Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað er á seyði í Súdan?

Það vant­ar blóð. Ekki á víg­völl­inn – sem er í sjálfri höf­uð­borg­inni. Þar er nóg af því. Það vant­ar blóð á sjúkra­hús­in. Til að gera að sár­um fólks­ins sem blæð­ir fyr­ir átök sem eiga sér ræt­ur í fjand­skap tveggja karla. Styrj­öld­in í Súd­an er þó tölu­vert flókn­ari en svo.

Hvað er á seyði í Súdan?
Undir reykskýi Loftárásir, eldar og sprengjur urðu til þess að Kartúm, höfuðborg Súdan, var falin í reykjarmekki við upphaf stríðsátakanna. Mynd: AFP

Byssukúlur þjóta og sprengjubrot falla út um allt. Þriðju vikuna í röð geisa hörð átök Súdan. Helst er barist í höfuðborginni. Samið var um vopnahlé í síðustu viku en það er vart nema að nafninu til. 

Fólk er hvergi óhult.

Hundruðum erlendra ríkisborgara hefur verið flogið eða siglt undan óöldinni. Eftir sitja heimamenn, Súdanar, sem freista þess í tugþúsundavís að komast til einhvers af ríkjunum sjö sem eiga landamæri að þessu þriðja stærsta ríki Afríku. Oft er þessi langa hættuför farin fótgangandi og aðeins allra helstu nauðsynjar hægt að taka með.

Það er því ólíku saman að jafna, aðstæðum innfæddra og fólksins sem hefur ríkisfang í fjarlægum ríkjum og hefur margt hvert þegar flogið inn í frelsi og frið – og horft á eyðileggingu höfuðborgarinnar Kartúm úr lofti.  

Ekki allir geta flúið, enda ekki óhætt eða yfirhöfuð gerlegt að flýja hvert sem er. Milljónir eru því enn á miðjum vígvellinum, berjast fyrir lífi sínu við stórhættulegar aðstæður. Búa við eldsneytisskort og matvæla- og lyfjaskort sem fer versnandi með hverjum deginum sem líður.

 Sjúkrahúsin hafa sum hver orðið fyrir loftárásum og starfsmenn þeirra eru fullir örvæntingar: Það vantar bókstaflega allt til að sinna helsærðu fólki. Bankar hafa verið rændir. Apótek sömuleiðis. Hreint vatn er vart hægt að fá og rafmagnsleysi er viðvarandi. Fjarskiptasamband er stopult og hefur stundum legið niðri klukkustundum saman.

Á flóttaKona heldur á flótta frá Kartúm með farangur sinn á höfðinu.

Þetta byrjaði allt frekar skyndilega. Þann 15. apríl heyrðist fyrsta skotið og svo hófst linnulaus hríð. Stríðsástand skapaðist hratt, ástand sem Súdanar þekkja allt of vel. Hundruð þeirra áttu eftir að liggja í valnum eftir fyrstu dagana. Daga sem einkenndust af sprengingum, reyk, eyðileggingu, öskrum og ópum og skelfingu.

Þótt átökin hafi hafist með hvelli hafði ólgað undir yfirborðinu um tíma.

Í um þrjá áratugi ríkti herforingjastjórn Omars al-Bashirs í Súdan með harðri hendi. Mannréttindabrot voru tíð og stjórnin sökuð um pyntingar og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Í kjölfar fjöldamótmæla árið 2018 tóku hópar andvígir Al-Bashir sig saman og steyptu honum af stóli.

Í öryggiðFrakkar sem bjuggu í Súdan komnir í skjól á flugvelli í nágrenni Parísar.

Nýrri stjórn var komið á en aðeins nokkrum mánuðum síðar var valdarán framið undir stjórn herforingjans Abdel Fattah al-Burhan og hans næstráðanda, Mohamed Hamdan Dagalo, sem yfirleitt er kallaður Hemeti.

Og nú eru það þessir fyrrverandi bandamenn sem berjast. Hemeti leiðir voldugan uppreisnarher, RSF, og Al-Burhan stjórnarherinn. Ósættið er rakið til þess að áform voru uppi um að sameina herina sem hefði þýtt að annar þeirra hefði orðið að gefa eftir völd sín.

Al-Burhan er atvinnuhermaður sem þaut upp valdastigann í tíð Al-Bashir forseta. Dagalo er kameldýrahirðir frá Darfúr-héraði og hefur í nokkur ár verið hægri hönd Al-Burhans.

Vík milli vinaMohamed Hamdan Daglo (efri) er frá Darfúr-héraði og hefur stutt hershöfðingjann Abdel Fattah al-Burhan (neðri) með ráðum og dáð. Þar til nú.

Tilraunir voru nýlega gerðar til að koma á borgaralegri stjórn í landinu og höfðu herforingjarnir tveir setið að samningaborðum ásamt leiðtogum stjórnmálaafla. Þegar kom að því að ræða samruna RSF við stjórnarherinn, til að einn formlegur her yrði í landinu, fór stór gjá að myndast milli herforingjanna sem ekki tókst að brúa áður en blóðug átök brutust út.  

Uppreisnarherinn RSF (Rapid Support Forces) var stofnaður árið 2013, m.a. af mönnum sem tilheyrt höfðu Janjaweed, skæruliðahópi sem sakaður hefur verið um stríðsglæpi í Darfúr-héraði. Janjaweed tók sér stöðu með stjórnarhernum í styrjöldinni í Darfúr og aðstoðaði við að berja uppreisnarhópa á bak aftur.

RSF er mun formlegri her er fyrirrennarinn. Hann fékk meira að segja árið 2017 opinberan stimpil sem „sjálfstæð öryggissveit“.

Al-Burhan er voldugur og auðugur herforingi og hefur síðustu ár aðstoðað Dagalo við að byggja upp viðskiptaveldi í gullgreftri, byggingarstarfsemi og verslun með búfénað.

Súdan á landamæri að sjö ríkjum auk þess sem það liggur að Rauðahafinu. Þetta er auðugt land af bæði náttúrufegurð og auðlindum. Nílarfljót og dalurinn sem það rennur um, hefur verið lífæð manna og dýra í árþúsundir. Í þrjú þúsund ár var á svæðinu konungsríki en líkt og urðu örlög svo margra þjóða Afríku tóku Bretar þar völd í lok nítjándu aldar. Það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að landið hlaut sjálfstæði og lýðveldið Súdan var formlega stofnað.

Hundruð um borðÞað var ekki pláss fyrir fleiri í stóru farþegaskipi sem notað var til að flytja hundruð erlendra ríkisborgara frá Rauðahafsströnd Súdan til Sádi-Arabíu.

En við tók hvert valdaránið á fætur öðru. Margar þjóðir bjuggu (og búa enn) innan landamæra Súdan. Trúarbrögð voru ólík í suðurhluta landsins og þeim nyrðri, menningin sömuleiðis og tungumálin. Borgarastyrjöld braust út árið 1989 og endaði með stofnun Suður-Súdan árið 2011.

Það var þó enginn endir á átökum eins og síðustu dagar sýna. Yfirvöld í Súdan hafa í ofanálag átt í deilum við flest nágrannaríki sín. Tekist er á um hvar landamærin liggja, um virkjanir og aðra nýtingu Nílar að ógleymdu ósætti vegna stuðnings eins ríkis við annað en ekki hitt. Þá hafa stjórnvöld í mörgum löndum, jafnvel fjarlægum, verið að skipta sér af málefnum Súdans lengi. Sum eru að reyna að stilla til friðar, þótt oft sé það gert með eigin hagsmuni í huga. Aðrir vilja að ein stríðandi fylking umfram aðra nái yfirhöndinni, hafa til dæmis áhyggjur af því að Rússar nái ítökum á Rauðahafi, opni þar herstöð líkt og Al-Bashir, fyrrverandi forseti, hafði verið opinn fyrir.  

Á flugiHermaður heldur á ungri stúlku sem flutt var með hraði frá Súdan og til Jórdaníu eftir að átökin brutust út. Þaðan voru hinir erlendu ríkisborgarar fluttir til sinna heimalanda.

En hvernig munu þessi ósköp enda?

Hinu ofur viðkvæma vopnahléi var komið á í síðustu viku. Það var ekki það fyrsta sem var reynt og verður líklega ekki það síðasta.  Báða þyrstir þá Al-Burhan og Hemeti í blóð og völd. Hvorugur hefur verið á þeim buxunum að gefa eftir. Ólíklegt hefur mátt teljast að þeir setjist fúsir að samningaborðum á ný.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vilja þó meina að þeir eygi von. Að stríðandi fylkingar hafi í fyrsta sinn frá því að átökin brutust út sagst vera opnar fyrir viðræðum. Engin tímasetning á slíkar viðræður hefur þó verið ákveðin.

Og enn er skotið og sprengjum kastað.  Því reyna Súdanar enn að flýja til nágrannalanda, landa sem vilja flest alls ekki taka á móti þeim.

Flestir hafa flúið til Tsjad. Þar blasir eymdin ein við flóttafólkinu finni alþjóðastofnanir og samtök ekki fjármagn og það hratt til að fæða það og klæða.

Og hvort að það geti nokkru sinni snúið aftur heim er alls óvíst.

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár