Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tók íþróttareynsluna með sér í stjórnmálin

Of­an á menn­ing­ar­legt upp­eldi og um­ræð­ur um póli­tík og þjóð­mál seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir að þátt­taka henn­ar í íþrótt­um hafi mót­að hana og nálg­un henn­ar í stjórn­mál­um.

Tók íþróttareynsluna með sér í stjórnmálin
Íþróttirnar hafa hjálpað yfir pólitíska skafla Þorgerður Katrín segir að það að tapa kappleik geti til lengri tíma ekki verið síður lærdómur en það að vinna titla. Þá reynslu hafi hún tekið með sér í stjórnmál. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Fólk mótast af erfðum og áhrifum

Þannig er því farið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, en hún er annar af tveimur þingmönnum sem Heimildin ræddi við sem ekki á nána ættingja sem setið hafa á alþingi eða tekið virkan þátt í pólitík á öðrum vettvangi. Foreldrar Þorgerðar eru Katrín Arason deildarstjóri og Gunnar H. Eyjólfsson heitinn, leikari.  

Þorgerður er lögfræðimenntuð og starfaði sem slík. Hún var yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar RÚV 1997 til 1999. Þorgerður sat í stjórn Orators, félags laganema í Háskóla Íslands, í stjórn Félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn fulltrúaráðs flokksins í bænum. Hún tók fyrst sæti á Alþingi árið 1999 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat á þingi til ársins 2013, þar af sem menntamálaráðherra 2003 til 2010. Þorgerður varð varaformaður flokksins árið 2005 en sagði af sér árið 2010 eftir umfjöllun um lántökur hennar og Kristjáns eiginmanns hennar. Hún tók sér jafnframt nokkurra mánaða hlé frá þingstörfum. Hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu við kosningarnar 2013.

Þorgerður gaf hins vegar kost á sér að nýju árið 2016, nú fyrir Viðreisn, og var kjörin á þing. Hún varð formaður Viðreisnar árið 2017 og er enn.

„Mamma vildi aldrei segja það en ég held að það sé ljóst að hún studdi Kvennalistann eftir að hann kom fram“

Gunnar, faðir Þorgerðar, var landskunnur leikari sem lék bæði á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi á sinni tíð. Spurð hvort hún telji að það að hafa komið frá heimili þar sem menningarlegt auðmagn var í meira lagi og hvort það hafi gagnast henni svarar Þorgerður því játandi. „Já, ekki spurning. Ég ætla bara að vitna í pabba, sem sagði að fólk mótaðist af erfðum og áhrifum. Ég er alin upp við að fara mikið í leikhús, sjá allar sýningar, fara á tónleika, lesa mikið, að innbyrða allt menningarefni sem ég hef getað. Það hefur tvímælalaust styrkt mig og mótað, veitt mér kjölfestu. Það var líka mjög mikið talað um pólitík á heimilinu. Pabbi var krati og mikill Vilmundar-maður, fyrst Gylfa Þ. og síðan Vilmundar-maður. Auðvitað hafði það áhrif, að pólitíkin væri til staðar á heimilinu, við eldhúsborðið og alltumlykjandi. Þau mamma voru ekki endilega í sama flokki. Mamma vildi aldrei segja það en ég held að það sé ljóst að hún studdi Kvennalistann eftir að hann kom fram.“

Þorgerður segir að ofan á menningarlegt uppeldi hennar og umræður um pólitík og þjóðmál hafi það mótað hana einnig að vera í íþróttum en Þorgerður var hörku handknattleikskona. „Miðað við allt sem maður er búinn að upplifa í tengslum við pólitíkina, sem getur verið harðdræg og erfið en alltaf skemmtileg, þá hafa íþróttirnar hjálpað mér oft yfir ákveðna skafla. Það að tapa leik getur til lengri tíma ekki síður verið lærdómur eins og að vinna titla. Þá reynslu hef ég líka tekið með mér í stjórnmálin.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár