Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“

Rík­is­stjórn­in kom sam­an á auka­fundi í dag vegna stöð­unn­ar í efna­hags­mál­um. „Þótt fyrr hefði ver­ið,“ seg­ir formað­ur Við­reisn­ar, sem gagn­rýn­ir þó að for­mönn­um stjórn­mála­flokka hafi ekki ver­ið kynnt­ar nein­ar til­lög­ur á fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“
Aðgerðir „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

Þingmenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir svörum frá forsætisráðherra í upphafi þingfundar um það sem fram fór á sérstökum aukafundi ríkisstjórnarinnar um stöðuna í efnahagsmálum í ráðherrabústaðnum fyrr í dag. 

Á sérstökum fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna til umræðu, auk frumvarps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu sem felur í sér breytingar á lögum um almannatryggingar og húsnæðisbætur. 

ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, gaf lítið fyrir málflutning formanns Viðreisnar á þingfundi í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði formenn stjórnmálaflokkanna sömuleiðis á fund í morgun. Lítið kom hins vegar fram á þeim fundi um fyrirhugaðar aðgerðir ef marka má orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Þær eru ekki betur á veg komnar en svo að á fundi formanna stjórnmálaflokkanna nú í morgun var ekki hægt að greina frá inntaki þeirra því að það þyrfti frekari snúning í ríkisstjórninni og í þingflokkunum og meiri hluta fjárlaganefndar, eins og þessi staða hafi verið að teiknast upp bara núna í síðustu viku,“ sagði Þorgerður í óundirbúnum fyrirspurnartíma þar sem hún beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra. 

Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar kosti venjulegt fólk mörg hundruð þúsund krónur á dag

„Það er auðvitað fagnaðarefni að ríkisstjórnin sé að vakna af draumsvefni um frumjöfnuð og hagvöxt, en hverju breytir það fyrir fólkið sem greiddi 130.000 krónur í afborgun af 40 milljón króna láni fyrir ári en borgar nú 360.000 krónur af sama láni? Sinnuleysi forsætisráðherra og ríkisstjórnar kostar venjulegt fólk mörg hundruð þúsund krónur á hverjum degi.“

„Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,
um aukafund ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum.

Forsætisráðherra sagði málflutning formanns Viðreisnar dæmalausan og sakaði Þorgerði Katrínu um minnisleysi. „Því hér eru svo sannarlega búnar að vera mótvægisaðgerðir vegna stöðunnar í efnahagsmálum allt árið,“ sagði Katrín og nefndi aukinn húsnæðisstuðning og hækkun almannatrygginga sem dæmi. „Hér er talað eins og ekkert hafi verið gert, það er rangt.“

Katrín sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að takast á við ástandið í efnahagsmálum miða að því að stemma stigu við þenslu. Aðgerðirnar, að sögn forsætisráðherra, snúa að því að „tryggja kjör almennings í þessu landi í gegnum verðbólguna“. 

„Ó, vakna þú, mín Þyrnirós. Og það er loksins að Þyrnirós er að rumska,“ sagði Þorgerður Katrín, það væri vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin er að vakna. Spurningunni sé þó ekki enn svarað. „Eftir 13 stýrivaxtahækkanir í röð sér ríkisstjórnin núna loksins tækifæri á því að bregðast við til að svara fólkinu sem fer úr 140.000 króna afborgun af láni í 360.000, af því að hún hefur ekki svarað. Hún verður að segja af hverju og hvað breyttist. Hvað varð til þess að hún vaknaði af þessum þyrnirósarsvefni?“

Katrín sagði málflutning Þorgerðar ekki standast skoðun þar sem hún hafi sjálf verið mað sama málflutninginn um stöðu efnahagsmála, „ óháð verðbólgu, óháð atvinnuástandi, óháð hagvexti hefur þetta verið málflutningurinn alveg frá árinu 2018. Það er ekkert verið að gera í efnahagsmálum og það er ekki verið að bregðast rétt við.“ Katrín sagðist þá velta því fyrir sér hvernig þingmenn Viðreisnar ætla að útskýra það að afkoma á frumjöfnuði sé nú 90 milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga. 

„Hvernig ætla háttvirtir þingmenn Viðreisnar að útskýra það þegar hér er alltaf talað eins og húsið sé að brenna, sé brunnið, alveg sama hver staðan er í rauninni í efnahagsmálum?“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Katrín gefur kannski lítið fyrir orð Þorgerðar en stærstur hluti þóðarinnar gefur ekki neitt fyrir orð Katrínar enda hefur hún svikið nánast alt sem hún lofaði fyrir 6-7 árum síðan og búin að glata öllu trausti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár