Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók í morgun fyrir erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kröfu eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 um opinbera rannsókn á aðdraganda og eftirmálum þess.
Katrín sendi í byrjun síðustu viku nefndinni bréf þar sem hún sagði frá fundi sínu með lögmanni fólksins og benti þingnefndinni á að hún hefði rannsóknarheimildir sem sig skorti.
„Nefndin ákvað að afla gagna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um niðurstöðu nefndarinnar í morgun. „Við þurfum meiri upplýsingar og þurfum aðstoð þingsins til að skoða þetta mál. Það er fyrsta skrefið sem við tökum. Málið er á dagskrá nefndarinnar og til umræðu og við ætlum að hefja það með gagnaöflun.“
„Tillaga um rannsóknarnefnd þarf að vera vel ígrunduð og rökstudd ef hún er gerð.“
Þórunn …
Athugasemdir