Þetta verður síðasta spurningaþrautin mín hér á þessum vettvangi — í bili að því er ég best veit. Væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur í haust. En í tilefni af tímamótunum verður þessi þraut helguð hinu síðasta ...
Fyrri aukaspurning:
Skjáskotið hér að ofan er úr kvikmynd einni frá 1961 sem er fræg meðal annars vegna þess að hún varð síðasta mynd tveggja afar frægra kvikmyndastjarna. Þið þurfið að hafa nöfnin á þeim báðum rétt til að fá stig. Svo er síðasta lárviðarstigið fyrir að þekkja einnig nafnið á bíómyndinni.
***
Aðalspurningar:
1. Síðustu orð konu nokkurrar munu hafa verið: „Afsakið mig, herra.“ Þá hafði hún óvart stigið ofan á tána á böðlinum sem var að búa sig undir að hálshöggva hana á aftökustað. Hver var þessi kurteisa og/eða vel upp alda kona?
2. Renaissance er síðasta plata hvaða söngstjörnu? (Þótt hún verði sjálfsagt ekki sú allra síðasta þegar upp verður staðið.)
3. Síðari heimsstyrjöldinni lauk í ágúst 1945. Síðustu stóru orrustu stríðsins hafði hins vegar lokið nokkru fyrr, eða 22. júní og hafði þá staðið af mikilli heift síðan í byrjun apríl. Við hvaða stað er sú orrusta kennd?
4. Hvað heitir síðasti jólasveinninn sem kemur til byggða?
5. Síðustu bækur Halldórs Laxness (fyrir utan greinasöfn og dagbókina Dagar hjá múnkum) voru fjórar endurminningabækur sem komu út 1975-1980. Nefnið þrjár af þessum fjórum bókum.
6. Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi hér á landi af yfirvöldunum?
7. Hvað heitir síðasta (ysta) reikistjarnan í sólkerfi okkar?
8. Hvað heitir síðasta bókin í þríleiknum Hringadrottinssögu eða Lord of the Rings?
9. Hver var síðasti keisari vesturrómverska ríkisins?
10. Hver var síðasta Bítlaplatan sem gefin var út um það bil sem þeir hættu?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi freska eftir Leonardo da Vinci heitir ... hvað?
***
Svör við aðalspurningum:
1. María Antoinette drottning sem hálshöggvin var 1793 meðan franska byltingin stóð sem hæst.
2. Beyonce.
3. Okinawa.
4. Kertasníkir.
5. Þær fjórar heita Í túninu heima, Heiman ég fór, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið.
6. Agnes. Hún var Magnúsdóttir en skírnarnafnið dugar.
7. Neptúnus.
8. The Return of the King, Hilmir snýr heim — hvort heldur er rétt.
9. Rómúlus Ágústúlus. Annaðhvort nafnanna dugar.
10. Let It Be.
***
Svör við síðustu aukaspurningunum (í bili!):
Efri myndin sýnir Montgomery Clift, Marilyn Monroe og Clark Gable, aðalleikara myndarinnar The Misfits. Það var síðasta mynd Monroe og Gable. Monroe hóf að vísu að leika í annarri mynd en lést áður en náðist að klára hana.
Mynd Leonardos heitir Síðasta kvöldmáltíðin.
Athugasemdir (4)