Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tók íþróttareynsluna með sér í stjórnmálin

Of­an á menn­ing­ar­legt upp­eldi og um­ræð­ur um póli­tík og þjóð­mál seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir að þátt­taka henn­ar í íþrótt­um hafi mót­að hana og nálg­un henn­ar í stjórn­mál­um.

Tók íþróttareynsluna með sér í stjórnmálin
Íþróttirnar hafa hjálpað yfir pólitíska skafla Þorgerður Katrín segir að það að tapa kappleik geti til lengri tíma ekki verið síður lærdómur en það að vinna titla. Þá reynslu hafi hún tekið með sér í stjórnmál. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Fólk mótast af erfðum og áhrifum

Þannig er því farið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, en hún er annar af tveimur þingmönnum sem Heimildin ræddi við sem ekki á nána ættingja sem setið hafa á alþingi eða tekið virkan þátt í pólitík á öðrum vettvangi. Foreldrar Þorgerðar eru Katrín Arason deildarstjóri og Gunnar H. Eyjólfsson heitinn, leikari.  

Þorgerður er lögfræðimenntuð og starfaði sem slík. Hún var yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar RÚV 1997 til 1999. Þorgerður sat í stjórn Orators, félags laganema í Háskóla Íslands, í stjórn Félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn fulltrúaráðs flokksins í bænum. Hún tók fyrst sæti á Alþingi árið 1999 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat á þingi til ársins 2013, þar af sem menntamálaráðherra 2003 til 2010. Þorgerður varð varaformaður flokksins árið 2005 en sagði af sér árið 2010 eftir umfjöllun um lántökur hennar og Kristjáns eiginmanns hennar. Hún tók sér jafnframt nokkurra mánaða hlé frá þingstörfum. Hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu við kosningarnar 2013.

Þorgerður gaf hins vegar kost á sér að nýju árið 2016, nú fyrir Viðreisn, og var kjörin á þing. Hún varð formaður Viðreisnar árið 2017 og er enn.

„Mamma vildi aldrei segja það en ég held að það sé ljóst að hún studdi Kvennalistann eftir að hann kom fram“

Gunnar, faðir Þorgerðar, var landskunnur leikari sem lék bæði á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi á sinni tíð. Spurð hvort hún telji að það að hafa komið frá heimili þar sem menningarlegt auðmagn var í meira lagi og hvort það hafi gagnast henni svarar Þorgerður því játandi. „Já, ekki spurning. Ég ætla bara að vitna í pabba, sem sagði að fólk mótaðist af erfðum og áhrifum. Ég er alin upp við að fara mikið í leikhús, sjá allar sýningar, fara á tónleika, lesa mikið, að innbyrða allt menningarefni sem ég hef getað. Það hefur tvímælalaust styrkt mig og mótað, veitt mér kjölfestu. Það var líka mjög mikið talað um pólitík á heimilinu. Pabbi var krati og mikill Vilmundar-maður, fyrst Gylfa Þ. og síðan Vilmundar-maður. Auðvitað hafði það áhrif, að pólitíkin væri til staðar á heimilinu, við eldhúsborðið og alltumlykjandi. Þau mamma voru ekki endilega í sama flokki. Mamma vildi aldrei segja það en ég held að það sé ljóst að hún studdi Kvennalistann eftir að hann kom fram.“

Þorgerður segir að ofan á menningarlegt uppeldi hennar og umræður um pólitík og þjóðmál hafi það mótað hana einnig að vera í íþróttum en Þorgerður var hörku handknattleikskona. „Miðað við allt sem maður er búinn að upplifa í tengslum við pólitíkina, sem getur verið harðdræg og erfið en alltaf skemmtileg, þá hafa íþróttirnar hjálpað mér oft yfir ákveðna skafla. Það að tapa leik getur til lengri tíma ekki síður verið lærdómur eins og að vinna titla. Þá reynslu hef ég líka tekið með mér í stjórnmálin.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár