Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þvöl depurð nýhyggjunar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.

Þvöl depurð nýhyggjunar
Leit að hugarró og vellíðan Í Lóninu er fjallað um eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma. Mynd: Tjarnarbíó
Leikhús

Lón­ið

Niðurstaða:

Tjarnarbíó

Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius

Flytjendur: Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbönd: Hákon Örn Helgason og Nikulás Tumi Hlynsson

Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir

Niðurstaða: Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.

Gefðu umsögn

Leikárið lengist með hverju árinu sem líður, sem er vel. Þessi þróun gefur meira pláss fyrir ný sviðsverk og eykur vonandi fjölbreytni. Lónið eftir Magnús Thorlacius, sem er bæði höfundur texta og leikstjóri, var upphaflega lokaverkefni við sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Sviðshöfunda- og samtímadansdeildirnar opnuðu fyrir flóðgáttir sköpunar þegar listgreinarnar fundu varanlegan samastað innan háskólakerfisins og sér ekki fyrir endann á þeim gjörningi.

Við lifum á tímum síðnýhyggjunnar, í veröld þar sem afleiðingar öfgakapítalismanns eru farnar að hafa veruleg áhrif á sálarlíf venjulegs fólks. Nýja kynslóð sviðslistafólksins er að taka við, meðvituð um samfélagsástandið og keppist við að finna tjáningarleiðir fyrir vaxandi depurð, jafnvel örvæntingu. Á vegferð sinni hika þau ekki við að má út landamæri á milli listforma, oft með forvitnilegum afleiðingum.

Lónið minnir stundum á Ekkert er sorglegra en manneskjan, eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson, sem var á sama sviði fyrir tveimur árum en er meira í ætt við dansverk heldur en óperu. Magnús nálgast umfjöllunarefni sitt af naumhyggju og innsýn. Sviðshreyfingar Ragnhildar Birtu Ásmundsdóttur liðast á milli texta Magnúsar, sem eru í senn aflíðandi og beitt:

„Bara ef þið vissuð hvað væri í gangi. Það eru pappírar. Skjöl. Leynileg skjöl. Almenningur fær ekki aðgang að þessum skjölum. Ég og þú? Nei, nei. En þau eru til. Sama hvort þú trúir á þau eða ekki. Og þau eru stórhættuleg. Sko. Ég er að segja ykkur það. Það eru hlutir í gangi hérna sem þið hafið ekki hugmynd um.“

Texti Magnúsar ferðast um gráu svæði mannlegra tilfinninga og skoðana. Áhorfendum er boðið að fylla í eyðurnar og reyna að snerta á því sem hrjáir okkur. Eru þessi orð birtingarmynd samsæriskenninga, vantrausts til stjórnmálafólks eða óöryggis? Kannski allt í senn? Hvernig athafna einstaklingar sig í heimi grárra svæða?

Flytjendur eru klæddir í einfalda búninga, svartar buxur og bláar skyrtur, og bera svartar töskur. Berfætt vaða þau í litlu lóni og hvíla sig með reglulegu millibili á forláta viðarkössum. Leikmynda- og búningahönnuðir eru ekki tilgreindir en eru að öllum líkindum samansett af hópnum sem vinnur laglega saman. Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir flytja verkið en öll eru þau að stíga sín fyrstu skref í listsköpun sinni, líkt og listrænir stjórnendur Lónsins. Rakel og Melkorka skila sínum hlutverkum vel en Jökull sýnir að frammistaða hans í fyrri verkum þessa leikárs var engin tilviljun. Hann ber alltaf eitthvað nýtt á borð, með öruggri framkomu ætíð krydduð með einhverju nýju.

Að lokum er vert að nefna sérstaklega Ísidór Jökul Bjarnason sem er á hraðri uppleið á sinni vegferð í leikhúsinu og er tónlistarmaður til að taka eftir. Hann hefur einstaka lagni við að lyfta upp framvindunni á leiksviðinu en samtímis setja sitt eigið mark á sýninguna. Hljóðheimar hans eru forvitnilegir, kraftmiklir og eftirminnilegir.

Hin nýja kynslóð er að stíga fast til jarðar en horfir kannski of mikið inn á við frekar en að mæta með hvelli sem verður til þess að sumar senur dragast á langinn og verða of innhverfar. En miðað við efnistök og úrvinnslu er margt sem áhorfendur geta beðið spenntir eftir í framtíðinni.

Niðurstaða:

„Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.“

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár