Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs hef­ur boð­ið Ólafi Kjart­ans­syni, fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, starfs­loka­samn­ing. Það ger­ist í kjöl­far þess að Heim­ild­in op­in­ber­aði það að fyr­ir­tæki sem fá greitt úr Úr­vinnslu­sjóði fyr­ir að end­ur­vinna fern­ur eru alls ekki að gera það.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur boðið Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, starfslokasamning. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn sjóðsins. Ólafur Kjartansson hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjóðsins í yfir 20 ár, eða alveg frá því að hann var stofnaður árið 2003.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Heimildin opinberaði að Úrvinnslusjóður hafi verið að greiða endurvinnslufyrirtækjum á Íslandi fjármuni fyrir endurvinnslu á fernum sem átti sér ekki stað. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddir hafa verið úr sjóðnum til viðkomandi fyrirtækja á undanförnum árum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, sagði í samtali við Heimildina um liðna helgi að hann muni krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu á þessum fjármunum. Ráðherrann kallaði fulltrúa Sorpu og Úrvinnslusjóðs á sinn fund eftir að umfjöllun Heimildarinnar birtist til að fá skýringar og upplýsingar um viðbrögð. Sorpa hefur beðist afsökunar á sínum þætti og …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Afhverju segir ekki stjón sjóðsins af sér ? Allavega fulltúar atvinnulýfsins því ábyrgð þeirra er algjör í þessu máli. Því einsog segir á heimasíðu sjóðsins "Hvers vegna er atvinnulífið með meirihluta í stjórn?
    Nokkrir vöruflokkar falla undir ákvæði framleiðendaábyrgðar sem felur í sér ábyrgð innflytjenda og framleiðenda á að vara fái æskilega meðhöndlun að notkunartíma loknum. Eðli málsins samkvæmt hvílir sú framleiðendaábyrgð á atvinnulífinu en ekki opinberum aðilum, þ.e. ríki eða sveitarfélögum." Og þeir hafa ekki staðið undir vætingum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár