Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs hef­ur boð­ið Ólafi Kjart­ans­syni, fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, starfs­loka­samn­ing. Það ger­ist í kjöl­far þess að Heim­ild­in op­in­ber­aði það að fyr­ir­tæki sem fá greitt úr Úr­vinnslu­sjóði fyr­ir að end­ur­vinna fern­ur eru alls ekki að gera það.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur boðið Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, starfslokasamning. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn sjóðsins. Ólafur Kjartansson hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjóðsins í yfir 20 ár, eða alveg frá því að hann var stofnaður árið 2003.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Heimildin opinberaði að Úrvinnslusjóður hafi verið að greiða endurvinnslufyrirtækjum á Íslandi fjármuni fyrir endurvinnslu á fernum sem átti sér ekki stað. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddir hafa verið úr sjóðnum til viðkomandi fyrirtækja á undanförnum árum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, sagði í samtali við Heimildina um liðna helgi að hann muni krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu á þessum fjármunum. Ráðherrann kallaði fulltrúa Sorpu og Úrvinnslusjóðs á sinn fund eftir að umfjöllun Heimildarinnar birtist til að fá skýringar og upplýsingar um viðbrögð. Sorpa hefur beðist afsökunar á sínum þætti og …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Afhverju segir ekki stjón sjóðsins af sér ? Allavega fulltúar atvinnulýfsins því ábyrgð þeirra er algjör í þessu máli. Því einsog segir á heimasíðu sjóðsins "Hvers vegna er atvinnulífið með meirihluta í stjórn?
    Nokkrir vöruflokkar falla undir ákvæði framleiðendaábyrgðar sem felur í sér ábyrgð innflytjenda og framleiðenda á að vara fái æskilega meðhöndlun að notkunartíma loknum. Eðli málsins samkvæmt hvílir sú framleiðendaábyrgð á atvinnulífinu en ekki opinberum aðilum, þ.e. ríki eða sveitarfélögum." Og þeir hafa ekki staðið undir vætingum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár