Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Segir Samherja sýna sitt rétta andlit Odee hefur ekki í hyggju að semja við Samherja, þrátt fyrir boð þar um. Málarekstur mun því halda áfram úti í Bretlandi. Mynd: Odee

Lögmannsstofan Wikborg Rein, fyrir hönd Samherja, bauð listamanninnum Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, sátt í málaferlum sjávarútvegsfyrirtækisins á hendur honum, um leið og ljóst var að Odee hafði fengið lögmenn til að verja hagsmuni sína úti í Bretlandi. Vildi Samherji fella málið niður gegn því að Odee eftirléti fyrirtækinu lénið samherji.co.uk. Odee hefur hins vegar engin áform um að þiggja þá sátt. „Ég trúi á málfrelsið og tjáningarfrelsið og á ekki von á öðru en að ég vinni þetta mál.“

Svo sem Heimildin hefur ítrekað greint frá setti Odee í loftið vefsíðu sem hluta af listgjörningi sínum, „We‘re Sorry“, þar sem hann birti yfirlýsingu þess efnis að Samherji bæðist afsökunar á framferði sínu í Namibíu og héti því að vinna með yfirvöldum, namibískum sem íslenskum, auk annarra aðila og væri reiðubúið til að bæta fyrir gjörðir sínar.

Létu blekkjast af fréttatilkynningunni

Samherji fór fram á það fyrir dómstóli í Bretlandi að sett yrði á bráðabirgða lögbann á umrædda heimasíðu og á það féllst dómari í málinu.   Byggði málflutningur Samherja á því að tilgangur síðunnar, útlit hennar og nafn, hefði verið til að blekkja netnotendur, og lögðu lögmenn fyrirtækisins áherslu á að þeim blekkingum hefði verið beint að breskum neytendum og hugsanlegum viðskiptavinum eða samstarfsaðilum fyrirtækisins þar í landi. Var bent á að minnsta kosti einn fjölmiðill, írska fréttasíðan The Fishing Daily, hefði látið blekkjast og birt frétt upp úr fréttatilkynningunni. Lögmenn Samherja bentu á þetta sem dæmi um skaða sem fréttatilkynningin og vefsíðan hefðu valdið. Umrædd frétt var þó tekin niður af vefsíðu The Fishing Daily.

Óttast frekari skaða á orðspori

Í framburði lögmanns Samherja, Cristophers James Grieveson, varð honum tíðrætt um umrædda fréttatilkynningu. Sagð Grieveson hana innihalda „játningar, afsökunarbeiðnir og loforð sem kærandi [Samherji] hefur einfaldlega ekki sett fram.“

„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Christopher James Grieveson
lögmaður Samherja

Þá hefði Odee með gjörningnum villt um fyrir aðilum í sjávarútvegi og almenningi sem myndu augljóslega tengja efni vefsíðunnar við Samherja og þar með „bera annan hug til kæranda. Hann hefur skaðað, og gæti skaðað, viðskiptavild kæranda og tök fyrirtækisins á að reka starfsemi sína með þeim lögmæta hætti sem kærandi leitast við.“

Segjast ekki vera að reyna að hefta málfrelsi

Þá vakti lögmaður Samherja sérstaka athygli dómara á Odee hefði einnig notað vörumerki Samherja, nafn fyrirtækisins, í stóra veggmynd í Listasafni Reykjavíkur, sem hefði vakið athygli íslenskra fjölmiðla og valdið því að fleiri netnotendur hefðu farið um vefsíðuna. Þó tilgreinir Grieveson lögmaður fyrir dómnum að Samherji hyggist ekki leita til dómstóla vegna veggmyndarinnar í Listasafninu, ekki að svo komnu máli. Ástæðan sé að um sé að ræða tímabundið verk á útskriftarsýningu, og „þó það [fyrirtækið Samherji] gagnrýni verkið, er það ekki að reyna að hefta málfrelsi.“

Fer ófögrum orðum um Samherja og Wikborg Rein

Sem fyrr segir buðu lögmenn Samherja sátt í málinu strax og lögmenn þeir sem Odee hafði fengið til starfa settu sig í samband við Wikborg Rein. „Fyrstu viðbrögð hjá þeim voru að Samherji væri tilbúinn að semja við mig. Þeir vildu í raun bara fella málið niður og fá lénið í sínar hendur,“ segir Odee í samtali við Heimildina.

„Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum“
Odee
um framgöngu Samherja

Odee segir hins vegar að hann hafi hafnað öllum sáttaumleitunum og detti ekki í hug að semja við Samherja um eitt né neitt. „Mín afstaða er að þeir megi fokka sér, þessi norska lögfræðistofa má fokka sér, Samherji má fokka sér. Ég ætla ekki að semja um nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum og í kjölfarið hafa þeir getað sagt að þeir séu saklausir af hinu og þessu sem þeir hafa gert. Með framkomu sinni gagnvart mér sýna þeir bara sitt rétta andlit.“

Málið mun því ganga sinn gang fyrir dómstólum úti í Bretlandi.

Samherji nú með tölvupóstsamskipti fjölda fólks undir höndum

Í úrskurði dómara varðandi lögbannsskröfuna sagði að Odee væri skylt að færa lén vefsíðunnar yfir til Samherja, auk þess að taka niður síðuna, og að tryggja að hún, auk allra netfanga sem henni tengist, verði gerð óvirk þar til dómstóllinn birtir lokaúrskurð í málinu. Samherja er hins vegar óheimilt að nota lénið á nokkurn hátt fyrr en að fenginni heimild dómara. Sömuleiðis var tilgreint að Samherja væri skylt að hlíta hverri þeirri niðurstöðu dómsins sem lyti að því að greiða þyrfti Odee bætur vegna lögbannsins, ef það til þess kæmi.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins er Odee óheimilt að skrá, afla sér eða nota nokkuð lén þar sem orðið samherji kemur fyrir, sem og nokkurt orð sem er því líkt. Þá er honum óheimilt að nota orðið Samherji í titli vefsíðu eða í nokkru útgefnu efni. Sömu sögu er að segja um notkun á vörumerkjum eða útgefnu efni Samherja.

Dómarinn féllst hins vegar ekki á þá röksemd lögmanna Samherja að Odee hefði notað vörumerkin í viðskiptalegu samhengi og byggði ákvörðun sína um lögbannið ekki á því, heldur að um óheimila notkun á vörumerkjum væri að ræða.

Odee var þá jafnframt gert skylt að afhenda Samherja öll tölvupóstsamskipti þar sem notast var við samherji.co.uk netföng. Um er að ræða vel á þriðja hundrað tölvupósta, flestir þeirra eru póstar sem Oddur sjálfur sendi en þó einhverjir tugir þar sem um er að ræða tölvupósta frá nafngreindu fólki, blaðamönnum og öðrum, með persónulegum upplýsingum þeirra. Þá hefur Samherji nú undir höndum.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi gjörningur er sko ekkert slor, sammála SSS
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Því meiri ummfjöllun. því betra fyrir Odee.
    Áfram Oddur alla leið!
    Grálúsugir syndaselir samherja eiga sér engar málsbætur!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár