Einkaneysla fólks á Íslandi breytist minnst á milli mánaða og ára, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir, miðað við hin Norðurlöndin. Í Svíþjóð dróst einkaneyslan til dæmis saman um 2 og 4 prósent á milli ára í febrúar og mars á þessu ári, miðað við sömu mánuði í fyrra. Á meðan spáir Seðlabanki Íslands því í riti sínu, Peningamálum, að einkaneyslan á Íslandi hafi aukist um 6,8 prósent á milli ára fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2022. Sambærileg tala í Svíþjóð er að að einkaneyslan hefur dregist saman um 1,7 prósent á þessu sama tímabili.
Athygli vekur líka hversu mikið meira einkaneyslan jókst á Íslandi í fyrra, í kjölfar Covid, en til dæmis í Svíþjóð.
„Í svona árferði þenslu getur verið auðveldara fyrir fyrirtæki að fleyta verðhækkunum í gegn.“
Hin Norðurlöndin hafa einnig upplifað talsverða verðbólgu og stýrivaxtahækkanir þrátt fyrir að vextirnir hér á landi séu langhæstir …
Athugasemdir (2)