Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.

Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
Fernur Heimildin hefur opinberað að fernur sem safnað er til endurvinnslu á Íslandi séu brenndar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagið hafa gefið misvísandi skýringar á því hvað verður um þær drykkjarfernur sem fyrirtækið fær til sín. Fyrst sögðu þeir að fernurnar færu í gegnum millilið til þýsks fyrirtækis sem sérhæfir sig í endurvinnslu á fernum. 

Eftir að Heimildin upplýsti um að fernur frá Íslandi séu brenndar í sementsverksmiðjum, ekki endurunnar, fór framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins í viðtal við fréttastofu RÚV og sagði að fernurnar væru tættar upp ásamt blönduðum pappír og notaðar sem einangrunarefni. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar í gær fékkst þriðja skýringin. Í henni sagði að fernurnar færu, ásamt öðrum pappa, í endurvinnslu en að plast og ál sem finnist í fernunum væri brennt í pappírsmyllum eða nýtt til framleiðslu á einangrunarefni fyrir hús. 

Kannast ekki við viðskiptasamband

Íslenska gámafélagið er eitt þriggja endurvinnslufyrirtækja, ásamt SORPU og Terra, sem fær greidda fjármuni úr Úrvinnslusjóði fyrir að senda drykkjarfernur í endurvinnslu. Heimildin opinberaði fyrir viku að um langt skeið hafi nær allar þær fernur sem Íslendingar hafa skolað og flokkað verið brenndar í sementsverksmiðjum í Evrópu í stað þess að vera endurunnar eins og neytendum hefur verið talið trú um. Eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi er enda lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar.

Fyrst þegar Heimildin leitaði upplýsinga um hvað yrði um fernurnar sem Íslenska gámafélagið safnar fengust þau svör frá fyrirtækinu að þær enduðu allar hjá þýska fyrirtækinu Raubling Papier, sem sérhæfi sig í endurvinnslu á fernum, og kæmu þangað í gegnum millilið, hollenska fyrirtækið Peute Recycling

Framkvæmdastjóri Raubling Papier, Dr. Lesiak Marko, sagði í samtali við Heimildina að fyrirtækið taki ekki við neinum fernum nema þeim sem komi upprunalega frá þýskum heimilum. Hann kannaðist ekki við neitt viðskiptasamband við Íslenska gámafélagið né hollenska endurvinnslufyrirtækið Peute Recycling

Fyrsta útskýringinTölvupóstur sem Íslenska gámafélagið sendi á Heimildina til að staðfesta að fernur frá fyrirtækinu færu í endurvinnslu. Stuttu seinna sendi fyrirtækið aðra útskýringu um hvað yrði um íslenskar fernur.

Í rakningarskýrslum sem Peute Recycling sendi til Úrvinnslusjóðs, stofnunar með það hlutverk að hafa eftirlit með endurvinnslu á Íslandi, sýna að árunum 2020-2022 hafi ekki ein einasta ferna með uppruna á Íslandi verði send þaðan til Raubling Papier. Þau svör sem fengust við upphaflegri fyrirspurn Heimildarinnar til Íslenska gámafélagsins voru því röng. 

Vilja ekki fá fernur

Síðastliðinn þriðjudag staðfesti SORPA fréttaflutning Heimildarinnar, og að fernurnar séu brenndar. Fyrirtækið baðst afsökunar á sínum þætti í málinu og boðaði breytt verklag. 

Degi síðar barst nýtt svar frá Íslenska gámafélaginu í formi yfirlýsingar frá Peute Recycling um hvað yrði um fernur sem íslenska fyrirtækið sendi til þeirra. Þar segir að fernur í blönduðum pappír geti verið allt að fimm prósent af heildarmagni hans og að pappírsmyllur sem taki við pappír frá Peute Recycling ráði vel við það magn. Þær nái að endurvinna pappír úr þeim fernum sem berist en plastið og álið sem sé að finna í fernum sé brennt í til orkunýtingar í pappírsmyllunum.

Ein myllanna heitir Schoellershammer og er í Þýskalandi. Heimildin hefur rætt við Armin Vetter, yfirmann tækni- og þróunarsviðs Schoellershammer, um málið sem sagði að fyrirtækið hefði enga getu til þess að endurvinna fernur. Þær sem þangað berist endi allar í brennslu hjá sementsverksmiðju. Það væri beinlínis slæmt fyrir endurvinnsluvélar Schoellershammer að fá fernur til úrvinnslu. Því vilji fyrirtækið alls ekki fá fernur í þeim pappír sem það tekur til endurvinnslu.

Þriðja skýring Íslenska gámafélagsins var sett fram í fréttum RÚV 2. júní síðastliðinn, sama dag og opinberun Heimildarinnar birtist. Þar sagði Jón Þór Frantzson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að fernur sem sendar væru úr landi sem blandaður pappír væru tættar og „notaðar sem einangrunarefni aftur“.

Þegar Heimildin spurði Jón út í þessi ummæli, og hversu lengi Íslenska gámafélagið hafi sent fernur í þann farveg að þær séu hakkaðar til að nota við einangrun húsa, svaraði hann því til að fyrirtækið sem hann stýrir hafi ekki sent fernur sérstaklega í þennan farveg. Hann hafi einungis verið „að taka dæmi um það sem væri gert við þessar umbúðir.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Komið ágætt hjá Úrvinnslusjóði enda hann ekki með augun að lausninni heldur í feluleik.
    Það er endalaust verið að skrifa um þennan sjóð…
    Plastið í hlöðunni í Svíþjóð. Ársreikningar ekki birtir í mörg ár.
    Of borguð laun um 10 milljónir fyrir starf sem var lagt niður.
    Þetta er rekið eins og hobby lobby fyrir einhverja vitleysinga sem enginn myndi ráða í vinnu.
    7
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er þetta ekki bara efni í lögreglurannsókn, er þessi úrvinnslusjóður ekki að stela peningum og þykjast styrkja endurvinnslu?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár