Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.

Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Heimildarinnar um endurvinnslu á fernum. Samkvæmt rannsókn Heimildarinnar hafa nánast allar fernur sem Íslendingar hafa skolað og flokkað undanfarin ár verið sendar erlendis þar sem þær enda hjá sementsverksmiðjum í Evrópu. Þar eru þær brenndar. 

Guðlaugur segist líta málið alvarlegum augum og hefur óskað eftir því að forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðs mæti til sín á fund eftir helgi og útskýri fyrir honum hver staðan sé á málinu.

Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum og hef komið því á framfæri við forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðs og óskað eftir skýringum. Fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir á fund með ráðherra eftir helgi. Umfjöllun Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í yfirlýsingu ráðherra.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár