Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs hef­ur boð­ið Ólafi Kjart­ans­syni, fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, starfs­loka­samn­ing. Það ger­ist í kjöl­far þess að Heim­ild­in op­in­ber­aði það að fyr­ir­tæki sem fá greitt úr Úr­vinnslu­sjóði fyr­ir að end­ur­vinna fern­ur eru alls ekki að gera það.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur boðið Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, starfslokasamning. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn sjóðsins. Ólafur Kjartansson hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjóðsins í yfir 20 ár, eða alveg frá því að hann var stofnaður árið 2003.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Heimildin opinberaði að Úrvinnslusjóður hafi verið að greiða endurvinnslufyrirtækjum á Íslandi fjármuni fyrir endurvinnslu á fernum sem átti sér ekki stað. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddir hafa verið úr sjóðnum til viðkomandi fyrirtækja á undanförnum árum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, sagði í samtali við Heimildina um liðna helgi að hann muni krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu á þessum fjármunum. Ráðherrann kallaði fulltrúa Sorpu og Úrvinnslusjóðs á sinn fund eftir að umfjöllun Heimildarinnar birtist til að fá skýringar og upplýsingar um viðbrögð. Sorpa hefur beðist afsökunar á sínum þætti og …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Afhverju segir ekki stjón sjóðsins af sér ? Allavega fulltúar atvinnulýfsins því ábyrgð þeirra er algjör í þessu máli. Því einsog segir á heimasíðu sjóðsins "Hvers vegna er atvinnulífið með meirihluta í stjórn?
    Nokkrir vöruflokkar falla undir ákvæði framleiðendaábyrgðar sem felur í sér ábyrgð innflytjenda og framleiðenda á að vara fái æskilega meðhöndlun að notkunartíma loknum. Eðli málsins samkvæmt hvílir sú framleiðendaábyrgð á atvinnulífinu en ekki opinberum aðilum, þ.e. ríki eða sveitarfélögum." Og þeir hafa ekki staðið undir vætingum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár