Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Heimildarinnar um endurvinnslu á fernum. Samkvæmt rannsókn Heimildarinnar hafa nánast allar fernur sem Íslendingar hafa skolað og flokkað undanfarin ár verið sendar erlendis þar sem þær enda hjá sementsverksmiðjum í Evrópu. Þar eru þær brenndar.
Guðlaugur segist líta málið alvarlegum augum og hefur óskað eftir því að forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðs mæti til sín á fund eftir helgi og útskýri fyrir honum hver staðan sé á málinu.
„Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum og hef komið því á framfæri við forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðs og óskað eftir skýringum. Fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir á fund með ráðherra eftir helgi. Umfjöllun Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í yfirlýsingu ráðherra.
Athugasemdir