Fréttamál

Seðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Greinar

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Mælt með að frum­varp um Seðla­bank­ann verði sam­þykkt en að valdreif­ing verði tryggð

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt. Nefnd­in bend­ir hins veg­ar á að horft verði til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti og verklag í Seðla­banka Ís­lands sem snýst um að tryggja betri vald­dreif­ingu frá seðla­banka­stjóra.
Þingmaður gagnrýnir að Bjarni skipi meirihluta fjármálaeftirlitsnefndar: „Galið fyrirkomulag“
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þing­mað­ur gagn­rýn­ir að Bjarni skipi meiri­hluta fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar: „Gal­ið fyr­ir­komu­lag“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir enga arms­lengd á milli stjórn­mála og fjár­mála­eft­ir­lits ef fjár­mála­ráð­herra skip­ar meiri­hlut­ann í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd. Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­ið í nóv­em­ber en hef­ur enn ekki feng­ið svör. Spurn­ing­ar Þor­bjarg­ar tengj­ast þeirri um­ræðu sem nú fer fram inn­an stjórn­mála og stjórn­kerf­is um Seðla­banka Ís­lands og fjár­mála­eft­ir­lit­ið.
Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Starfs­mað­ur fjàr­mála­ráðu­neyt­is­ins vík­ur sæti við með­ferð Ís­lands­banka­máls­ins

Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skri­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hef­ur vik­ið í sæti við um­fjöll­un fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar á Ís­lands­banka­mál­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir að að þetta sé vegna að­komu ráðu­neyt­is­ins að mál­inu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­in stýr­ir því hvernig Ís­lands­banka­mál­inu lýk­ur hjá Seðla­banka Ís­lands.
Forsætisráðherra vill áfram skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

For­sæt­is­ráð­herra vill áfram skipa póli­tískt í æðsta stjórn­vald fjár­mála­eft­ir­lits

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að gagn­rýni á fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi Seðla­banka Ís­lands sem hún hef­ur lagt fram séu ekki and­stæð­ar þeim hug­mynd­um sem koma fram í skýrslu þriggja sér­fræð­inga um bank­ann. Hún er ekki sam­mála því að hætta eigi að skipa ytri nefnd­ar­menn í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd.
Átökin um völd Ásgeirs
ÚttektSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Átök­in um völd Ás­geirs

Á bak við tjöld­in eiga sér nú stað átök í stjórn­sýslu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hverf­ast um embætti og per­sónu seðla­banka­stjóra. Gagn­rýn­end­ur Ás­geirs Jóns­son­ar telja að völd hans séu orð­in of mik­il inn­an bank­ans á með­an aðr­ir telja að seðla­banka­stjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálf­stæði Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við sér­hags­muna­öfl. Inn í þessi átök bland­ast svo for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu