Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Er sagt að afa hennar hafi þótt þingsetan leiðinleg

Katrín Jak­obs­dótt­ir er tengd ætt­ar­bönd­um fjölda stjórn­mála­manna. Bæði afi henn­ar og langafi sátu á þingi og sömu­leið­is bæði afa­syst­ir henn­ar og afa­bróð­ir. Þó hafði fólk í henn­ar nærum­hverfi, með­al ann­ars bræð­ur henn­ar, lík­lega mest áhrif á að hún hóf þátt­töku í stjórn­mál­um.

Er sagt að afa hennar hafi þótt þingsetan leiðinleg
Ekkert launungarmál hvar foreldrarnir stóðu Katrín segir að þó foreldrar hennar hafi ekki tekið þátt í pólitísku starfi hafi ekki leikið vafi á að þau hafi staðið vinstra megin á hinu pólitíska litrófi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Komin af þingmönnum langt aftur í ættir

Að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, stendur töluverður fjöldi þingmanna og stjórnmálafólks. Móðurafi Katrínar, Sigurður S. Thoroddsen, var þingmaður Sósíalista á árunum 1942 til 1946. Faðir hans, og langafi Katrínar, var Skúli Thoroddsen, alþingismaður fyrir Framfaraflokkinn, Framsóknarflokkinn eldri, Þjóðræðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn eldri, á árabilinu 1890-1915. Þá var kona Skúla, Theódora Thoroddsen skáld, langamma Katrínar, dóttir Guðmundar Einarssonar alþingismanns og dótturdóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns.

Dóttir Skúla og afasystir Katrínar var nafna hennar, Katrín Thoroddsen læknir, þingmaður Sósíalistaflokksins árin 1946 til 1949 og bæjarfulltrúi í Reykjavík árin 1950 til 1954. Þá var Skúli S. Thoroddsen bróðir þeirra Katrínar og Sigurðar einnig þingmaður. Einnig var Hulda Jakobsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem varð fyrst kvenna bæjarstjóri hér á landi, afasystir Katrínar í föðurætt.

„Ég er hins vegar nefnd eftir Katrínu og hún var alveg brennandi pólitíkus“

Katrín er dóttir Signýjar Thoroddsen sálfræðings og Jakobs Ármannssonar, bankamanns og kennara. Hún er bókmenntafræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Katrín starfaði á fjölmiðlum og síðan hjá Eddu-útgáfu og JPV-útgáfu, þar til hún var kjörin á þing 2007. Hún sat í Stúdentaráði og háskólaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu á námsárunum. Katrín tók virkan þátt í starfi Vinstri grænna, þannig var hún formaður Ungra vinstri grænna og síðan varaborgarfulltrúi flokksins. Varaformaður varð hún 2003 og formaður flokksins 2013. Hún var menntamálaráðherra á árunum 2009 til 2013 og forsætisráðherra frá 2017.

Hefur haft áhrif á fjölskylduna

Spurð hversu meðvituð hún hafi verið um að að henni stæðu þingmenn og bæjarfulltrúar í sínum uppvexti segir Katrín að það hafi ekki verið fyrirferðarmikið í hennar lífi. „Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar afi minn Sigurður dó svo ég man óljóst eftir honum. Aldrei kynntist ég Katrínu og auðvitað ekki Skúla. Afi var líka stutt á þingi, þetta var eitt kjörtímabil, og mér er sagt að honum hafi þótt það leiðinlegt. Ég er hins vegar nefnd eftir Katrínu og hún var alveg brennandi pólitíkus, með miklar skoðanir. Hún barðist fyrir réttindum kvenna og barna, og sat auðvitað bæði á þingi og í borgarstjórn. Skúli eldri var síðan stórleikari á þessu sviði, þegar farið er lengra aftur. Það nafn er mjög algengt í fjölskyldunni, sem og Katrínar, svo augljóslega er þetta fólk sem hefur haft áhrif. Það hefur áhrif á menninguna og umræðuna í fjölskyldunni þó maður hafi aldrei kynnst því sjálf.“

„Ég hugsa stundum um mína drengi og ég er ekki viss um að þeir muni hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í pólitík“

Foreldrar Katrínar tóku engan þátt í pólitísku starfi að hennar sögn, mættu ekki á fundi eða skiptu sér með beinum hætti af. „En það var ekkert launungarmál hvar þau stóðu, þau voru vinstra megin. Það var alveg rætt um pólitík á heimilinu, ég horfði til að mynda alltaf á kappræður fyrir kosningar með allri fjölskyldunni allt frá því ég man eftir mér. Ég get ekkert látið eins og ég sé einhver uppreisnarmaður í minni fjölskyldu, ég er bara alin upp af fólki sem kaus ekki endilega alltaf sama flokkinn en alltaf til vinstri.“

Systkini Katrínar hafa tekið þátt í starfi Vinstri grænna og eru mjög pólitísk. Spurð hvort það hafi haft áhrif á hana, sem er yngst í systkinahópnum, svarar hún því játandi. „Ég hefði ábyggilega ekki farið út í pólitík nema vegna þess að það var þar fyrir fólk sem maður þekkti á sínum tíma. Til að mynda tóku bræður mínir báðir þátt í stúdentapólitík í Röskvu, svo alveg örugglega hafði það áhrif að vera umkringdur fólki með skoðanir. Kannski einmitt af því að foreldrar okkar tóku ekki þátt þá höfðum við enn meiri áhuga. Ég hugsa stundum um mína drengi og ég er ekki viss um að þeir muni hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í pólitík. Þeir eru meðvitaðir og fylgjast með, en ég hef ekki orðið vör við neinn brennandi áhuga hingað til.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár