Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Segir Samherja sýna sitt rétta andlit Odee hefur ekki í hyggju að semja við Samherja, þrátt fyrir boð þar um. Málarekstur mun því halda áfram úti í Bretlandi. Mynd: Odee

Lögmannsstofan Wikborg Rein, fyrir hönd Samherja, bauð listamanninnum Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, sátt í málaferlum sjávarútvegsfyrirtækisins á hendur honum, um leið og ljóst var að Odee hafði fengið lögmenn til að verja hagsmuni sína úti í Bretlandi. Vildi Samherji fella málið niður gegn því að Odee eftirléti fyrirtækinu lénið samherji.co.uk. Odee hefur hins vegar engin áform um að þiggja þá sátt. „Ég trúi á málfrelsið og tjáningarfrelsið og á ekki von á öðru en að ég vinni þetta mál.“

Svo sem Heimildin hefur ítrekað greint frá setti Odee í loftið vefsíðu sem hluta af listgjörningi sínum, „We‘re Sorry“, þar sem hann birti yfirlýsingu þess efnis að Samherji bæðist afsökunar á framferði sínu í Namibíu og héti því að vinna með yfirvöldum, namibískum sem íslenskum, auk annarra aðila og væri reiðubúið til að bæta fyrir gjörðir sínar.

Létu blekkjast af fréttatilkynningunni

Samherji fór fram á það fyrir dómstóli í Bretlandi að sett yrði á bráðabirgða lögbann á umrædda heimasíðu og á það féllst dómari í málinu.   Byggði málflutningur Samherja á því að tilgangur síðunnar, útlit hennar og nafn, hefði verið til að blekkja netnotendur, og lögðu lögmenn fyrirtækisins áherslu á að þeim blekkingum hefði verið beint að breskum neytendum og hugsanlegum viðskiptavinum eða samstarfsaðilum fyrirtækisins þar í landi. Var bent á að minnsta kosti einn fjölmiðill, írska fréttasíðan The Fishing Daily, hefði látið blekkjast og birt frétt upp úr fréttatilkynningunni. Lögmenn Samherja bentu á þetta sem dæmi um skaða sem fréttatilkynningin og vefsíðan hefðu valdið. Umrædd frétt var þó tekin niður af vefsíðu The Fishing Daily.

Óttast frekari skaða á orðspori

Í framburði lögmanns Samherja, Cristophers James Grieveson, varð honum tíðrætt um umrædda fréttatilkynningu. Sagð Grieveson hana innihalda „játningar, afsökunarbeiðnir og loforð sem kærandi [Samherji] hefur einfaldlega ekki sett fram.“

„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Christopher James Grieveson
lögmaður Samherja

Þá hefði Odee með gjörningnum villt um fyrir aðilum í sjávarútvegi og almenningi sem myndu augljóslega tengja efni vefsíðunnar við Samherja og þar með „bera annan hug til kæranda. Hann hefur skaðað, og gæti skaðað, viðskiptavild kæranda og tök fyrirtækisins á að reka starfsemi sína með þeim lögmæta hætti sem kærandi leitast við.“

Segjast ekki vera að reyna að hefta málfrelsi

Þá vakti lögmaður Samherja sérstaka athygli dómara á Odee hefði einnig notað vörumerki Samherja, nafn fyrirtækisins, í stóra veggmynd í Listasafni Reykjavíkur, sem hefði vakið athygli íslenskra fjölmiðla og valdið því að fleiri netnotendur hefðu farið um vefsíðuna. Þó tilgreinir Grieveson lögmaður fyrir dómnum að Samherji hyggist ekki leita til dómstóla vegna veggmyndarinnar í Listasafninu, ekki að svo komnu máli. Ástæðan sé að um sé að ræða tímabundið verk á útskriftarsýningu, og „þó það [fyrirtækið Samherji] gagnrýni verkið, er það ekki að reyna að hefta málfrelsi.“

Fer ófögrum orðum um Samherja og Wikborg Rein

Sem fyrr segir buðu lögmenn Samherja sátt í málinu strax og lögmenn þeir sem Odee hafði fengið til starfa settu sig í samband við Wikborg Rein. „Fyrstu viðbrögð hjá þeim voru að Samherji væri tilbúinn að semja við mig. Þeir vildu í raun bara fella málið niður og fá lénið í sínar hendur,“ segir Odee í samtali við Heimildina.

„Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum“
Odee
um framgöngu Samherja

Odee segir hins vegar að hann hafi hafnað öllum sáttaumleitunum og detti ekki í hug að semja við Samherja um eitt né neitt. „Mín afstaða er að þeir megi fokka sér, þessi norska lögfræðistofa má fokka sér, Samherji má fokka sér. Ég ætla ekki að semja um nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum og í kjölfarið hafa þeir getað sagt að þeir séu saklausir af hinu og þessu sem þeir hafa gert. Með framkomu sinni gagnvart mér sýna þeir bara sitt rétta andlit.“

Málið mun því ganga sinn gang fyrir dómstólum úti í Bretlandi.

Samherji nú með tölvupóstsamskipti fjölda fólks undir höndum

Í úrskurði dómara varðandi lögbannsskröfuna sagði að Odee væri skylt að færa lén vefsíðunnar yfir til Samherja, auk þess að taka niður síðuna, og að tryggja að hún, auk allra netfanga sem henni tengist, verði gerð óvirk þar til dómstóllinn birtir lokaúrskurð í málinu. Samherja er hins vegar óheimilt að nota lénið á nokkurn hátt fyrr en að fenginni heimild dómara. Sömuleiðis var tilgreint að Samherja væri skylt að hlíta hverri þeirri niðurstöðu dómsins sem lyti að því að greiða þyrfti Odee bætur vegna lögbannsins, ef það til þess kæmi.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins er Odee óheimilt að skrá, afla sér eða nota nokkuð lén þar sem orðið samherji kemur fyrir, sem og nokkurt orð sem er því líkt. Þá er honum óheimilt að nota orðið Samherji í titli vefsíðu eða í nokkru útgefnu efni. Sömu sögu er að segja um notkun á vörumerkjum eða útgefnu efni Samherja.

Dómarinn féllst hins vegar ekki á þá röksemd lögmanna Samherja að Odee hefði notað vörumerkin í viðskiptalegu samhengi og byggði ákvörðun sína um lögbannið ekki á því, heldur að um óheimila notkun á vörumerkjum væri að ræða.

Odee var þá jafnframt gert skylt að afhenda Samherja öll tölvupóstsamskipti þar sem notast var við samherji.co.uk netföng. Um er að ræða vel á þriðja hundrað tölvupósta, flestir þeirra eru póstar sem Oddur sjálfur sendi en þó einhverjir tugir þar sem um er að ræða tölvupósta frá nafngreindu fólki, blaðamönnum og öðrum, með persónulegum upplýsingum þeirra. Þá hefur Samherji nú undir höndum.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi gjörningur er sko ekkert slor, sammála SSS
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Því meiri ummfjöllun. því betra fyrir Odee.
    Áfram Oddur alla leið!
    Grálúsugir syndaselir samherja eiga sér engar málsbætur!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár