Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga

Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt að­gerð­ir sem sporna eiga við verð­bólgu og draga úr þenslu. Auka á við stuðn­ing til leigj­enda og stuðn­ing við upp­bygg­ingu í íbúða á leigu­mark­aði. Þá verða launa­hækk­an­ir æðstu ráða­manna 2,5% í stað 6%. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækka því um 62 þús­und krón­ur á mán­uði í stað 148 þús­und króna.

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga
Berjast gegn verðbólgu Ríkisstjórnin tekst á við verðbólgudrauginn. Mynd: Bára Huld Beck

Laun ráðamanna hækka minna en ráð var fyrir gert, lífeyrir almannnatryggingar verður hækkaður, frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað afturvirkt, stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða og hlutdeildarlán verða aukin og framkvæmdum á vegum hins opinbera verður frestað. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórninn hefur kynnt, sem miða að því að takast á við verðbólgu.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem umræddar aðgerðir eru tíundaðar er lögð áhersla á að afkoma ríkissjóðs fari stórbatnandi miðað við áætlanir og frumjöfnuður verði jákvæður um 44 milljarða króna, 90 milljörðum betri afkoma en reiknað var með við samþykkt fjárlaga í desember síðastliðnum.

„Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting“
úr tilkynningu ríkisstjórnarinnar

Til viðbótar við þessa bættu afkomu sé því nú ráðist í aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu og gegn hækkun vaxta, til að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu. Þar ber fyrst að nefna að leggja á fram frumvarp um að launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins verði í ár 2,5 prósent, í stað 6 prósent. „Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting,“ segir í tilkynningunni. Laun Katrínar Jakobsdóttur munu því sem dæmi hækka um tæpar 62 þúsund krónur á mánuði, í stað þess að hækka um 148 þúsund krónur. Eftir hækkunina verður forsætisráðherra með 2.532.293 krónur í mánaðarlaun.

Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að til verja kaupmátt örorku- og ellilifeyrisþega verði lífeyrir almannatrygginga hækkaður um 2,5 prósent frá miðju ári, ogan á 7,4 prósent hækkun í upphafi árs.

Hækka frítekjumark leigjenda

Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5 prósent afturvirkt frá ársbyrjun og unnið er að lagabreytingum sem muni bæta réttarstöðu leigjenda. Á starfshópur að skila niðurstöðum þar um fyrir 1. júlí.

Samkvæmt tillögunum á að kanna lagabreytingar er lúta að heimagistingu, með það að markmiði að draga úr þrýsting á húsnæðismarkað. Að sama skapi á að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða inna almenna íbúðakerfisins. Framlög til hlutdeildarlána verða einnig tvöfölduð þannig að á árunum 2024 og 2025 verði byggðar árlega 1.000 íbúðir með stuðningi ríkisins. Þá verði 250 íbúðum aukið við áætlanir yfirstandandi árs.

Þá á að draga saman seglin í rekstri ríkisins með frestun framkvæmda og því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum. Meðal þeirra framkvæmda sem verður frestar eru nýbygging stjórnarráðsins, sem raunar hefur áður verið frestað, og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Þá á að afla nýrra tekna upp á rúma 18 milljarða með ýmsum leiðum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
2
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár