Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga

Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt að­gerð­ir sem sporna eiga við verð­bólgu og draga úr þenslu. Auka á við stuðn­ing til leigj­enda og stuðn­ing við upp­bygg­ingu í íbúða á leigu­mark­aði. Þá verða launa­hækk­an­ir æðstu ráða­manna 2,5% í stað 6%. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækka því um 62 þús­und krón­ur á mán­uði í stað 148 þús­und króna.

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga
Berjast gegn verðbólgu Ríkisstjórnin tekst á við verðbólgudrauginn. Mynd: Bára Huld Beck

Laun ráðamanna hækka minna en ráð var fyrir gert, lífeyrir almannnatryggingar verður hækkaður, frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað afturvirkt, stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða og hlutdeildarlán verða aukin og framkvæmdum á vegum hins opinbera verður frestað. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórninn hefur kynnt, sem miða að því að takast á við verðbólgu.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem umræddar aðgerðir eru tíundaðar er lögð áhersla á að afkoma ríkissjóðs fari stórbatnandi miðað við áætlanir og frumjöfnuður verði jákvæður um 44 milljarða króna, 90 milljörðum betri afkoma en reiknað var með við samþykkt fjárlaga í desember síðastliðnum.

„Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting“
úr tilkynningu ríkisstjórnarinnar

Til viðbótar við þessa bættu afkomu sé því nú ráðist í aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu og gegn hækkun vaxta, til að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu. Þar ber fyrst að nefna að leggja á fram frumvarp um að launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins verði í ár 2,5 prósent, í stað 6 prósent. „Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting,“ segir í tilkynningunni. Laun Katrínar Jakobsdóttur munu því sem dæmi hækka um tæpar 62 þúsund krónur á mánuði, í stað þess að hækka um 148 þúsund krónur. Eftir hækkunina verður forsætisráðherra með 2.532.293 krónur í mánaðarlaun.

Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að til verja kaupmátt örorku- og ellilifeyrisþega verði lífeyrir almannatrygginga hækkaður um 2,5 prósent frá miðju ári, ogan á 7,4 prósent hækkun í upphafi árs.

Hækka frítekjumark leigjenda

Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5 prósent afturvirkt frá ársbyrjun og unnið er að lagabreytingum sem muni bæta réttarstöðu leigjenda. Á starfshópur að skila niðurstöðum þar um fyrir 1. júlí.

Samkvæmt tillögunum á að kanna lagabreytingar er lúta að heimagistingu, með það að markmiði að draga úr þrýsting á húsnæðismarkað. Að sama skapi á að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða inna almenna íbúðakerfisins. Framlög til hlutdeildarlána verða einnig tvöfölduð þannig að á árunum 2024 og 2025 verði byggðar árlega 1.000 íbúðir með stuðningi ríkisins. Þá verði 250 íbúðum aukið við áætlanir yfirstandandi árs.

Þá á að draga saman seglin í rekstri ríkisins með frestun framkvæmda og því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum. Meðal þeirra framkvæmda sem verður frestar eru nýbygging stjórnarráðsins, sem raunar hefur áður verið frestað, og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Þá á að afla nýrra tekna upp á rúma 18 milljarða með ýmsum leiðum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár