Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., er á meðal þeirra sem kemur til greina sem næsti formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar nýtur hann stuðnings ákveðinna afla innan samtakanna, sérstaklega þeirra sem eiga rík tengsl við sjávarútveg. Jens Garðar starfar enda innan þess geira, var um árabil formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og sat þá sem slíkur í framkvæmdastjórn SA. Hann situr enn í stjórn SFS. Sjálfur vildi Jens Garðar ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar Heimildin leitaði staðfestingar hans á því.
Jens Garðar hefur setið í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins vegna stjórnarstarfa sinna fyrir SFS og var um tíma varaformaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins.
Tilkynnt var um það í lok mars síðastliðinn að Halldór Benjamín Þorbergsson ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til að taka við stöðu forstjóra hjá fasteignafélaginu Reginn. Í kjölfarið hófst það ferli …
Athugasemdir