Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég

1131. spurningaþraut og sú síðasta — í bili, vænti ég


Þetta verður síðasta spurningaþrautin mín hér á þessum vettvangi — í bili að því er ég best veit. Væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur í haust. En í tilefni af tímamótunum verður þessi þraut helguð hinu síðasta ...

Fyrri aukaspurning:

Skjáskotið hér að ofan er úr kvikmynd einni frá 1961 sem er fræg meðal annars vegna þess að hún varð síðasta mynd tveggja afar frægra kvikmyndastjarna. Þið þurfið að hafa nöfnin á þeim báðum rétt til að fá stig. Svo er síðasta lárviðarstigið fyrir að þekkja einnig nafnið á bíómyndinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Síðustu orð konu nokkurrar munu hafa verið: „Afsakið mig, herra.“ Þá hafði hún óvart stigið ofan á tána á böðlinum sem var að búa sig undir að hálshöggva hana á aftökustað. Hver var þessi kurteisa og/eða vel upp alda kona?

2.  Renaissance er síðasta plata hvaða söngstjörnu? (Þótt hún verði sjálfsagt ekki sú allra síðasta þegar upp verður staðið.)

3.  Síðari heimsstyrjöldinni lauk í ágúst 1945. Síðustu stóru orrustu stríðsins hafði hins vegar lokið nokkru fyrr, eða 22. júní og hafði þá staðið af mikilli heift síðan í byrjun apríl. Við hvaða stað er sú orrusta kennd?

4.  Hvað heitir síðasti jólasveinninn sem kemur til byggða?

5.  Síðustu bækur Halldórs Laxness (fyrir utan greinasöfn og dagbókina Dagar hjá múnkum) voru fjórar endurminningabækur sem komu út 1975-1980. Nefnið þrjár af þessum fjórum bókum.

6.  Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi hér á landi af yfirvöldunum?

7.  Hvað heitir síðasta (ysta) reikistjarnan í sólkerfi okkar?

8.  Hvað heitir síðasta bókin í þríleiknum Hringadrottinssögu eða Lord of the Rings?

9.  Hver var síðasti keisari vesturrómverska ríkisins?

10.  Hver var síðasta Bítlaplatan sem gefin var út um það bil sem þeir hættu?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi freska eftir Leonardo da Vinci heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  María Antoinette drottning sem hálshöggvin var 1793 meðan franska byltingin stóð sem hæst.

2.  Beyonce.

3.  Okinawa.

4.  Kertasníkir.

5.  Þær fjórar heita Í túninu heima, Heiman ég fór, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið.

6.  Agnes. Hún var Magnúsdóttir en skírnarnafnið dugar.

7.  Neptúnus.

8.  The Return of the King, Hilmir snýr heim — hvort heldur er rétt.

9.  Rómúlus Ágústúlus. Annaðhvort nafnanna dugar.

10.  Let It Be.

***

Svör við síðustu aukaspurningunum (í bili!):

Efri myndin sýnir Montgomery Clift, Marilyn Monroe og Clark Gable, aðalleikara myndarinnar The Misfits. Það var síðasta mynd Monroe og Gable. Monroe hóf að vísu að leika í annarri mynd en lést áður en náðist að klára hana.

Mynd Leonardos heitir Síðasta kvöldmáltíðin.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorbergur Leifsson skrifaði
    Þessi var erfið 2+1
    0
  • KJÁ
    Karl Jóhann Ásmundsson skrifaði
    Alveg voðalegt að missa þennan fasta punkt úr tilverunni. Auðvitað þarf Illugi sumarfrí eins og annað fólk. Spurning um að fá inn einhvern góðan í sumarafleysingar.
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Enn ein fræðsluuppsprettan þornuð í bili. Við bíðum eftirvæntingafull.
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Þetta náttúrulega gengur ekki. Hafi þú þökk fyrir þetta Illugi. Lesenda vegna og fjölmiðilsins vona ég að hléið verði ekki langt því ég veit að það eru fleiri en ég sem opna alltaf Stundina/Heimildina á hverjum degi bara vegna þessarar spurningaþrautar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár