Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur boðið Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, starfslokasamning. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn sjóðsins. Ólafur Kjartansson hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjóðsins í yfir 20 ár, eða alveg frá því að hann var stofnaður árið 2003.
Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Heimildin opinberaði að Úrvinnslusjóður hafi verið að greiða endurvinnslufyrirtækjum á Íslandi fjármuni fyrir endurvinnslu á fernum sem átti sér ekki stað. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddir hafa verið úr sjóðnum til viðkomandi fyrirtækja á undanförnum árum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, sagði í samtali við Heimildina um liðna helgi að hann muni krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu á þessum fjármunum. Ráðherrann kallaði fulltrúa Sorpu og Úrvinnslusjóðs á sinn fund eftir að umfjöllun Heimildarinnar birtist til að fá skýringar og upplýsingar um viðbrögð. Sorpa hefur beðist afsökunar á sínum þætti og …
Nokkrir vöruflokkar falla undir ákvæði framleiðendaábyrgðar sem felur í sér ábyrgð innflytjenda og framleiðenda á að vara fái æskilega meðhöndlun að notkunartíma loknum. Eðli málsins samkvæmt hvílir sú framleiðendaábyrgð á atvinnulífinu en ekki opinberum aðilum, þ.e. ríki eða sveitarfélögum." Og þeir hafa ekki staðið undir vætingum.