Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra

For­svars­menn Sam­herja, þar á með­al Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri, hafa hald­ið því fram að Namib­íu­mál­ið hafi eng­in áhrif haft á við­skipti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins. Lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði hins veg­ar fyr­ir dómi í Bretlandi í síð­asta mán­uði að stór­ir við­skipta­vin­ir hefðu stöðv­að við­skipti sín við fyr­ir­tæk­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar um mál­ið.

Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
Ósamræmi Ekki er samræmi milli yfirlýsinga forsvarsmanna Samherja, Björgólfs Jóhannssonar fyrrverandi setts forstjóra, og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra annars vegar, og lögmanns fyrirtækisins hins vegar. Mynd: Vísir/Sigurjón

Yfirlýsingar lögmanns Samherja í lögbannsmáli vegna listgjörningsins „We‘re Sorry“ í Bretlandi í lok síðasta mánaðar stangast á við fyrri málflutning forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins. Í yfirlýsingum lögmannsins, Christophers James Grieveson, kom fram að í kjölfarið á uppljóstrunum fjölmiðla um framgöngu fyrirtækisins í Namibíu hefði fyrirtækið orðið fyrir verulegu viðskiptalegu tjóni. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar til að mynda Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Björgólfs Jóhannsonar, fyrrverandi forstjóra, sem báðir hafa lýst því að málið hafi ekki haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins.

Fyrst var greint frá Namibíumálinu í nóvember árið 2019, þegar Stundin, Kveikur, Wikileaks og Al Jezeera sögðu frá því að útgerðarfélagið Samherji hefði stundað stórfelldar mútugreiðslur, í gegnum net skattaskjóla, til stjórnmálamanna- og embættismanna í Namibíu í því skyni að ná til sín fiskveiðikvóta.

Sagði málið ekki hafa haft teljandi áhrif á rekstur

Á Þorláksmessu það sama ár sendi Björgólfur Jóhannsson, þá starfandi forstjóri Samherja, starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann fór yfir málið og sagði þar meðal annars: „Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og þar er fyrst og fremst ykkur að þakka.“

„Við höf­um ekki tapað nein­um viðskipta­vin­um hingað til“
Björgólfur Jóhannsson
settur forstjóri Samherja, í viðtali við IntraFish í janúar 2020

Í janúar 2020 sagði Björgólfur jafnframt í viðtali við fiskveiðifréttavefinn IntraFish að Samherji hefði ekki tapað neinum viðskiptavinum frá því að greint var frá Namibíumálinu. „Við höf­um ekki tapað nein­um viðskipta­vin­um hingað til en þeir eru áhyggjufullir vegna þessa og við höfum unnið mjög náið með þeim.“

Namibíumálið var þarna aðeins tveggja mánaða gamalt og því mögulegt að áhrif þess hafi ekki verið komin fram í viðskiptum Samherja. Hins vegar, ef marka má síðari yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækisins, komu neikvæð viðskiptaleg áhrif alls ekki fram yfirhöfuð.

Þorsteinn sagði samstarfsaðila hafa haldið tryggð við Samherja

Á vef Samherja var í júlí á síðasta ári birt frétt um ársuppgjör fyrirtækisins og vísað í aðalfund þess sem haldinn var á Dalvík 19. júlí 2022. Í fréttinni var vitnað í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra þar sem hann ræddi rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Þar sagði Þorsteinn: „Í þessu sambandi er ánægjulegt að geta undirstrikað að samstarfsaðilar okkar um allan heim hafa haldið tryggð við okkur.“

„Mikilvægir samstarfsaðilar fyrirtækisins, eins og bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið“
Úr ársreikningi Samherja fyrir árið 2021

Í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2021 segir einnig, um rannsóknina á Namibíumálinu, að „mikilvægir samstarfsaðilar fyrirtækisins, eins og bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið“.

Töluvert átak þurfti til

Allar þessar yfirlýsingar eru í mótsögn við vitnisburð Christophers James Grieveson, lögmanns hjá norsku lögfræðistofunni Wikborg Rein. Grieveson kom fram sem lögmaður Samherja í lögbannsmáli sem fyrirtækið höfðaði á hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, í síðasta mánuði úti í Bretlandi. Fór fyrirtækið fram á að sett yrði lögbann á vefsíðuna samherji.co.uk, sem er hluti af listgjörningi Odds, „We‘re Sorry“.

„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Christopher James Grieveson
lögmaður Samherja

Í vitnisburði Grieveson rakti hann meðal annars að þegar ásakanir á hendur Samherja vegna framferðis fyrirtækisins í Namibíu komu fram hefðu sumir stærstu viðskiptavinir Samherja í Bretlandi stöðvað viðskipti við fyrirtækið. Það hefði misst töluverð viðskitpi og það hefði þurft „verulegt átak“ af hálfu Samherja til að ná að létta stöðvuninni. „Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum. Í það minnsta myndi staðan kalla á verulegar fjárhæðir í kynningar- og almannatengslakostnað.“

Grieveson bætti enn fremur við að velvilji væri til staðar í Bretlandi í garð vörumerkisinns Samherja en sá velvilji fengi högg vegna notkunar listamannsins á vörumerkinu án heimildar. „Enn fremur eru margir af breskum viðskiptavinum, og hugsnalegum viðskiptavinum, fiskafurða kæranda [Samherja] stórfyrirtæki sem, af augljósum ástæðum, hafa töluverðar áhyggjur af stöðu mála eins og fullyrt er að þau séu í hinni fölsuðu fréttatilkynningu. Það eru miklar líkur á að lestur hinnar fölsuðu fréttatilkynningar muni hafa áhrif á samskipti þeirra við kæranda og valda alvarlegu fjárhagstjóni, annað hvort með því að þeir eigi alls ekki viðskipti eða með því að kærandi þurfi að leggja í verulegan kostnað til að draga úr áhyggjum þeirra.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Har har har.

    Með ólíkindum hvað menn geta búið til skemmtileg ævintýri sem skauta léttilega framhjá frekar auðsóttum staðreyndum... en keisarinn þarf jú ekki föt ef hann hefur góða að sem harðneita nekt hans.

    "Það eru miklar líkur á að lestur hinnar fölsuðu fréttatilkynningar muni hafa áhrif á samskipti þeirra við kæranda og valda alvarlegu fjárhagstjóni, annað hvort með því að þeir eigi alls ekki viðskipti eða með því að kærandi þurfi að leggja í verulegan kostnað til að draga úr áhyggjum þeirra.“

    Og hvað halda menn gerist ef viðskiftavinir Samherja fá greinagóðar gagnastuddar lýsingar á hvað raunverulega gerðist og hvernig þeir ómeðvitað... eða meðvitað .... tóku þátt í því... með tilvísunum um sambærileg mál og afleiðingarnar sem þeir sem þeim tengdust urðu fyrir þegar tekið var á þeim málum með fullum ásetningi og vönduðum vinnubrögðum aðila sem íslensk stjórnvöld hafa engin tök á að hafa áhrif á ?

    Ó... sönnun þess að það var Deutsche Bank sem var valdur að íslenska bankahruninu finnst meðaL annars með því að lesa stofnskjöl og stoðgögn varðandi stofnun Burlington Loan Management. Þarf nú ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá það... enda ekki að ástæðulausu sem Ramos dómari snéri sér 180 gráður og henti NY málinu út... því annars hefðum við setið í arfaslæmri stöðu gagnvart kröfuhöfum.

    Haldið þið virkilega að kröfuhafar hafi farið í milljarða málaferli til að fá upplýsingar um það sem Kroll var búið að grafa upp ??? Hugmyndin kom frá þáverandi yfirmanni LA deildar Kroll sem var fyrrverandi saksóknari í NY. Flettið því nú upp... er á netinu.

    í sporum Samherja.... myndi ég hafa verulegar áhyggjur... og ekki af einhverjum listamanni sem siglir undir fölsku flaggi. Fyrir þá er öll umfjöllun af hinu illa.

    Stórundarleg þessi naflaskoðun íslenskra stjórnvalda og rannsóknaraðila... sem velja og hafna... á grundvelli góðrar tilfinningar í stað þess að sækja sér gögnin og hreinsa þetta leiðindarmál út af borðinu áður en það stórskaðar íslenskan fiskútflutning.... því það er óhjákvæmileg afleiðing.

    Tíminn vinnur ekki með ykkur viðvaningarnir mínir... peningarþvætti fyrnist seint og skaðabótalögmennirnir erlendu eru ennþá að bíða eftir að röðin komi að þeim.

    Og heldur seint að loka Kýpversku skúffunum eftir að búið var að taka afrit af þeim hlutanum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár