atkvæðum Samfylkingar og Viðreisnar með þeim rökum að efnislega væru þær þegar til vinnslu á vettvangi SSH og í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.

Efnisleg meðferð ekki tímabær

Valdimar Víðisson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, sagðist líta málið mjög alvarlegum augum. Áðurnefnd skýrsla sé afar vel unnin og þar birtist góðar tillögur sem séu af sama meiði og Samfylkingin lagði fram á fundinum. 

Valdimar lagði fram bókun fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar sem sagði: „Fyrir liggja góðar tillögur frá starfshópi sem vert er að rýna með aðildarsveitarfélögunum og vinna málið áfram.
Þessi vinna er í fullum gangi þessar vikurnar og teljum við í meirihlutanum því ekki tímabært að taka tillögur Samfylkingar til efnislegrar meðferðar í bæjarstjórn og er þeim því vísað frá.“

Í bókuninni kom ennfremur fram: „Á fundi fjölskylduráðs þann 30. maí sl. fól fjölskylduráð sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs að hefja samtal við sviðsstjóra aðildarsveitarfélagana um niðurstöður skýrslu starfshóps um málefni heimilislausra. Samtalið er hafið og verður á dagskrá á fundi SSH í júlí nk. Fjölskylduráð mun áfram fjalla um málefni heimilislausra á fundi sínum þann 27. júní nk. Í skýrslu starfshóps um málefni heimilislausra er mælst til að aðildarsveitarfélög vinni saman og sú vinna er hafin að frumkvæði Hafnarfjarðar.“

Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjölskylduráði, var afar ósáttur við frávísunina. „Það er hlutverk bæjarstjórnar að ákveða næstu skref. Við getum ekki bara setið hjá og sagt að þetta sé í vinnslu hjá SSH eða fjölskylduráði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur það verkefni að móta stefnuna fyrir bæinn og í stórum málaflokkum eins og þessum á frumkvæðið að koma frá bæjarstjórn. Við getum ekki litið svo á að bæjarstjórn sé bara fyrst og fremst einhver bókunarstaður eða afgreiðslustöð og að hér megi ekki koma fram tillögur sem þarf að takast á um og ræða í bæjarstjórn,“ sagði hann. 

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði mikilvægt að gera þetta erfiða málefni ekki pólitískt. „Þetta er margslungið, þetta er flókið. Við erum annars vegar að ræða gistiskýlin í Reykjavík og við erum að ræða stöðu heimilislausra. Það þarf að veita þjónustuna þar sem fólkið er, og það sækir oft og tíðum hvert í annað. Fólk sem leitar til gistiskýlanna er ekkert endilega fólk sem er skráð heimilislaust í sveitarfélögunum. Við skulum átta okkur á því líka. Í gistiskýlin leitar stundum fólk sem er ekki með stöðu heimilislauss einstaklings í sveitarfélaginu þannig að þetta er ofboðslega flókið, vandmeðfarið og víðfemt mál og mér finnst þessi umræða um að bæjarstjórn eigi að taka afstöðu og hafa skýra sýn á þetta. Jú, auðvitað. Við getum gert það með bókunum eða öðru slíku og komið áherslum okkar á framfæri hér í bæjarstjórn. En við skulum halda okkur við stjórnsýsluna og faglegheitin sem við erum að leggja upp með í kerfinu okkar,“ sagði Rósa.

„Hvort að úrræði í hverju sveitarfélagi fyrir sig er málið er svo spurningin. Ég ætla ekki að fara út í einhver smáatriði hérna“
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar

Þá ítrekaði hún að verið væri að vinna málið heildstætt. „Við þurfum að komast að því hvert er besta fyrirkomulagið á þessu, veita þjónustuna þar sem fólkið sem er að óska eftir henni þarfnast hennar. Hvort að úrræði í hverju sveitarfélagi fyrir sig er málið er svo spurningin. Ég ætla ekki að fara út í einhver smáatriði hérna. En það er alveg hægt að koma afstöðu sinni á framfæri í bæjarstjórn, hnykkja á því ef það er það sem fólk er að tala um hérna án þess að endurflytja í rauninni hér tillögur aftur og aftur, sem eru í vinnslu og hafa verið, með kannski einhverju öðru orðalagi og einhverjum aðeins öðrum áherslum. Það er verið að vinna að málaflokknum heildstætt,“ sagði Rósa ennfremur og bætti við að vandi heimilislausra leysist ekki „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“.

Ekki öll kurl komin til grafar

Guðmundur Árni sagði þá að það væri stundum háttur manna í bæjarstjórn að flækja tiltölulega einföld mál, hér liggi fyrir skýrar tillögur þó málaflokkurinn sjálfur sé viðkvæmur og snúinn.

„Við erum einfaldlega að taka það á dagskrá. Svo gerist það í millitíðinni, sem er óhjákvæmilegt annað en að ræða, hefur verið í fjölmiðlum, að upp kemur tilfelli þar sem ekki eru öll kurl komin til grafar, hvað orsakaði það að einum einstaklingi, ólánsmanni, var vísað frá og fékk ekki húsaskjól. Ég hef lesið í fjölmiðlum að Hafnarfjarðarbær sé með sér reglur sem önnur sveitarfélög hafa ekki þegar kemur að gistiskýlinu í Reykjavík, að það beri að láta félagsþjónustuna í Hafnarfirði vita ef sami einstaklingur sækist eftir næturgistingu í þrjú skipti, og það hafi gerst einmitt í þessu tilfelli og Hafnarfjarðarbær hafi ekki viljað borga. Þannig er þetta sem við okkur blasir og við getum ekki undan því vikist að þessi umræða á sér stað í fjölmiðlum og við þurfum auðvitað að bregðast við því, og það kemur ofan á þessa almennu umræðu sem við hófum hér í maímánuði eftir að skýrslan ágæta komi fram,“ sagði Guðmundur Árni. 

Heimildin greindi frá því 9. júní síðastliðinn að heimilislausum karlmanni með lögheimili í Hafnarfirði var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti hann sig lífi í kjölfarið.

Táknrænn stuðningur við að gera betur

Þá sagðist Guðmundur Árni styðja tillögur Samfylkingarinnar heils hugar. „Ég tel að þetta séu mikilvæg næstu skref þannig að málaflokkurinn fái þá athygli sem honum ber. Það er alltaf verst af öllu í viðkvæmum málaflokkum eins og þessum að stinga höfðinu í sandinn. Hér ætlar meirihluti bæjarstjórnar að gera það enn einn ganginn í lykilmáli sem snertir líf og heilsu því miður of margra, fólks sem er á vergangi og á hvergi höfði sínu að halla. Það er okkar skylda, lagaleg skylda, það er okkar siðferðislega skylda að tala skýrt í þeim málum,“ sagði hann. 

Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, lét bóka að hann styðji tillögur Samfylkingarinnar í málefnum heimilislausra „meðvitaður um það að verið sé að vinna að þessum tillögum í kerfinu. Fulltrúi Viðreisnar lítur á það sem stuðning við þá vinnu sem þegar er í gangi og sem táknrænn stuðningur við það að gera miklu betur í þessum málaflokki. Ásættanlegum árangri í málaflokknum verði aldrei náð nema með náinni samvinnu allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Pólitískt hlutverk bæjarstjórnar er að setja stefnuna og tryggja málaflokknum nægilegt fjármagn.“

„Við skulum gera það sem okkur ber, gera það sem við getum til þess að hjálpa þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda og hætta að rífast hér um tittlingaskít“
Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði

Þá sagði Jón Ingi mikilvægt að fulltrúar bæjarstjórnar „hugsi hér í sameiningu hvað við getum gert til að gera málaflokkinn skilvirkari og nýtt fé sem best þannig að fólk sem glímir við erfiðan og lífshættulegan vanda, hvernig við getum létt því lífið sem okkur ber.“ Í málaflokknum megi ekkert sveitarfélag skorast undan. „Það er bara ekki í boði.“

Og hann gerði ósætti fulltrúa meiri- og minnihlutans að umtalsefni. „Maður fyllist dálitlu vonleysi þegar við tölum um þennan viðkvæma málaflokk í bæjarstjórn. Hér er í raun verið að rífast um formsatriði en við erum ekki að rífast um neyðina eða rökræða neyðina og hvernig við getum hjálpað,“ sagði hann og bætti við: „Við skulum gera það sem okkur ber, gera það sem við getum til þess að hjálpa þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda og hætta að rífast hér um tittlingaskít.“

Vænir meirihlutann um að vilja svæfa málið

Árni Rúnar sagði að með því að samþykkja tillögur Samfylkingarinnar væri Hafnarfjarðarbær að senda þau skýru skilaboð til hinna sveitarfélaganna að þau séu til, og þeirra að taka næsta skref. Í greinargerð með tillögum Samfylkingarinnar kom fram að pólitískt frumkvæði hafi skort hjá aðildarsveitarfélögunum eftir að skýrsla samstarfsverkefnisins kom út. 

Þá sagði hann að það læddist að sér sá grunur að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar „vilji ekki stilla félögum sínum í öðrum bæjarstjórnum sem hér eiga hlut að máli upp við vegg með því að segjast vera tilbúin í þetta núna strax heldur eigi að láta málið malla áfram eitthvað og úr því komi svo kannski ekki neitt.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heimilisleysi

Heimilislaus með ígerð í báðum handleggjum - „Þú veist hvernig þetta er“
FréttirHeimilisleysi

Heim­il­is­laus með ígerð í báð­um hand­leggj­um - „Þú veist hvernig þetta er“

Njáll Skarp­héð­ins­son er þreytt­ur á því að vera heim­il­is­laus. Hann þrá­ir að vera í stöðu til að hitta börn­in sín og barna­börn, að bjóða þeim í heim­sókn. Ný­ver­ið bland­aði hann sér óvænt í mót­mæli á Aust­ur­velli þar sem fólk gaf hon­um pen­ing til að fara. Pen­ing­inn ætl­aði hann að nota til að kaupa dóp. „Ég er að verða ör­magna,“ seg­ir hann.
„Þetta eru tíðindi“ í málefnum heimilislausra
FréttirHeimilisleysi

„Þetta eru tíð­indi“ í mál­efn­um heim­il­is­lausra

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur hef­ur sam­þykkt beiðni Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um samn­inga­við­ræð­ur vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk. Reykja­vík hef­ur bor­ið hit­ann og þung­ann af þess­ari þjón­ustu og var­ið um millj­arði í hana það sem af er ári. Borg­in hef­ur ít­rek­að kall­að eft­ir því að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu.
Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
FréttirHeimilisleysi

Saka meiri­hlut­ann um „þögg­un­ar­til­burði“ og „lít­ilsvirð­ingu“ við mál­efni heim­il­is­lausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.
„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið
FréttirHeimilisleysi

„Í besta falli ósmekk­leg gas­lýs­ing“ - Seg­ir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ hvetja heim­il­is­lausa til að færa lög­heim­il­ið

„Við skul­um ekki gleyma því að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur einnig margoft boð­ist til að að­stoða sína borg­ara við að skrá lög­heim­ili sitt í ann­að bæj­ar­fé­lag og jafn­vel fyr­ir greiðslu svo að bær­inn losni við að þjón­usta fólk og minnki kostn­að,“ seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa set­ið slík­an fund með skjól­stæð­ingi sem bær­inn taldi „óæski­leg­an borg­ara“.
„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum
FréttirHeimilisleysi

„Ekki í boði að út­hýsa þeim“ – Kalla eft­ir svör­um frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ um að­gengi að neyð­ar­skýl­un­um

Mál­efni heim­il­is­lausra voru til um­ræðu á fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar í gær eft­ir að heim­il­is­laus mað­ur sem var ít­rek­að vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu bæj­ar­ins svipti sig lífi. „Þetta er síð­asta úr­ræði þeirra sem eru á göt­unni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að út­hýsa þeim,“ seg­ir Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fjöl­skyldu­ráð bæj­ar­ins hef­ur kall­að eft­ir að sjá verklags­regl­ur í þess­um mál­um.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
FréttirHeimilisleysi

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár