Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt. Nefnd­in bend­ir hins veg­ar á að horft verði til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti og verklag í Seðla­banka Ís­lands sem snýst um að tryggja betri vald­dreif­ingu frá seðla­banka­stjóra.

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð
Verður formaður fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankastjóri, sem í dag er Ásgeir Jónsson, verður formaður fjármálaeftirlitsnefndar ef nýtt frumvarp um Seðlabanka Íslands verður að lögum, líkt og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður samþykkt. Mynd: Bára Huld Beck

Efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis segir að frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands eigi að vera samþykkt á Alþingi. Frumvarpið felur í sér breytingar á skipulagi og verkefnum svokallaðrar fjármálaeftirlitsnefndar, meðal annars að seðlabankastjóri verði formaður nefndarinnar. Nefndin er æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits á Íslandi og tekur meðal annars ákvarðanir um í hvaða farveg mál sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur rannsakað fara. Hún ákveður til dæmis endanlega upphæðir sekta vegna brota á lögum sem ríkja á fjármálamarkaði og eins hvort vísa eigi málum til rannsóknar hjá lögreglu. Nefndin hefur því talsverðar valdheimildir og möguleika til að taka stórar ákvarðanir um rannsóknir á meintu misferli á fjármálamarkaði. 

Í nefndaráliti sem efnahags- og viðskiptanefnd birti nýlega um frumvarpið á vef Alþingis segir meðal annars: „Að framangreindu virtu leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.Um er að ræða frumvarp sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram. 

„Engu að síður telur nefndin mikilvægt að framangreindar athugasemdir ytra mats nefndarinnar verði teknar til skoðunar í náinni framtíð“
Úr nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar

Frumvarpið sagt ýta undir samþjöppun valds

Þrátt fyrir þetta þá bendir efnahags- og viðskiptanefnd líka á það að Seðlabanki Íslands þurfi að taka mark á ábendingum um aukna samþjöppun valda í bankanum hjá seðlabankastjóra. Þessar ábendingar komu fram í skýrslu þriggja erlendra sérfræðinga sem unnin var um frumvarpið.

Heimildin fjallaði um þessa skýrslu í febrúar en talsverð umræða var skýrsluna og lagafrumvarpið í íslenskra stjórnkerfinu og hjá stjórnmálamönnum. 

Með lagafrumvarpinu verður seðlabankastjóri, sem í dag er Ásgeir Jónsson, formaður allra þriggja fastanefnda Seðlabanka Íslands. Seðlabankastjóri hefur verið formaður peningastefnu- og fjármálastöðugleikanefndar og verður nú einnig formaður fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Fjármálaeftirlitsnefndin kom í stað stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) þegar stofnanirnar sameinuðust. Hingað til hefur formaður fjármálaeftirlitsnefndarinnar verðið pólitískt skipaður af fjármálaráðherra, sem í dag er Bjarni Benediktsson, en verður nú seðlabankastjóri sem er æðsti starfsmaður bankans. Munurinn verður því líka sá að í stað þess að formaður nefndarinnar sé utanaðkomandi aðili þá verður formaðurinn nú Seðlabankastjóri. 

Í skýrslunni um lagafrumvarpið gagnrýndu höfundarnir þetta og sögðu meðal annars að valddreifingin innan bankans hafi ekki verið nægilega tryggð fyrir þessa breytingu. Þeir sögðu að valdasamþjöppunin yrði þá enn meiri ef af þessari breytingu yrði. „Jafnvel þó að uppbygging nefndanna hafi hingað til verið nokkuð skilvirk, þá hefur hún með fremur takmörkuðum hætti dreift valdinu innan bankans til annarra en seðlabankastjóra. Þetta er kannski ekki augljóst þegar horft er til þess hvernig kosið er í nefndunum eða út frá lagalegu hlutverki þeirra en þetta virðist vera alveg ljóst í okkar huga þegar horft er heildrænt á starf þeirra. Og þetta verður enn þá frekar svona ef fyrirliggjandi breytingar á umboði og stjórnun fjármálaeftirlitsnefndarinnar verður að veruleika, og geri seðlabankastjórann þá einnig að formanni þeirrar nefndar.“  

Nefndin: Gagnrýnin tekin til skoðunar

Efnahags- og viðskiptanefnd telur að þrátt fyrir að hún telji að Alþingi eigi að samþykkja frumvarpið óbreytt þá þurfi að fara að ráðleggingum skýrsluhöfunda varðandi það að valddreifing innan Seðlabanka Íslands verði tryggð: „Í samhengi við frumvarpið bendir ytra mats nefndin á að aukin samþjöppun valds kalli á mótvægi í stjórnarháttum. [...] Engu að síður telur nefndin mikilvægt að framangreindar athugasemdir ytra mats nefndarinnar verði teknar til skoðunar í náinni framtíð,“ segir í nefndarálitinu. 

Í álitinu er hins vegar ekki fjallað um hvernig Seðlabanki Íslands á að gera þetta eða hvaða leiðir séu til ráða innan bankans til að tryggja dreifingu valds frekar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt.

    Ja sei sei... láta alkann sjá um vínbirgðirnar, þann stelsjúka sjá um þjófnaðarvarnir.... osf.

    Hef ekki enn séð Seðló taka á peningarþvættinu sínu... þó svo það sjáist langar leiðir hvað gerðist og hvernig.

    Og það gerðist ! Alveg jafn augljóst og að Kýpur rak ræðismanninn sinn.... og íslensku bankarnir sjá um peningarmálin sem Den Norske Bank fleygði út.... osf osf.

    Okkur er ekki við bjargandi.
    0
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Nefndin segist vilja draga úr samþjöppun valds í höndum seðlabankastjóra en leggur þó til aukna miðstýringu með enn meira valdi seðlabankastjóra! Þetta fólk virðist ekki ráða sér sjálft - nema rökhugsun þess sé svona ábótavant...
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Seðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þingmaður gagnrýnir að Bjarni skipi meirihluta fjármálaeftirlitsnefndar: „Galið fyrirkomulag“
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þing­mað­ur gagn­rýn­ir að Bjarni skipi meiri­hluta fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar: „Gal­ið fyr­ir­komu­lag“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir enga arms­lengd á milli stjórn­mála og fjár­mála­eft­ir­lits ef fjár­mála­ráð­herra skip­ar meiri­hlut­ann í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd. Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­ið í nóv­em­ber en hef­ur enn ekki feng­ið svör. Spurn­ing­ar Þor­bjarg­ar tengj­ast þeirri um­ræðu sem nú fer fram inn­an stjórn­mála og stjórn­kerf­is um Seðla­banka Ís­lands og fjár­mála­eft­ir­lit­ið.
Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Starfs­mað­ur fjàr­mála­ráðu­neyt­is­ins vík­ur sæti við með­ferð Ís­lands­banka­máls­ins

Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skri­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hef­ur vik­ið í sæti við um­fjöll­un fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar á Ís­lands­banka­mál­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir að að þetta sé vegna að­komu ráðu­neyt­is­ins að mál­inu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­in stýr­ir því hvernig Ís­lands­banka­mál­inu lýk­ur hjá Seðla­banka Ís­lands.
Forsætisráðherra vill áfram skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

For­sæt­is­ráð­herra vill áfram skipa póli­tískt í æðsta stjórn­vald fjár­mála­eft­ir­lits

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að gagn­rýni á fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi Seðla­banka Ís­lands sem hún hef­ur lagt fram séu ekki and­stæð­ar þeim hug­mynd­um sem koma fram í skýrslu þriggja sér­fræð­inga um bank­ann. Hún er ekki sam­mála því að hætta eigi að skipa ytri nefnd­ar­menn í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd.
Átökin um völd Ásgeirs
ÚttektSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Átök­in um völd Ás­geirs

Á bak við tjöld­in eiga sér nú stað átök í stjórn­sýslu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hverf­ast um embætti og per­sónu seðla­banka­stjóra. Gagn­rýn­end­ur Ás­geirs Jóns­son­ar telja að völd hans séu orð­in of mik­il inn­an bank­ans á með­an aðr­ir telja að seðla­banka­stjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálf­stæði Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við sér­hags­muna­öfl. Inn í þessi átök bland­ast svo for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

Mest lesið

Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða
6
Fréttir

Ís­lensk­ur trans mað­ur í Banda­ríkj­un­um ótt­ast öfga­fullt ástand sem raun­ger­ist á ógn­ar­hraða

Þótt fólk hafi ótt­ast að Trump myndi þrengja að mann­rétt­ind­um minni­hluta­hópa hef­ur kom­ið á óvart hve sum­ar til­skip­an­ir hans eru öfga­full­ar, seg­ir ís­lensk­ur trans mað­ur sem býr í Banda­ríkj­un­um. Óviss­an um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig und­ir nafni. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formað­ur Sam­tak­anna '78, seg­ir mark­visst veg­ið að tján­ing­ar­frelsi minni­hluta­hópa í Banda­ríkj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
6
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár