Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við fundum hann bara á götunni“

Sól­veig og Tóm­as starfa í vinnu­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar í sum­ar. Þau björg­uðu hjálp­ar­vana fugli úr háska í mið­bæ Reykja­vík­ur.

„Við fundum hann bara á götunni“
Kærustuparið Sólveig og Tómas í vinnunni. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Sólveig Hrappsdóttir, 19 ára, og Tómas Atlason, 18 ára, ganga varfærnislega á eftir vængbrotnum fugli sem trítlar haltur niður Austurstræti. Þau eru í gulum vinnugöllum með appelsínugula hanska og teygja sig niður að fuglinum til þess að stýra honum í burtu frá svartri Teslu sem nálgast óðfluga. Bílstjóri bifreiðarinnar stoppar bílinn og fuglinn kemst yfir götuna án frekari áverka. 

„Við eigum að vera að hreinsa einhver tré, eða svona arfa, akkúrat núna. Við vorum líka að planta blómum þarna í gær,“ segir Sólveig og bendir í átt að Austurvelli. „En síðan sáum við þennan fugl. Já, við fundum hann bara á götunni. Hann hreyfði sig ekki.“

„Já, hann er veikburða og kann varla að fljúga. Við erum að reyna að gefa honum orm eða eitthvað, bætir Tómas við. 

Hvað ætlið þið svo að gera?

„Bara láta hann í friði. Sólveig fylgist með honum haltra áfram. 

„Já, kannski passa að enginn köttur komi og borði hann, svarar Tómas íhugull og sleppir fuglinum ekki úr augsýn. 

Parið er í bæjarvinnunni annað sumarið í röð en stundar líka nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við erum saman og byrjuðum eiginlega að vera vinir í fyrra í bæjarvinnunni. Þá vorum við að tala saman hérna við þetta beð,“ segir Sólveig, sem brosir og lítur á Tómas. „Já,“ segir hann og endurgeldur henni brosið. 

Athyglin beinist að fuglinum sem stefnir aftur út á götuna. Sólveig gengur að honum og appelsínugulu vinnuhanskarnir búa til mjúkt og öruggt umhverfi fyrir fuglinn í lófum hennar. Hún lyfti honum rólega frá jörðinni. Nú er kominn matartími. Parið arkar brosandi í burtu frá blaðakonu í leit að næsta ormi. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Hann var búinn að öskra á hjálp
6
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár