Bensínlítrinn er hvergi dýrari en á Íslandi meðal ríkja Evrópusambandsins, og raunar innan Evrópska efnahagssvæðisins alls. Álögur hins opinbera á bensín skýra að einhverju leyti hið háa verð, auk flutningskostnaðar. Eftir stendur álagning olíufélaganna sem starfa hérlendis, til að skýra mismun á milli Íslands og hinna Evrópulandanna.
Raunar er bensínverð á Íslandi það þriðja hæsta í heiminum öllum, sé miðað við vefsíðuna Global Petrol Prices, sem safnar gögnum um eldsneytisverð í yfir 150 ríkjum heims. Aðeins í Hong Kong, sem raunar er ekki sjálfstætt ríki, og í Mónakó er eldsneyti dýrara en hér á landi.
316,5 kr/l
Meðalverð á 95 oktana bensíni á Íslandi var, 15. maí síðastliðinn, 316,5 krónur hver lítri, samkvæmt gögnum sem framkvæmdastjórn ESB tekur saman. Hlutfall opinberra gjalda þar af var 157,5 krónur, eða rétt tæpur helmingur verðsins, 49,8 prósent. Næsthæsta meðalverðið á bensínlítranum er í …
Athugasemdir (1)