Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Auður Anna: „Kominn tími til að við girðum okkur í brók“

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir að Ís­lend­ing­ar verði að hætta að nota einnota um­búð­ir, eins og fern­ur.

Auður Anna: „Kominn tími til að við girðum okkur í brók“

Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að það sé kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók þegar kemur að endurvinnslu hér á landi. Hún segir kerfið vera komið í ógöngur og að hætta verði að notast við einnota drykkjarumbúðir, en Íslendingar nota nokkur hundruð milljóna einnota drykkjarumbúða á ári hverju.

„Það er mjög gott að það komi fram hvað verður um þessar fernur. Það er náttúrlega ótækt að það sé verið að sannfæra fólk um eitthvað annað. Við erum komin í ógöngur með þetta eins og annað. Við lítum bara á endurvinnslu sem neyðarúrræði. Við eigum að nýta hlutina aftur og aftur og aftur. Þetta er kerfi sem við erum búin að reyna núna í 30 ár og þetta er flóknara og flóknara, erfiðara og erfiðara og ægileg leynd. Þetta virðist ekki ganga upp. Þannig að við verðum að hætta þessu einnota umbúða kerfi, þær eru bara ekki að virka. Við þurfum öðruvísi kerfi. Við þurfum að umbreyta kerfunum sem við erum með því þau eru ekki að virka.“

Auður segir að það þurfi að laga endurvinnslukerfið hér á landi og gera það almennilega.

Það er kominn tími til að við girðum okkur í brók og tökum á þessu máli eins og öllum öðrum. Og þá verður að gera það almennilega, ekki með einhverjum svona plástrum eins og hefur verið. Þetta bara virkar ekki.

Fá ekki sæti við borðið

Þá segir Auður að Landvernd hafi í töluverðan tíma reynt að fá áheyrnarfulltrúa í stjórn Úrvinnslusjóðs, en sjóðurinn hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Neytendasamtökin hafa einnig beðið um áheyrnarfulltrúa hjá stjórn sjóðsins, en líka fengið neitun frá sjóðnum. Auður telur það gríðarlega mikilvægt að samtök eins og Landvernd séu við borðið þegar mikilvægar ákvarðanir eru ræddar eða teknar í umhverfismálum hér á landi.

„Það er náttúrlega gríðarlega mikilvægt en það er eins og í öðrum starfshópum að þetta virðist vera stefna hjá umhverfisráðuneytinu núna eins og þið hafið fjallað um hjá Heimildinni, að útiloka í raun þá sem vita eitthvað um málið. Að útiloka umhverfisverndarsamtök frá til dæmis starfshópunum sem eiga að fjalla um umhverfismál. Þannig að þetta er bara mjög slæmt. Svo er leitað til alþjóðlegra ráðgjafafyrirtækja sem að þekkja málin illa. Nýjasta málið hérna á Íslandi er það sem ég fjallaði um síðast, sem er skýrsla Boston Consulting Group um fiskeldið, þar sem er augljóst að þeir sem skrifa skýrsluna vita ekkert um málið. Þekkja bara peninga. Þannig að svona ákvarðanataka hjá þeim sem við höfum kosið til að taka ákvarðanir fyrir okkur og embættismenn sem eru ráðnir til þess, það er bara komið í hendurnar á ráðgjafarfyrirtækjum sem horfa bara á peninga,“ segir Auður Anna.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Glerflöskuáfylling á kúamjólk og jurtamjólk. Aðrar mjólkurafurðir í umhverfisvænni (og í auknum mæli stærri) umbúðir, hægt t.d. að setja mjólkurnesti barna í margnota umbúðir. Mjólkurbúðir í hverfin, auðveldar áfyllingardæmið. Skipta út safa fyrir vatn og ávexti. Yrðum fljót að venjast þessu, var ekkert mál hér áður fyrr.
    3
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Svo sannarlega og þótt fyrr hefði verið. Og kannski einnig átta okkur á því að hingað til hefur hagvöxtur og frjálshyggja verið skaðlegri jörðinni en nokkuð annað.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár