Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úr Kísildalnum í kvennafangelsi

El­iza­beth Hol­mes, sem ætl­aði að bjarga heim­in­um með bylt­ing­ar­kenndri blóð­skimun­ar­tækni, er kom­in í fang­elsi, al­rík­is­fang­els­ið í Bry­an, Texas. Þar er ör­ygg­is­gæsla í lág­marki og Hol­mes nýt­ur fé­lags­skap­ar annarra kvenna sem fram­ið hafa hvít­flibb­aglæpi, þar á með­al raun­veru­leika­stjörnu.

Úr Kísildalnum í kvennafangelsi
Fangi Elizabeth Holmes hóf afplánun í alríkisfangelsinu í Bryan, Texas, 30. maí. Fyrir nokkrum árum var hún frumkvöðull í Kísildalnum sem átti líftæknifyrirtæki sem var metið á 9 milljarða dollara en í dag er hún fangi sem þarf að greiða um 450 milljónir í skaðabætur til fjárfesta sem hún féfletti. Mynd: AFP

Elizabeth Holmes hóf afplánun 30. maí, um hálfu ári eftir að dómur var kveðinn upp yfir henni, 11 ára fangelsi fyrir að svíkja fjárfesta var niðurstaða dómara eftir umfangsmiki réttarhöld. Holmes reyndi hvað hún gat til að fá afplánuninni frestað, meðal annars með þeim rökum að hegðun hennar hefði verið til fyrirmyndar á meðan réttarhöldunum stóð og að hún hefði enga ástæðu til að flýja land þar sem hún á í góðu og ástríku sambandi við fjölskyldu sína, en Holmes á tvö börn: William sem er tveggja ára og Invicta sem fæddist í febrúar.   

Afplánun Holmes átti að hefjast 27. apríl en lögmönnum hennar tókst á elleftu stundu að fresta afplánuninni með því að leggja fram áfrýjunarbeiðni til níunda áfrýjunardómstóls Bandaríkjanna (e. United States Courts for the Ninth Circuit) og með henni frestaðist afplánun Holmes sjálfkrafa þar til áfrýjunardómstóllinn tók afstöðu til beiðninnar. Holmes var því frjáls ferða sinna, gegn tryggingu, en það varði stutt þar sem áfrýjunardómstóllinn hafnaði beiðninni. Holmes hóf því loks afplánun í síðustu viku, nánar tiltekið klukkan 14, þriðjudaginn 30. maí. 

AFP

Ætlaði að bjarga heiminum

Holmes ætlaði að breyta og bjarga heiminum þegar hún stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos aðeins 19 ára gömul og hélt því fram að hún hefði þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma.

Tækin sem Holmes lét vísindamenn sína nota voru hins vegar þegar aðgengileg á markaði og hún vissi sjálf að tæknin sem hún barðist fyrir virkaði ekki. En hún lét það ekki stöðva sig og sveik fé út úr fjölda fjárfesta áður en upp komst um að vísindin að baki starfi Theranos stóðust ekki. Saga Elizabeth Holmes er um margt áhugaverð og sendir niðurstaða dómsins skýr skilaboð til Kísildalsins: Það eru afleiðingar af því að ljúga að fjárfestum. 

Raunveruleikastjarna sem herbergisfélagi?

Alríkisfangelsi í Texas, FPC Bryan, verður heimili Holmes til 30. ágúst 2034, það er að segja ef hún mun afplána alla 135 mánuðina. 

Alríkisfangelsi í Bryan, TexasFangelsið sem Elizabeth Holmes afplánar 11 ára fangelsisvist er í Bryan, Texas.

Fangelsið er um 160 kílómetra norðvestur af Houston, borginni sem Holmes ólst upp að hluta, og þar afplána um 655 konur hverju sinni. Öryggisgæsla í fangelsinu er í lágmarki og flestar konurnar sem þar afplána eru sekar um ýmis konar hvítflibbaglæpi. Holmes er án efa frægasta konan sem situr inni í Bryan þessa stundina en meðal samfanga hennar er Jen Shah, sem aðdáendur raunveruleikaþátta ættu að kannast við úr Real Housewives of Salt Lake City. Shah, líkt og Holmes, situr inni fyrir fjársvik.   

HúsmóðirJen Shah, raunveruleikastjarna úr sjónvarpsþáttunum Real Housewives of Salt Lake City, afplánar dóm fyrir fjársvik og peningaþvætti í sama fangelsi og Holmes afplánar sinn dóm.

Shah gæti verið herbergisfélagi Holmes en fangar eru yfirleitt í fjórar til átta saman í svefnklefa í tveggja manna kojum. 

Holmes hefur nú sagt skilið við svarta rúllukragann sem hún klæddist í þeirri trú að vera tekin alvarlega, líkt og Steve Jobs, í Kísildalnum. Það var reyndar hennar eigin ákvörðun en hún hefur lítið að segja um klæðaburðinn í fangelsinu: Khaki-buxur og khaki-skyrta verður einkennisklæðnaðurinn næstu árin. 

Fangarnir í FPC Bryan eru vaktar klukkan 6 á hverjum morgni, að því er fram kemur í handbók fangelsisins. Daglegt líf snýst svo um vinnu og tómstundir. Allir fangar þurfa að vinna og er tímakaupið á bilinu 12 sent til 1,15 Bandaríkjadala. Vinnan felst ýmist í matarundirbúningi eða verksmiðjuvinnu. Utan vinnutíma geta fangar tekið námskeið í viðskiptafræði og erlendum tungumálum, horft á sjónvarpið, stundað íþróttir eða sótt trúarathafnir.   

Holmes getur talað við fjölskyldu sína með myndsímtölum og fær heimsóknir frá eiginmanni sínum og börnum um helgar og á sérstökum frídögum. Börn Holmes verða 11 og 13 ára þegar hún lýkur afplánun. Holmes er í hópi kvenna sem fer ört fjölgandi í fangelsum í Bandaríkjunum, síðustu tvo áratugi hefur kvenkyns föngum fjölgað um 700 prósent. Meirihluti þeirra eru mæður, rétt eins og Holmes.  

Gert að greiða milljarða í skaðabætur

Auk þess að afplána 11 ára fangelsisdóm var Holmes dæmd til að greiða 452 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 64 milljörðum króna. Upphæðin skiptist á milli hennar og Ramesh “Sunny” Balwani, fyrrum kærasta og viðskiptafélaga. Hann hlaut þyngri dóm en hún, 13 ár, og hóf afplánun í apríl eftir árangurslausar áfrýjunartilraunir. 

Sjálf hefur Holmes gefið út að hún sé nánast gjaldþrota og geti ekki einu sinni greitt lögfræðingum sínum. Lífið hefur því breyst talsvert. Fjölmiðlar, sem áður fjölluðu um Holmes sem yngsta kvenkyns milljarðamæringinn sem byrjaði frá grunni og „næsta Steve Jobs“ er núna „frumkvöðullinn sem féfletti fræðgarmenni“ á borð við Henry Kissinger fyrrverandi innanríkisráðherra. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár