Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einkaneysla dregst minnst saman á Íslandi á Norðurlöndunum

Einka­neysla fólks dregst hlut­falls­lega minna sam­an hér á landi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Seðla­banki Ís­lands hef­ur gagn­rýnt bæði einka­neyslu Ís­lend­inga og slæm áhrif launa­hækk­ana á eyðslu og þenslu hér á landi. Einka­neysla á Ís­landi í fyrra var sú mesta á Ís­landi frá ár­inu 2005.

Einkaneysla dregst minnst saman á Íslandi á Norðurlöndunum
Einkaneysla eykst Einkaneysla á Íslandi heldur áfram að aukast á milli ára og spári Seðlabankinn því að hún hafi aukist um 6,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Einkaneysla fólks á Íslandi breytist minnst á milli mánaða og ára, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir, miðað við hin Norðurlöndin. Í Svíþjóð dróst einkaneyslan til dæmis saman um 2 og 4 prósent á milli ára í febrúar og mars á þessu ári, miðað við sömu mánuði í fyrra. Á meðan spáir Seðlabanki Íslands  því í riti sínu, Peningamálum, að einkaneyslan á Íslandi hafi aukist um 6,8 prósent á milli ára fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2022. Sambærileg tala í Svíþjóð er að að einkaneyslan hefur dregist saman um 1,7 prósent á þessu sama tímabili.

Athygli vekur líka hversu  mikið meira einkaneyslan jókst á Íslandi í fyrra, í kjölfar Covid, en til dæmis í Svíþjóð.

„Í svona árferði þenslu getur verið auðveldara fyrir fyrirtæki að fleyta verðhækkunum í gegn.“
Róbert Farestveit,
hagfræðingur hjá ASÍ

Hin Norðurlöndin hafa einnig upplifað talsverða verðbólgu og stýrivaxtahækkanir þrátt fyrir að vextirnir hér á landi séu langhæstir …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Fimmta hver króna í umferð var "prentuð" á undanförnum rúmlega tveimur árum, EFTIR að verðbólga rauf efri vikmörk verðbólgumarkmiðs stjórnvalda og seðlabankans. Hver sá sem leyfði því að gerast ber óskipta ábyrgð á allri verðbólgu og vaxtahækkunum síðan þá. Það er ekki launafólk því það getur ekki "prentað" peninga heldur aðeins millifært þá. Verðbólga mælir verðlag og verð eru ákveðin af atvinnurekendum. Oft er spurt hvernig eigi að ná tökum á verðbólgunni, en svarið við því er að auðveldasta leiðin til að halda verðbólgu í skefjum er að sleppa því einfaldlega að búa hana til.
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Sigurður Jóhannesson og Gylfi Zoega eru með bestu greininguna. Nefna t.d. báðir mikil áhrif sem hraður vöxtur ferðaþjónustu eftir Covid hefur. Því er nánast ekkert atvinnuleysi og eigendur ferðaþjónustufyrirtækja græða á tá og fingri sem fer í einkaneyslu. Það mættu fara fleiri seðlar úr ferðaþjónustu í ríkiskassann líkt og í samanburðarlöndunum, það mundi snar hægja á einkaneyslunni og verðbólgunni. Annað sem má benda á er að stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar við ferðaþjónustu- og ótrúlegustu fyrirtæki í Covid, var mjög rausnarlegur greiði sem endurspeglaðist í því að algjör methagnaður var af fyrirtækjum út úr Covid kreppunni. Í raun glórulaus peningaprentun sem er núna eftir Covid að flæða af krafti frá fyrirtækjaeigendum út í einkaneyslu og verðbólgu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár