Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjartan hættir sem stjórnarformaður

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.

Kjartan hættir sem stjórnarformaður
Hættir sem stjórnarformaður Kjartan Ólafsson er hættur sem stjjórnarformaður Arnarlax eftir að hafa leitt félagið um árabil.

Kjartan Ólafsson er hættur sem stjórnarformaður laxeldisfyrirtækisins Arnarlax. Hann verður í staðinn almennur stjórnarmaður. Þetta var ákveðið á aðalfundi Arnarlax sem haldinn var í vikunni og koma upplýsingarnar fram í fundarboðinu um fundinn. Í stað Kjartans verður fyrrverandi forstjóri Salmar, stærsta hluthafa Arnarlax, stjórnarformaður. Sá maður heitir Leif Inge Nordhammer. Bæði stjórnarformaður og forstjóri Arnarlax eru nú Norðmenn en forstjórinn heitir Björn Hembre. 

Heimildin sendi Kjartani skilaboð um af hverju hann er að hætta sem stjórnarformaður Arnarlax. Kjartan svaraði ekki spurningunni. 

Með þessari breytingu lýkur áralangri veru Kjartans í stóli stjórnarformannsins Arnarlax. Kjartan hefur verið andlit Arnarlax og helsti talsmaður út á við um margra ára skeið. Hann er auk þess nokkuð stór hluthafi í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Gyðu ehf. Kjartan fékk lán frá Salmar til að kaupa hlutabréfin í Arnarlaxi og hafa þau margfaldast í verði. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Bendir til að draga eigi úr starfseminni á Bíldudal, heimaslóðum Kjartans. Þeir virðast ekki lengur hafa þörf fyrir hann til að jagast í sveitarstjórninni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár