Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt. Nefnd­in bend­ir hins veg­ar á að horft verði til gagn­rýni á stjórn­ar­hætti og verklag í Seðla­banka Ís­lands sem snýst um að tryggja betri vald­dreif­ingu frá seðla­banka­stjóra.

Mælt með að frumvarp um Seðlabankann verði samþykkt en að valdreifing verði tryggð
Verður formaður fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankastjóri, sem í dag er Ásgeir Jónsson, verður formaður fjármálaeftirlitsnefndar ef nýtt frumvarp um Seðlabanka Íslands verður að lögum, líkt og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður samþykkt. Mynd: Bára Huld Beck

Efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis segir að frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands eigi að vera samþykkt á Alþingi. Frumvarpið felur í sér breytingar á skipulagi og verkefnum svokallaðrar fjármálaeftirlitsnefndar, meðal annars að seðlabankastjóri verði formaður nefndarinnar. Nefndin er æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits á Íslandi og tekur meðal annars ákvarðanir um í hvaða farveg mál sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur rannsakað fara. Hún ákveður til dæmis endanlega upphæðir sekta vegna brota á lögum sem ríkja á fjármálamarkaði og eins hvort vísa eigi málum til rannsóknar hjá lögreglu. Nefndin hefur því talsverðar valdheimildir og möguleika til að taka stórar ákvarðanir um rannsóknir á meintu misferli á fjármálamarkaði. 

Í nefndaráliti sem efnahags- og viðskiptanefnd birti nýlega um frumvarpið á vef Alþingis segir meðal annars: „Að framangreindu virtu leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.Um er að ræða frumvarp sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram. 

„Engu að síður telur nefndin mikilvægt að framangreindar athugasemdir ytra mats nefndarinnar verði teknar til skoðunar í náinni framtíð“
Úr nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar

Frumvarpið sagt ýta undir samþjöppun valds

Þrátt fyrir þetta þá bendir efnahags- og viðskiptanefnd líka á það að Seðlabanki Íslands þurfi að taka mark á ábendingum um aukna samþjöppun valda í bankanum hjá seðlabankastjóra. Þessar ábendingar komu fram í skýrslu þriggja erlendra sérfræðinga sem unnin var um frumvarpið.

Heimildin fjallaði um þessa skýrslu í febrúar en talsverð umræða var skýrsluna og lagafrumvarpið í íslenskra stjórnkerfinu og hjá stjórnmálamönnum. 

Með lagafrumvarpinu verður seðlabankastjóri, sem í dag er Ásgeir Jónsson, formaður allra þriggja fastanefnda Seðlabanka Íslands. Seðlabankastjóri hefur verið formaður peningastefnu- og fjármálastöðugleikanefndar og verður nú einnig formaður fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Fjármálaeftirlitsnefndin kom í stað stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) þegar stofnanirnar sameinuðust. Hingað til hefur formaður fjármálaeftirlitsnefndarinnar verðið pólitískt skipaður af fjármálaráðherra, sem í dag er Bjarni Benediktsson, en verður nú seðlabankastjóri sem er æðsti starfsmaður bankans. Munurinn verður því líka sá að í stað þess að formaður nefndarinnar sé utanaðkomandi aðili þá verður formaðurinn nú Seðlabankastjóri. 

Í skýrslunni um lagafrumvarpið gagnrýndu höfundarnir þetta og sögðu meðal annars að valddreifingin innan bankans hafi ekki verið nægilega tryggð fyrir þessa breytingu. Þeir sögðu að valdasamþjöppunin yrði þá enn meiri ef af þessari breytingu yrði. „Jafnvel þó að uppbygging nefndanna hafi hingað til verið nokkuð skilvirk, þá hefur hún með fremur takmörkuðum hætti dreift valdinu innan bankans til annarra en seðlabankastjóra. Þetta er kannski ekki augljóst þegar horft er til þess hvernig kosið er í nefndunum eða út frá lagalegu hlutverki þeirra en þetta virðist vera alveg ljóst í okkar huga þegar horft er heildrænt á starf þeirra. Og þetta verður enn þá frekar svona ef fyrirliggjandi breytingar á umboði og stjórnun fjármálaeftirlitsnefndarinnar verður að veruleika, og geri seðlabankastjórann þá einnig að formanni þeirrar nefndar.“  

Nefndin: Gagnrýnin tekin til skoðunar

Efnahags- og viðskiptanefnd telur að þrátt fyrir að hún telji að Alþingi eigi að samþykkja frumvarpið óbreytt þá þurfi að fara að ráðleggingum skýrsluhöfunda varðandi það að valddreifing innan Seðlabanka Íslands verði tryggð: „Í samhengi við frumvarpið bendir ytra mats nefndin á að aukin samþjöppun valds kalli á mótvægi í stjórnarháttum. [...] Engu að síður telur nefndin mikilvægt að framangreindar athugasemdir ytra mats nefndarinnar verði teknar til skoðunar í náinni framtíð,“ segir í nefndarálitinu. 

Í álitinu er hins vegar ekki fjallað um hvernig Seðlabanki Íslands á að gera þetta eða hvaða leiðir séu til ráða innan bankans til að tryggja dreifingu valds frekar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is legg­ur til að frum­varp um Seðla­banka Ís­lands, sem með­al ann­ars fel­ur það í sér að seðla­banka­stjóri verði formað­ur fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar, verði sam­þykkt.

    Ja sei sei... láta alkann sjá um vínbirgðirnar, þann stelsjúka sjá um þjófnaðarvarnir.... osf.

    Hef ekki enn séð Seðló taka á peningarþvættinu sínu... þó svo það sjáist langar leiðir hvað gerðist og hvernig.

    Og það gerðist ! Alveg jafn augljóst og að Kýpur rak ræðismanninn sinn.... og íslensku bankarnir sjá um peningarmálin sem Den Norske Bank fleygði út.... osf osf.

    Okkur er ekki við bjargandi.
    0
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Nefndin segist vilja draga úr samþjöppun valds í höndum seðlabankastjóra en leggur þó til aukna miðstýringu með enn meira valdi seðlabankastjóra! Þetta fólk virðist ekki ráða sér sjálft - nema rökhugsun þess sé svona ábótavant...
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Seðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þingmaður gagnrýnir að Bjarni skipi meirihluta fjármálaeftirlitsnefndar: „Galið fyrirkomulag“
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Þing­mað­ur gagn­rýn­ir að Bjarni skipi meiri­hluta fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar: „Gal­ið fyr­ir­komu­lag“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir enga arms­lengd á milli stjórn­mála og fjár­mála­eft­ir­lits ef fjár­mála­ráð­herra skip­ar meiri­hlut­ann í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd. Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­ið í nóv­em­ber en hef­ur enn ekki feng­ið svör. Spurn­ing­ar Þor­bjarg­ar tengj­ast þeirri um­ræðu sem nú fer fram inn­an stjórn­mála og stjórn­kerf­is um Seðla­banka Ís­lands og fjár­mála­eft­ir­lit­ið.
Starfsmaður fjàrmálaráðuneytisins víkur sæti við meðferð Íslandsbankamálsins
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Starfs­mað­ur fjàr­mála­ráðu­neyt­is­ins vík­ur sæti við með­ferð Ís­lands­banka­máls­ins

Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skri­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hef­ur vik­ið í sæti við um­fjöll­un fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar á Ís­lands­banka­mál­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir að að þetta sé vegna að­komu ráðu­neyt­is­ins að mál­inu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­in stýr­ir því hvernig Ís­lands­banka­mál­inu lýk­ur hjá Seðla­banka Ís­lands.
Forsætisráðherra vill áfram skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits
FréttirSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

For­sæt­is­ráð­herra vill áfram skipa póli­tískt í æðsta stjórn­vald fjár­mála­eft­ir­lits

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að gagn­rýni á fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi Seðla­banka Ís­lands sem hún hef­ur lagt fram séu ekki and­stæð­ar þeim hug­mynd­um sem koma fram í skýrslu þriggja sér­fræð­inga um bank­ann. Hún er ekki sam­mála því að hætta eigi að skipa ytri nefnd­ar­menn í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd.
Átökin um völd Ásgeirs
ÚttektSeðlabanki Íslands og Ásgeir Jónsson

Átök­in um völd Ás­geirs

Á bak við tjöld­in eiga sér nú stað átök í stjórn­sýslu og stjórn­mál­um á Ís­landi sem hverf­ast um embætti og per­sónu seðla­banka­stjóra. Gagn­rýn­end­ur Ás­geirs Jóns­son­ar telja að völd hans séu orð­in of mik­il inn­an bank­ans á með­an aðr­ir telja að seðla­banka­stjóri þurfi þessi sömu völd, til að standa vörð um sjálf­stæði Seðla­bank­ans í bar­átt­unni við sér­hags­muna­öfl. Inn í þessi átök bland­ast svo for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár