Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íbúðaverð hefur margfaldast, vaxtakostnaður stóraukist og snjóhengja fram undan

Gríð­ar­leg aukn­ing ferða­manna og fjölg­un þeirra sem starfa við ferða­þjón­ustu hef­ur auk­ið eft­ir­spurn eft­ir íbúð­um á Ís­landi veru­lega. Íbúa­fjöld­inn nálg­ast 400 þús­und og íbú­um fjölg­ar um þús­und á mán­uði. Seðla­banka­stjóra var brugð­ið þeg­ar þess­ar töl­ur voru sett­ar fyr­ir fram­an hann og hvatti hann banka til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Íbúðaverð hefur margfaldast, vaxtakostnaður stóraukist og snjóhengja fram undan
Íbúum fjölgar um þúsund á mánuði Ferðaþjónustan er mjög mannaflsfrek atvinnugrein. Gríðarleg aukning ferðamanna og fjölgun þeirra sem starfa við ferðaþjónustu hefur aukið eftirspurn eftir íbúðum á Íslandi verulega. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Húsnæðisverð hefur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru ríki innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) síðasta rúma áratuginn. Ef horft er á höfuðborgarsvæðið, þar sem næstum tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa, hefur það nálægt því þrefaldast í krónum talið. Að raunvirði, þegar búið er að leiðrétta fyrir verðbólgu, hefur það rúmlega tvöfaldast, hækkað um 104 prósent á tíu árum. Til samanburðar hækkaði húsnæðisverð í Noregi að raunvirði um 23 prósent á sama tíma. 

Nokkrar samhangandi breytur hafa skapað það ástand. Í fyrsta lagi hefur verið miklu meiri eftirspurn eftir húsnæði en framboð. Ástæða þess er meðal annars sú að hægt var allt of mikið á byggingu nýs húsnæðis eftir bankahrunið. Hún er líka sú að stórkostlegur uppgangur ferðaþjónustu – þar sem ferðamönnum fjölgaði úr 672 þúsund árið 2012 í 2,3 milljónir árið 2018 – hefur sett mikinn þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Bæði hefur þurft að taka …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Sammála nafna mínum, góð grein. Hin hliðin á þessum peningi er jú sú staðreind að okkar líðræði og þróun byggir á að viðhalda stöðu innfluttra og réttinda lausra, það vita þó mannvitsbrekkurnar sem við fáum að kjósa, til þess að stjórna okkur.
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Mjög góð og tímabær samantekt hjá Þórði Snæ. Það sem vantar til að umræðan um húsnæðisvandan bíti betur er að varpa ljósi á tölfræði húsnæðis undirheimanna. Tölfræði yfir þá sem búa í svartri leigu í óleyfis húsnæði, kolakjöllurum. Tölfræði yfir þá sem búa eins og síld í tunnu í íbúðum sem er búið að stúka niður í smáherbergi í óleyfi, húsnæði sem engin íslendingur mundi láta bjóða sér. Húsnæði sem ákveðnir flokkar berjast með kjafti og klóm gegn því að slökkviliðið fái að skoða. Tölfræði yfir unga og miðaldra Íslendinga sem væru fluttir úr foreldrahúsum í eðlilegu ástandi á fasteignamarkaði- hluti snjóhengjunnar. En svo er viðbúið að a.m.k sumir stjórnmálaflokkar gefi skít í hvernig fátækt erlent verkafólk hefur það í þessum hreysum - þau hafa jú fæst atkvæðisrétt í Alþingiskosningum. Mörgum virðist þægilegast að þetta sé bara ósýnilega fólkið sem þrífur hótelherbergin og sjái um aðra vinnu sem Íslendingar hafa minni en engan áhuga á.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár