Það eina sem varðveist hefur af fyrstu íslensku kvikmyndinni er tveggja mínútna atriði þar sem tveir klaufskir borgardrengir reyna að sýna fúlskeggjuðum bónda að þeir kunni til verka í sveitinni. Myndin heitir Ævintýri Jóns og Gvendar og var frumraun leikstjórans Lofts Guðmundssonar í gerð leikinna mynda árið 1923. Er því öld síðan þessi svart-hvíta, þögla stuttmynd kom út, en hún var frumsýnd 17. júní í Nýja bíói í Reykjavík.
Heil 26 ár liðu þar til önnur íslensk mynd leit dagsins ljós og var Loftur þar aftur að verki. Hafði tækninni þá fleygt fram. „Við biðum til 1949 þar til næsta íslenska leikna mynd var gerð, sem er bara ótrúlegt,“ segir Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur hjá Kvikmyndasafni Íslands, um aðra mynd Lofts, Milli fjalls og fjöru. „Við erum með þessa, Ævintýri Jóns og Gvendar, sem var mjög gamaldags mynd jafnvel fyrir sinn samtíma og svo liðu 26 ár þar til næsta …
Athugasemdir (1)