Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
Fernur Heimildin hefur opinberað að fernur sem safnað er til endurvinnslu á Íslandi séu brenndar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagið hafa gefið misvísandi skýringar á því hvað verður um þær drykkjarfernur sem fyrirtækið fær til sín. Fyrst sögðu þeir að fernurnar færu í gegnum millilið til þýsks fyrirtækis sem sérhæfir sig í endurvinnslu á fernum. 

Eftir að Heimildin upplýsti um að fernur frá Íslandi séu brenndar í sementsverksmiðjum, ekki endurunnar, fór framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins í viðtal við fréttastofu RÚV og sagði að fernurnar væru tættar upp ásamt blönduðum pappír og notaðar sem einangrunarefni. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar í gær fékkst þriðja skýringin. Í henni sagði að fernurnar færu, ásamt öðrum pappa, í endurvinnslu en að plast og ál sem finnist í fernunum væri brennt í pappírsmyllum eða nýtt til framleiðslu á einangrunarefni fyrir hús. 

Kannast ekki við viðskiptasamband

Íslenska gámafélagið er eitt þriggja endurvinnslufyrirtækja, ásamt SORPU og Terra, sem fær greidda fjármuni úr Úrvinnslusjóði fyrir að senda drykkjarfernur í endurvinnslu. Heimildin opinberaði fyrir viku að um langt skeið hafi nær allar þær fernur sem Íslendingar hafa skolað og flokkað verið brenndar í sementsverksmiðjum í Evrópu í stað þess að vera endurunnar eins og neytendum hefur verið talið trú um. Eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi er enda lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar.

Fyrst þegar Heimildin leitaði upplýsinga um hvað yrði um fernurnar sem Íslenska gámafélagið safnar fengust þau svör frá fyrirtækinu að þær enduðu allar hjá þýska fyrirtækinu Raubling Papier, sem sérhæfi sig í endurvinnslu á fernum, og kæmu þangað í gegnum millilið, hollenska fyrirtækið Peute Recycling

Framkvæmdastjóri Raubling Papier, Dr. Lesiak Marko, sagði í samtali við Heimildina að fyrirtækið taki ekki við neinum fernum nema þeim sem komi upprunalega frá þýskum heimilum. Hann kannaðist ekki við neitt viðskiptasamband við Íslenska gámafélagið né hollenska endurvinnslufyrirtækið Peute Recycling

Fyrsta útskýringinTölvupóstur sem Íslenska gámafélagið sendi á Heimildina til að staðfesta að fernur frá fyrirtækinu færu í endurvinnslu. Stuttu seinna sendi fyrirtækið aðra útskýringu um hvað yrði um íslenskar fernur.

Í rakningarskýrslum sem Peute Recycling sendi til Úrvinnslusjóðs, stofnunar með það hlutverk að hafa eftirlit með endurvinnslu á Íslandi, sýna að árunum 2020-2022 hafi ekki ein einasta ferna með uppruna á Íslandi verði send þaðan til Raubling Papier. Þau svör sem fengust við upphaflegri fyrirspurn Heimildarinnar til Íslenska gámafélagsins voru því röng. 

Vilja ekki fá fernur

Síðastliðinn þriðjudag staðfesti SORPA fréttaflutning Heimildarinnar, og að fernurnar séu brenndar. Fyrirtækið baðst afsökunar á sínum þætti í málinu og boðaði breytt verklag. 

Degi síðar barst nýtt svar frá Íslenska gámafélaginu í formi yfirlýsingar frá Peute Recycling um hvað yrði um fernur sem íslenska fyrirtækið sendi til þeirra. Þar segir að fernur í blönduðum pappír geti verið allt að fimm prósent af heildarmagni hans og að pappírsmyllur sem taki við pappír frá Peute Recycling ráði vel við það magn. Þær nái að endurvinna pappír úr þeim fernum sem berist en plastið og álið sem sé að finna í fernum sé brennt í til orkunýtingar í pappírsmyllunum.

Ein myllanna heitir Schoellershammer og er í Þýskalandi. Heimildin hefur rætt við Armin Vetter, yfirmann tækni- og þróunarsviðs Schoellershammer, um málið sem sagði að fyrirtækið hefði enga getu til þess að endurvinna fernur. Þær sem þangað berist endi allar í brennslu hjá sementsverksmiðju. Það væri beinlínis slæmt fyrir endurvinnsluvélar Schoellershammer að fá fernur til úrvinnslu. Því vilji fyrirtækið alls ekki fá fernur í þeim pappír sem það tekur til endurvinnslu.

Þriðja skýring Íslenska gámafélagsins var sett fram í fréttum RÚV 2. júní síðastliðinn, sama dag og opinberun Heimildarinnar birtist. Þar sagði Jón Þór Frantzson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að fernur sem sendar væru úr landi sem blandaður pappír væru tættar og „notaðar sem einangrunarefni aftur“.

Þegar Heimildin spurði Jón út í þessi ummæli, og hversu lengi Íslenska gámafélagið hafi sent fernur í þann farveg að þær séu hakkaðar til að nota við einangrun húsa, svaraði hann því til að fyrirtækið sem hann stýrir hafi ekki sent fernur sérstaklega í þennan farveg. Hann hafi einungis verið „að taka dæmi um það sem væri gert við þessar umbúðir.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Komið ágætt hjá Úrvinnslusjóði enda hann ekki með augun að lausninni heldur í feluleik.
    Það er endalaust verið að skrifa um þennan sjóð…
    Plastið í hlöðunni í Svíþjóð. Ársreikningar ekki birtir í mörg ár.
    Of borguð laun um 10 milljónir fyrir starf sem var lagt niður.
    Þetta er rekið eins og hobby lobby fyrir einhverja vitleysinga sem enginn myndi ráða í vinnu.
    7
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er þetta ekki bara efni í lögreglurannsókn, er þessi úrvinnslusjóður ekki að stela peningum og þykjast styrkja endurvinnslu?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár