Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Auður Anna: „Kominn tími til að við girðum okkur í brók“

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir að Ís­lend­ing­ar verði að hætta að nota einnota um­búð­ir, eins og fern­ur.

Auður Anna: „Kominn tími til að við girðum okkur í brók“

Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að það sé kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók þegar kemur að endurvinnslu hér á landi. Hún segir kerfið vera komið í ógöngur og að hætta verði að notast við einnota drykkjarumbúðir, en Íslendingar nota nokkur hundruð milljóna einnota drykkjarumbúða á ári hverju.

„Það er mjög gott að það komi fram hvað verður um þessar fernur. Það er náttúrlega ótækt að það sé verið að sannfæra fólk um eitthvað annað. Við erum komin í ógöngur með þetta eins og annað. Við lítum bara á endurvinnslu sem neyðarúrræði. Við eigum að nýta hlutina aftur og aftur og aftur. Þetta er kerfi sem við erum búin að reyna núna í 30 ár og þetta er flóknara og flóknara, erfiðara og erfiðara og ægileg leynd. Þetta virðist ekki ganga upp. Þannig að við verðum að hætta þessu einnota umbúða kerfi, þær eru bara ekki að virka. Við þurfum öðruvísi kerfi. Við þurfum að umbreyta kerfunum sem við erum með því þau eru ekki að virka.“

Auður segir að það þurfi að laga endurvinnslukerfið hér á landi og gera það almennilega.

Það er kominn tími til að við girðum okkur í brók og tökum á þessu máli eins og öllum öðrum. Og þá verður að gera það almennilega, ekki með einhverjum svona plástrum eins og hefur verið. Þetta bara virkar ekki.

Fá ekki sæti við borðið

Þá segir Auður að Landvernd hafi í töluverðan tíma reynt að fá áheyrnarfulltrúa í stjórn Úrvinnslusjóðs, en sjóðurinn hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Neytendasamtökin hafa einnig beðið um áheyrnarfulltrúa hjá stjórn sjóðsins, en líka fengið neitun frá sjóðnum. Auður telur það gríðarlega mikilvægt að samtök eins og Landvernd séu við borðið þegar mikilvægar ákvarðanir eru ræddar eða teknar í umhverfismálum hér á landi.

„Það er náttúrlega gríðarlega mikilvægt en það er eins og í öðrum starfshópum að þetta virðist vera stefna hjá umhverfisráðuneytinu núna eins og þið hafið fjallað um hjá Heimildinni, að útiloka í raun þá sem vita eitthvað um málið. Að útiloka umhverfisverndarsamtök frá til dæmis starfshópunum sem eiga að fjalla um umhverfismál. Þannig að þetta er bara mjög slæmt. Svo er leitað til alþjóðlegra ráðgjafafyrirtækja sem að þekkja málin illa. Nýjasta málið hérna á Íslandi er það sem ég fjallaði um síðast, sem er skýrsla Boston Consulting Group um fiskeldið, þar sem er augljóst að þeir sem skrifa skýrsluna vita ekkert um málið. Þekkja bara peninga. Þannig að svona ákvarðanataka hjá þeim sem við höfum kosið til að taka ákvarðanir fyrir okkur og embættismenn sem eru ráðnir til þess, það er bara komið í hendurnar á ráðgjafarfyrirtækjum sem horfa bara á peninga,“ segir Auður Anna.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Glerflöskuáfylling á kúamjólk og jurtamjólk. Aðrar mjólkurafurðir í umhverfisvænni (og í auknum mæli stærri) umbúðir, hægt t.d. að setja mjólkurnesti barna í margnota umbúðir. Mjólkurbúðir í hverfin, auðveldar áfyllingardæmið. Skipta út safa fyrir vatn og ávexti. Yrðum fljót að venjast þessu, var ekkert mál hér áður fyrr.
    3
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Svo sannarlega og þótt fyrr hefði verið. Og kannski einnig átta okkur á því að hingað til hefur hagvöxtur og frjálshyggja verið skaðlegri jörðinni en nokkuð annað.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár