Kjartan Ólafsson er hættur sem stjórnarformaður laxeldisfyrirtækisins Arnarlax. Hann verður í staðinn almennur stjórnarmaður. Þetta var ákveðið á aðalfundi Arnarlax sem haldinn var í vikunni og koma upplýsingarnar fram í fundarboðinu um fundinn. Í stað Kjartans verður fyrrverandi forstjóri Salmar, stærsta hluthafa Arnarlax, stjórnarformaður. Sá maður heitir Leif Inge Nordhammer. Bæði stjórnarformaður og forstjóri Arnarlax eru nú Norðmenn en forstjórinn heitir Björn Hembre.
Heimildin sendi Kjartani skilaboð um af hverju hann er að hætta sem stjórnarformaður Arnarlax. Kjartan svaraði ekki spurningunni.
Með þessari breytingu lýkur áralangri veru Kjartans í stóli stjórnarformannsins Arnarlax. Kjartan hefur verið andlit Arnarlax og helsti talsmaður út á við um margra ára skeið. Hann er auk þess nokkuð stór hluthafi í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Gyðu ehf. Kjartan fékk lán frá Salmar til að kaupa hlutabréfin í Arnarlaxi og hafa þau margfaldast í verði. …
Athugasemdir (1)