Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Köllunarklettur framtíðar

Anna María Boga­dótt­ir arki­tekt rýn­ir í end­ur­nýj­un húss Kassa­gerð­ar Reykja­vík­ur við Köll­un­ar­kletts­veg í von um að arki­tekt­úr for­tíð­ar­inn­ar verði Köll­un­ar­klett­ur fram­tíð­ar­inn­ar.

Köllunarklettur framtíðar
Von um framtíð „Endurnýjun höfuðstöðva Kassagerðar Reykjavíkur við Köllunarklettsveg er því ákall til framtíðar. Ákall sem felur í sér von. Von um að fleiri sjá tækifærin í veðruðu húsnæði, hlúi að og veðji á framtíð þess.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Í sérhverju húsi sem rís býr von. Rétt eins og hvert eitt hús sem jafnað er við jörðu felur í sér glötuð tækifæri. Mér hefur því fundist jafn gleðilegt að fylgjast með endurnýjun húss Kassagerðar Reykjavíkur við Köllunarklettsveg og mér fannst sárt að horfa á niðurrif eldri byggingar Kassagerðarinnar á horni Skúlagötu og Vitastígs fyrir nokkrum árum. Það hús umbreyttist í steinsteypuklassík þegar húsameistarinn Guðmundur H. Þorláksson teiknaði fjórar hæðir ofan á einlyft iðnaðarhús sem annar tveggja stofnenda Kassagerðarinnar hafði teiknað og látið reisa árið 1935. Eftir stækkunina var húsið orðið reisulegt með láréttum borðaböndum og turni, hús sem daðraði við art deco-stílinn eins og hús sem Guðmundur teiknaði síðar við Hlemmtorg og er verið að breyta í íbúðir.

Í fyrrnefndu húsi Kassagerðarinnar við Skúlagötu óx starfsemi fyrirtækisins uns hún sprengdi það utan af sér og fyrirtækið lét reisa nýjar og nútímalegar höfuðstöðvar austar við sundin blá. Við götu sem var lögð þar sem Köllunarklettur hafði staðið upp úr hafinu. Allt þar til stórvirkar vinnuvélar réðust á sjávarklettinn og efni úr grunnum sem voru teknir undir ný hús í Laugarneshverfinu var sturtað yfir ströndina. 

Síðan eru liðin sextíu ár. Viðmið og aðferðir sem beitt er við þróun byggðar eru orðin önnur. Verðmæti sem liggja í náttúrulegum strandlengjum og sjávarklettum njóta núorðið verndar og hugmyndin um að öll hús megi endurnýja og gefa nýtt líf sækir í sig veðrið. Steinsteypt hús Kassagerðarinnar við Köllunarklettsveg, sem reist var í áföngum á sjötta og sjöunda áratugnum, er gott dæmi um það hvernig mannvirki geta vaxið og þroskast. Umbreyst og fengið ný hlutverk.

Fysti áfangi byggingarinnar var einlyft verksmiðjuhúsnæði, reist eftir teikningum Arinbjörns Þorkelssonar. Síðar hannaði arkitektinn Gunnar Hansson veglega skrifstofuálmu og geymsluhúsnæði og loks tengibyggingu við verksmiðjuálmuna. Húsið í heild sinni dregur dám af alþjóðlegum módernisma líkt og fleiri hús sem risu upp úr miðbiki tuttugustu aldarinnar eftir teikningum Gunnars og fleiri arkitekta víða um borgina. Þar á meðal á Heklureit. Og nú þegar verið er að henda húsunum á Heklureit eins og einhverju rusli, gengur Kassagerðarhúsið við Köllunarklettsveg gegnum endurnýjun lífdaga. Sú endurnýjun er fagnaðarefni því iðnaðar- og skrifstofuhús á borð við hús Kassagerðarinnar eru einstök.

„Endurnýjun höfuðstöðva Kassagerðar Reykjavíkur við Köllunarklettsveg er því ákall til framtíðar.“

Þetta eru hús með sögu. Oftast vel byggð og með notagildið í fyrrirúmi. Til að rúma plássfreka iðnaðarstarfsemi eru verksmiðjusalirnir opnir, stórir og bjartir. Lofthæðin rífleg. Og hráleikinn ríkir enn í verksmiðjuálmu Kassagerðarinnar sem hýsir nú Góða hirðinn. Hér geta gamlir hlutir og húsgögn öðlast nýtt líf, líkt og húsið sjálft. Byggingapallar hringa sig nú um húsið og unnið er að því að einangra steinsteypuna utanvert með steinull og þekja yfir með litaðri álklæðningu. Upphaflegir litir og áferð steypunnar víkja þannig fyrir nýjum litum og áferð. Sem breytir ásýnd hússins frá upphaflegri mynd og viss eftirsjá er í.

Grunngerð byggingarinnar er óbreytt í meginatriðum. Skrifstofuálman hefur verið hækkuð og er nú jafnhá og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir. Og með því að gera við steypuskemmdir, einangra húsið upp á nýtt og skipta út gluggum og gleri er gamalt hús að verða eins og nýtt. Gamall arkitektúr að verða nýr. Endurnýjun höfuðstöðva Kassagerðar Reykjavíkur við Köllunarklettsveg er því ákall til framtíðar. Ákall sem felur í sér von. Von um að fleiri sjái tækifærin í veðruðu húsnæði, hlúi að og veðji á framtíð þess. Von um að fleiri fyrirtæki hleypi þar nýju lífi í starfsemi sína. Von um að fleiri arkitektar beini kröftum sínum í endurhönnun húsnæðis sem þjónar nýjum tímum. Von um að fleiri sveitarfélög leiði skipulagsgerð þar sem eldra iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði er ekki gert að víkja heldur öðlast nýtt líf. Von um að arkitektúr fortíðarinnar verði Köllunarklettur framtíðarinnar. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þetta eru hús með sögu. Oftast vel byggð og með notagildið í fyrrirúmi. Til að rúma plássfreka iðnaðarstarfsemi eru verksmiðjusalirnir opnir, stórir og bjartir.

    Ekki beint mín skoðun þó svo ég hafi unnið þar á sínum tíma.

    Ja sei sei... blessuð konan greinilega aldrei unnið í gömlu Kassagerðinni... en jú stórir og opnir en ósköp miklir kumbaldar... og hávaðasamir, troðnir af pappír og pallíettum með afurðum, loftræstingin vissulega til staðar enda nauðsynlegt þegar vaxvélar og pappírsvinnuvélar vinna og fínn sallinn svífur um loftið osf osf. Stórir hráir salir og ekki beint þeir þægilegustu .. klassísk færibandavinna og ekkert þar sem þú tekur börnin með í vinnuna... en er virkilega nauðsynlegt að halda í svoleiðis umhverfi bara af því að einhverjir fræðingar.. þessu tilfelli arkitektar ... halda ekki vatni yfir einhverjum stefnum og straumum í fræðunum þeirra ?

    Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík... ekki þrælakistum fjöldaframeiðslu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
1
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
2
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
4
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár