Þétt byggð á Hlíðarenda alltaf betri kostur en nýtt úthverfi

Magnea Þ. Guð­munds­dótt­ir arki­tekt rýn­ir í bygg­ing­ar og svæði. Að þessu sinni í borg­ar­rým­ið Hlíðar­enda.

Þétt byggð á Hlíðarenda alltaf betri kostur en nýtt úthverfi
Þétting byggðar „Það besta sem formið býður upp á er þó að byggðin skermir af sameiginlega garða á miðjum reit. Þar er skjól fyrir vindum, kyrrð frá amstri borgarinnar og örugg leikrými,“ segir meðal annars í gagnrýni Magneu Þ. Guð­munds­dótt­ur arki­tekts á borg­ar­rým­inu Hlíðar­enda. Mynd: Heiða Helgadóttir
Annað

Arki­tekt­úr Hlíðar­endi

Niðurstaða:

Þrjár stjörnur fyrir borgarbrag, skjólsæla garða og hverfi sem á bjarta framtíð. Með metnaðarfyllri bílastæðastefnu, yfirvegaðri arkitektúr og grænni göturými hefðu þær orðið fleiri.

Gefðu umsögn

Við Hlíðarenda í Reykjavík, á milli fótboltavallar og flugvallar, er risin blönduð byggð, íbúðir og atvinnurými á jarðhæðum á fimm reitum. Hluti íbúa er fluttur inn með Öskjuhlíðina í bakgarðinum og í göngufjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.

Hverfið, þegar fullbyggt, mun rúma um 1.200 íbúðir, sem er álíka og meðalstórt sveitarfélag á íslenskan mælikvarða. Íbúafjöldinn á eftir að þrefaldast á næstu árum og enn á eftir að fylla atvinnurými sem mun spila lykilhlutverk í því að glæða hverfið lífi, gefa því sérstöðu, persónuleika og ýta undir sjálfbærni.

Um Hlíðarenda hefur margt verið sagt, heimili Valsmanna, kirkjujörð sem varð að fjárfestingarævintýri, bitbein urbanista og flugvallarvina og vaxtarverkir nýs hverfis sem erfiðar við að fylla atvinnurými. Ekki verður frekar málalengt um þá hluti heldur fjallað um gæði nýs hverfis.

Ég trúi á þéttleika, iðandi borgarmannlíf og samgöngur fyrir öll. Hlíðarendi er eitt af fyrstu nýju hverfum sem byggð eru í anda nýrrar þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar. Það er því forvitnilegt að skoða hvernig tekist hefur til.

Skipulagið er í takt við vinningstillögu um Vatnsmýrarskipulag frá 2008, og fylgir svokallaðri randbyggðarhugmynd. Hugmynd sem á sér langa sögu og byggt hefur verið eftir um aldir í borgum um allan heim. Byggingar mynda samfellu, standa þétt við götu á lóðarmörkum og ramma inn göturýmið. Það er borgarbragur á hverfinu. Randbyggðin býður upp á betra og beinna aðgengi hjólandi og gangandi þar sem leiðir á milli eru styttri og bílastæðaflæmi hindra ekki aðgang. Hægt er að byggja nokkuð þétt án þess að byggja hátt.

Það besta sem formið býður upp á er þó að byggðin skermir af sameiginlega garða á miðjum reit. Þar er skjól fyrir vindum, kyrrð frá amstri borgarinnar og örugg leikrými. Hverfið býður upp á ólík sameiginleg rými til að njóta. Á Hlíðarenda hafa þessi rými þó verið hugsuð fyrst og fremst fyrir íbúa, aðgengi gesta og gangandi er takmarkað. Bílastæðakjallarar koma í veg fyrir að þar vaxi aðrar plöntur en gras og lágvaxinn gróður en þau eru engu að síður vönduð og vel nýtt. Á göngutúr á eftirmiðdegi mátti sjá krakka í leik, fullorðna drekka kaffi á veröndinni og grillið tilbúið á pallinum.

Kostir garðanna er það sem skuggsælar göturnar skortir. Byggingamassa hefði mátt brjóta meira upp og auka flæði milli bjartra og grænna garða og göturýma. Þannig yrði hverfið áhugaverðari staður fyrir gesti og þá sem eiga leið hjá. Ekki verður farið inn fyrir hússins dyr að þessu sinni en ótvíræð eru áhrif sólarljóss á gæði rýma.

Arnarhlíð er gata sem liggur frá suðvestri til norðausturs í gegnum hverfið. Með tímanum mun gatan tengjast Snorrabraut, Borgarlínan fara þar um, glæða götuna lífi og tengja enn betur við miðbæinn. Gatan er breið, jarðhæðir ætlaðar undir verslanir og þjónustu og þar nýtur við sólar. Ég er sannfærð um að einn daginn, í ekki svo fjarlægri framtíð, verði þar allt morandi í mannlífi. Fólk að hoppa í borgarlínuvagna, HR-ingar að hittast í hádegismat eða íþróttaiðkendur að slaka á eftir æfingu.

„Þétt byggð á Hlíðarenda er alltaf betri kostur en nýtt úthverfi í útjaðri borgarinnar.“

Hönnun bygginga í hverfinu er í takt við ríkjandi trend. Arkitektúrinn stendur ekki með massa byggingarinnar heldur reynir að fela hann með mislitum álplötum. Reynt er að koma til móts við kröfur um mannlegan skala og uppbrot en tilraunin virkar fálmkennd. Minnir á myndskreytingu í barnabók. Gluggasetning, útskot og svalir eru góðar og gildar leiðir til uppbrots en ef til vill hefði verið hægt að ná fram yfirvegaðri takti og vinna með massann frekar en að breiða yfir hann.

Skoði maður skipulagsáætlanir hverfa sem eiga að byggjast upp á næstunni er randbyggðarformið áberandi. Þau gefa þó loforð um fjölbreyttari útfærslur. Nýlega sendi borgin frá sér kynningu á hverfi í Keldnalandi þar sem ekki á að byggja kostnaðarsama bílakjallara heldur enn meiri áhersla á græna byggð og sjálfbærari ferðamáta. Tíminn mun vinna með Hlíðarenda og með nýrri Borgarlínu og auknum íbúafjölda mun enn meira líf færast í hverfið.

Við erum að vinna okkur í rétta átt. Þétt byggð á Hlíðarenda er alltaf betri kostur en nýtt úthverfi í útjaðri borgarinnar. Fyrir íbúa, umhverfið og borgina í heild. Þetta tekur bara tíma og með hverju nýju verkefni þarf að staldra við og spyrja hvað megi gera betur.

 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Martin Swift skrifaði
    Skemmtileg grein og gaman ef umfjöllun um arkitektúr og skipulag í þessum stíl verður reglulegur þáttur á Heimildinni. Þykir þó höfundur hefði gjarnan mátt fara dýpra í áhrif sólarljóss á gæði rýma sem hún segir ótvíræð, en ekkert meira um hvort þau séu góð eða slæm.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár