Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Norskur laxeldisrisi leyndi vetrarsárum og tjóni á Íslandi í uppgjöri

Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sagði ekki frá því í árs­hluta­upp­gjöri sínu að ís­lenska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið hafi þurft að slátra marg­falt fleiri eld­islöx­um en ætl­að var vegna þess að þeir urðu sárug­ir. Fyr­ir­tæk­ið sagði bara frá rúm­lega tvö­föld­um tekj­um og tæp­lega tvö­földu magni af slátr­uð­um fisk­um en sagði ekki frá ástæð­um þessa.

Norskur laxeldisrisi leyndi vetrarsárum og tjóni á Íslandi í uppgjöri
Vetrarsár leiddu til meiri framleiðslu Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, segir að vetrarsár á eldislöxum fyrirtækisins hafi leitt til þess að slátra þurfti auknu magni fiska á síðasta ársfjórðungi.

„Við komum auga á sár á fiskunum í einni sjókví og þess vegna ákváðum við að slátra snemma með tilliti til velferðar fiskanna,“ segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, þegar hann tjáir sig um metslátrun Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Forstjórinn lætur þessi orð falla í viðtali við norska sjávarútvegsblaðið Intrafish. Með orðunum vísar hann til þess að vetrarsár hafi fundist á eldislöxum fyrirtækisins á Íslandi og því hafi verið ákveðið að slátra löxunum í kvíum fyrirtækisins til að bjarga verðmætum. Metslátrunin hjá Arnarlaxi er því ekki komin til af góðu, segir Intrafish. 

Móðurfélag Arnarlax, Salmar, kynnti uppgjör sitt fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins í lok síðustu viku. Heimildin fjallaði um uppgjörið á föstudaginn. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að Arnarlax á Íslandi hafi skilað mettölum á ársfjórðungnum þegar félagið slátraði og framleiddi 6.600 tonn af eldislaxi til samanburðar við 3.400 tonn á sama ársfjórðungi í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum rúmlega tvöfölduðust á milli ára, fóru úr 368 milljónum norskra króna og upp í 765 milljónir, 9,9 milljarða íslenskra króna, í ár. 

Heimildin, og aðrir fjölmiðlar sem lásu uppgjörið, gátu ekki sagt frá vetrarsárunum og áhrifa þeirra á rekstrarniðurstöðu Arnarlax vegna þess að upplýsingagjöfin í ársreikningnum gaf ekki færi á því. 

„Niðurstaðan varð fyrir áhrifum af líffræðilegum áskorunum á ársfjórðungnum“
Úr árshlutauppgjöri Salmar AS

Ekkert sagt um vetrarsárin

Í árshlutauppgjörinu er nefnilega ekkert sagt um vetrarsárin á fiskunum og að þau hafi verið ástæðan fyrir þessari metslátrun hjá Arnarlaxi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í uppgjörinu er bara talað um að „líffræðilegar áskoranir hafi haft áhrif á rekstrarniðurstöðu Arnarlax. „Niðurstaðan varð fyrir áhrifum af líffræðilegum áskorunum á ársfjórðungnum.

Ekkert í árshlutauppgjörinu benti því til að ástæðan fyrir rúmlega tvöföldun á tekjum og nærri 100 prósent slátrunar- og framleiðsluaukningu milli áranna 2022 og 2023 væru vetrarsár sem komið hefðu upp á eldislöxunum.

Vetrarsár í laxeldi í sjókvíum myndast vegna kulda, vinda og einnig mögulega vegna þrengsla. Sár myndast á hreistri eldislaxanna þegar þeir slást utan í kvíarnar og hruflast. Svo stækka þessi sár eftir því sem veltingurinn er meiri og vetrarkuldinn eykur á tíðni vetrarsáranna hjá fiskunum. Ef laxeldisfyrirtækið grípur ekki inn í snemma í þessu ferli og slátrar upp úr sjókvíunum getur hann lent í því að þurfa að farga miklu magni af fiski þar sem sárugur eldislax er ekki notaður til manneldis. 

Vetrarsár, og aðrar afleiðingar af veðurfarinu á Íslandi, hafa verið miklir vágestir í íslensku laxeldi í gegnum tíðina og hafa reglulega verið sagðar fréttir af skakkaföllum í sjókvíaeldinu af þessum orsökum. Veðurfarið hér á landi er helsta ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að koma sjókvíaeldi hér landi almennilega á koppinn fyrr en núna, á síðasta áratug. 

Minna slátrað á næsta ársfjórðungi

Í viðtalinu við Björn Hembre kemur fram að vegna þess að  að fyrirtækið þurfti að slátra svo miklu magni af eldislaxi á síðasta ársfjórðungi vegna vetrarsára þá muni það slátra minna á þeim yfirstandandi. „Á næsta ársfjórðungi munum við einbeita okkur að því að láta fiskinn stækka mikið til að bæta upp fyrir tapið vegna þess fisks sem var slátrað núna. En þessi aukna slátrun núna mun leiða til mjög lítillar framleiðslu á öðrum ársfjórðungi.

Auknar tekjur og framleiðsla Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mun því ekki leiða til þess að fyrirtækið slátri meira á þessu ári eða eitthvað slíkt. Slátrunin og framleiðsla fyrirtækisins dreifist bara með ójafnari hætti yfir árið. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " að vetrarsár hafi fundist á eldislöxum fyrirtækisins á Íslandi "
    Vetrarsár - dulnefni fyrir kalsár. Kalsár geta líka hrjáð fólk, skilja
    venjulega eftir dauðann blett - ef maður sleppur billega.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu